Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Félög

29.12.2007

Jólamót Bridgefélags Hafnafjarðar

Ísak Örn Sigurðsson on Gunnlaugur Karlsson unnu jólamót Bridgefélags Hafnafjarðar

Sjá lokastöðu

19.12.2007

KEA-hangikjötstvímenningur

Síðasta spilakvöld Bridgefélags Akureyrar fyrir jól var að venju eins kvölds tvímenningur með KEA-hangikjöt og reyktan magál í verðlaun. Í upphafi var afmælissöngurinn sunginn af krafti fyrir Frímann Stefáns sem bauð upp á jólasmábrauð í tilefni dagsins. Ekki fékk afmælisbarnið þó nógu marga toppa í staðinn til að hreppa kjötmeti. Röð efstu para var þessi þegar upp var staðið:

1. Pétur Guðjónsson - Jónas Róbertsson 42
2. Hermann Huijbens - Stefán Vilhjálmsson 16
3. Jón Sverrisson - Ragnheiður Haraldsdóttir 14
4.-5.  Árni Bjarnason - Ævar Ármannsson 12
4.-5. Frímann Stefánsson - Reynir Helgsaon 12

Bridgefélag Akureyrar sendir öllum bridgespilurum bestu jóla- og nýársóskir.
Minnt er á Glitnismótið sem fer fram laugardaginn 29. des. á Hótel KEA og hefst kl. 10. Spilaður verður Monrad-tvímenningur. Glæsileg flugeldaverðlaun fyrir efstu sætin og einnig dregið um verðlaun. Nánari upplýsingar veitir Víðir, gsm 897 7628.

15.12.2007

Jólamót Bridgefélags Hafnarfjarðar

Jólamót Bridgefélags Hafnarfjarðar verður haldið laugardaginn 29.desember n.k. að Flatahrauni 3, Hafnarf.
Mótið hefst kl 11:00 og að venju eru fínar kaffiveitingar innifaldar í verði.
Hægt er að skrá sig í mótið hjá Erlu Sigurjóns, í símum 565-3050 og 659-3013 og Atla í síma 692-5513

 

 

13.12.2007

Pétur og Jónas Akureyrarmeistarar

Akureyrarmótinu í tvímenning lauk hjá Bridgefélagi Akureyrar síðasta þriðjudag. Á lokasprettinum höfðu Pétur Guðjónsson og Jónas Róbertsson betur í baráttunni um titilinn við þá Gylfa Pálsson og Helga Steinsson, sem efstir voru þegar spilamennska hófst. Pétur og Jónas vörðu þar með titilinn frá 2006. Frímann Stefánsson og Reynir Helgason náðu þriðja sætinu af Pétri Gíslasyni og Guðmundi Halldórssyni. Bestum árangri á lokakvöldinu (+31) náðu Hermann Huijbens og Stefán Vilhjálmsson en það dugði þeim ekki nema rétt í meðalskor.
Árangur efstu para varð þessi:
1. Pétur og Jónas                                                 118
2. Gylfi og Helgi                                                      99
3. Frímann, Reynir og Þórólfur Jónasson               69
4. Pétur og Guðmundur                                          62
5. Björn Þorl., Jón Bj. og Sveinn P.                        31
6. Haukur Harðar, Grétar Örlygs og Ævar Árm.    20

Hinn vinsæli KEA-hangikjötstvímenningur B.A. verður spilaður þriðjudagskvöldið 18. desember í Lionssalnum Ánni, Skipagötu 14, 4. hæð. Allt bridgefólk velkomið. Skráning á staðnum og því best að mæta tímanlega en spilamennska hefst kl. 19:30.

Einnig er minnt á Glitnismótið sem fer fram laugardaginn 29. des. á Hótel KEA og hefst kl. 10. Spilaður verður Monrad-tvímenningur. Glæsileg flugeldaverðlaun fyrir efstu sætin og einnig dregið um verðlaun. Nánari upplýsingar veitir Stefán V. s. 898 4475.

12.12.2007

Cavendish - tvímenning BR lokið

Ómar Freyr Ómarsson og Örlygur Már Örlygsson unnu Cavendish tvímenning BR sem lauk þriðjudaginn 11.desember. Gunnlaugur Sævarsson og Runólfur Jónsson skoruðu grimmt síðasta kvöldið og voru nálægt því að skjótast á toppinn

1. Ómar Freyr Ómarsson - Örlygur Már Örlygsson 1452
2. Gunnlaugur Sævarsson - Runólfur Jónsson        1302
3. Gísli Steingrímsson - Sveinn Þorvaldsson             1080
4. Jónas P. Erlingsson - Guðmundur Pétursson       1040
5. Alda Guðnadóttir - Esther Jakobsdóttir               1033
6. Halldór Svanbergsson - Kristinn Kristinsson          847

Næsta þriðjudag, 18. desember verður jólasveinatvímenningur

Nánar á bridge.is/br

Cavendish
2.sæti:Gunnlaugur Sævarsson-Runólfur Jónsson, 1. Örlygur Már Örlygsson-Ómar Freyr Ómarsson,
3. Sveinn R. Þorvaldsson-Gísli Steingrímsson

7.12.2007

Bridgefélag Akureyrar

Gylfi og Helgi í miklum ham
Gylfi Pálsson og Helgi Steinsson endurheimtu forystuna á þriðja og næstsíðasta kvöldinu í Akureyrarmótinu í tvímenning. Mjótt er þó á munum og spennandi lokakvöld framundan. Staða efstu para er nú þannig:
1. Gylfi og Helgi                                                  +98
2. Pétur Guðjónsson og Jónas Róbertsson             +90
3. Guðmundur Halldórsson og Pétur Gíslason         +70
4. Frímann Stefánsson og  Reynir Helgason            +48
5. Björn Þorláksson og Jón Björnsson                      +15

6.12.2007

Miðvikudagskúbburinn: Kristín Óskarsdóttir og Lilja Kristjánsdóttir efstar!

 

Öll úrslit og upplýsingar á heimasíðu

Miðvikudagsklúbbsins

6.12.2007

BH: Sveit Guðlaugs Bessasonar leiðir Aðalsveitakeppnina eftir 1 kvöld!

Sveit Guðlaugs Bessasonar er efst eftir 2 umferðir af 9 í Aðalsveitakeppni BH. Næsta kvöld eru spilaðar umferðir 3 og 4.

Öll úrslit og butler í Aðalsveitakeppninnil

4.12.2007

Cavendish - tvímenningur BR

Ómar Freyr Ómarsson og Örlygur Már Örlygsson fengu risaskor á öðru kvöldi í Cavendish-tvímenningi BR og fóru úr mínus og á toppinn!

Staða efstu para er þannig þegar eitt kvöld er eftir í þessari skemmtilegu keppni:
1. Ómar Freyr Ómarsson - Örlygur Már Örlygsson 1001
2. Gísli Steingrímsson - Sveinn Þorvaldsson              910
3. Alda Guðnadóttir - Esther Jakobsdóttir                755
4. Gunnlaugur Karlsson - Kjartan Ingvarsson           705
5. Gabríel Gíslason - Harpa Fold Ingólfsdóttir           686
6. Hlynur Garðarsson - Kjartan Ásmundsson            649

30.11.2007

Akureyrarmót í tvímenningi

Pétur og Jónas á toppinn

Að hálfnuðu móti hefur röð efstu para breyst nokkuð eftir sviftingar síðasta spilakvölds. Pétur Guðjónsson og Jónas Róbertsson skoruðu mest og náðu efsta sætinu af Helga Steinssyni og Gylfa Pálssyni. Baráttujaxlarnir Sveinbjörn Sigurðsson og Kári Gíslason, sem voru í öðru sæti, gáfu nokkuð eftir. Þórólfur Jónasson "kom sterkur inn" sem varamaður á móti Reyni Helgasyni og náðu þeir næsthæsta skori kvöldsins.
Röð efstu para er nú sem hér segir:
1. Pétur og Jónas                                                +64
2. Helgi og Gylfi                                                   +53
3. Reynir, Þórólfur, Frímann Stef.                            +49
4. Guðmundur Halldórsson og Pétur Gíslason            +33
5. Sveinbjörn og Kári                                           +14
6. Una Sveinsdóttir og Jón Sverrisson                     +9
 
Stjórn B.A. vill minna spilara á Stór-Akureyrarsvæðinu (sem getur verið býsna víðfeðmt!) á Glitnismótið, flugeldatvímenninginn vinsæla, sem spilaður verður laugardaginn 29. desember á Akureyri. Nánar auglýst síðar

29.11.2007

Miðvikudagsklúbburinn: Ásdís Matthíasdóttir og Þórey Eiríksdóttir efstar með 59.9%

Ásdís Matthíasdóttir og Þórey Eiríksdóttir efstar með 59,9%


Í 2. sæti voru Inda Hrönn Björnsdóttir og Svala Pálsdóttir með 55.2% og
í 3. sæti Eggert Bergsson og Kolbrún Guðveigsdótti
 Efsta parið fékk flottar ostakörfur frá Osta og smjörsölunni
 2. sæti fékk gjafabréf á American Style og Guðrún Jörgensen og Guðlaugur Sveinsson fengu
könnur og konfekt

Heimasíða miðvikudagsklúbbsins 

29.11.2007

Bf. Hafnarfjarðar: Sveit Indu með öruggan sigur!!

Sveit Indu sigraði Hraðsveitakeppni BH með +109. Sveit Guðlaugs
Sveit Guðlaugs Sveinsson var í 2. sæti með +23 og sveit Sigurðar Sigurjónsson í 3.sæti með +17
Í sveit Indu spiluðu: Inda Hrönn Björnsdóttir, Grímur Kristinsson, Jóhann Sigurðason og Gabríel Gíslason
Öll úrslit hægt að nálgast á heimasíðu BH

 

Næsta keppni félagsins er Aðalsveitakeppni.

27.11.2007

Bridgefélag Reykjavíkur - Cavendish-tvímenningur að hefjast í kvöld!

3ja kvölda Cavendish tvímenningur(imps across the field) hefst hjá Bridgefélagi Reykjavíkur í kvöld! Þetta spilaform hefur verið gríðarlega vinsælt undanfarin ár og mikið um sveiflur og fjör. Spilamennska hefst að vanda kl. 19 í Síðumúla 37. Hægt að skrá sig hér, nú eða á staðnum. Nánar á bridge.is/br

21.11.2007

Miðvikudagsklúbburinn: Ragnheiður Nielsen og Ómar á toppnum!

Ragnheiður Nielsen og Ómar Olgeirsson unnu einskvölds tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum með 64.7% skor. Fengu þau ostakörfur frá Osta og Smjörsölunni í verðlaun. 2. sætið náðu Soffía Daníelsdóttir og Magnús Sverrisson með 63.0% skor. Þau fengu konfektkassa frá OJ & Kaaber.
Lilja Kristjánsdóttir og Hlynur Vigfússon og Halldór Svanbergsson og Kristinn Kristinsson voru dregin út og fengu jólakaffi frá OJ & Kaaber.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

21.11.2007

Sveit Sigurðar Sigurjónssonar efst í Hraðsveitakeppni BH

Sveit Sigurðar Sigurjónssonar er efst eftir eitt kvöld af tveimur í Hraðsveitakeppni BH. Með Sigurði spiluðu Halldór Einarsson, Guðbrandur Sigurbergsson og Ásgeir Ásbjörnsson. Næstu sveitir eru sveit Hulduhersins með +24 og sveit Indu með +20.

Heimasíða Bridgefélags Hafnarfjarðar

Mánudaginn 26. nóvember er seinna kvöld í Hraðsveitakeppninni og síðan byrjar Aðalsveitakeppni BH.

21.11.2007

Bændur í stuði

Bændur í stuði hjá B.A.

Akureyrarmót í tvímenningi, fjögurra kvölda barometer, hófst hjá B.A. á þriðjudagskvöldið með þátttöku 14 para. Spiluð verður tvöföld umferð. Eftir sex lotur hafa þeir tekið forystu, stórbóndinn Helgi Steinsson á Bægisá og smábóndinn Gylfi Pálsson frá Dagverðartungu. En "mörg stig eru eftir í pottinum" eins og þar stendur og verður eflaust sótt hart að þeim næstu spilakvöld.
Röð efstu para er annars þessi:
1. Helgi Steinsson og Gylfi Pálsson +42
2. Sveinbjörn Sigurðsson og Kári Gíslason +24
3. Pétur Guðjónsson og Jónas Róbertsson +23
4. Jón Sverrisson og Una Sveinsdóttir +21
5.-6. Frímann Stefánsson og Reynir Helgason +13
5.-6. Guðmundur Halldórsson og Pétur Gíslason +13

21.11.2007

Hraðsveitakeppni BR lokið

Sveit kennd við Pál Þórsson kennara vann hraðsveitakeppni BR.  Í öðru sæti kom sveit kennd við Pál Valdimarsson línumann.  Í þriðja sæti sveit Grant Thornton Bókara.

Sjá lokastöðuna

Páll Þórsson
Sigurvegarar í hraðsveitakeppni:
Hermann Friðriksson, Páll Þórsson, Jón Ingþórsson og Sverrir Þórisson

15.11.2007

Miðvikudagsklúbburinn 14.nóvember

18 pör mættu til leiks í Miðvikudagsklúbbinn 14.nóvember.
Rúnar Gunnarsson og  Wieslaw Wegrzynowski báru sigur úr býtum. Þeir fengu þessa fínu Macintoshdollur. 2. sætið kom í hlut Gróu Guðnadóttur og Ingibjargar Ottesen og fengu þau kontekt að launum. Ari Már Arason og Óttar Ingi Oddsson voru dregnir út og fengu þeir hunda - og kattakönnur

Úrslit spilakvölda Miðvikudagsklúbbsins

14.11.2007

Bridgefélag Reykjavíkur - Mikil spenna í hraðsveitakeppni

Þegar tveimur kvöldum af þremur er lokið í hraðsveitakeppni BR þá hafa þrjár sveitir stungið af og verður mikil spenna síðasta kvöldið hver stendur uppi sem sigurvegari.

Efstu sveitir:
Páll Valdimarsson     +116
Grant Thornton       +113
Páll Þórsson             + 91

Síðasta kvöldið í hraðsveitakeppninni verður þriðjudaginn 20. nóvember en þann 27.nóvember hefst þriggja kvölda Cavendish tvímenningur(imps across the field). Þessi keppni hefur verið afar vinsæl síðustu ár og mikið um sveiflur og fjör. Nánar á bridge.is/br

8.11.2007

Bridgefélag Akureyrar

Sviptingar í hraðsveitakeppni B.A.

Önnur umferð af þremur í Hraðsveitakeppni Sparisjóðs Norðlendinga hjá Bridgefélagi Akureyrar var spiluð þriðjudaginn 6. nóv. Sveit Grétars Örlygssonar, sem efst var eftir fyrsta kvöldið, missti flugið og brotlenti en sveit Jónasar Róbertssonar skoraði mest eða 245 stig. Mjótt var á munum, næst kom sveit Sigfúsar Hreiðarssonar með 243 stig og í þriðja sæti varð Sveit Sparisjóðs Norðlendinga með 241 stig.
Röð efstu sveita fyrir lokaátökin er þessi:
1. Sveit Sparisjóðs Norðlendinga  486 stig (Frímann Stefáns, Reynir Helga, Björn Þorláks og Hörður Blöndal)
2. Sveit Jónasar Róbertssonar 462 stig (Jónas, Pétur Guðjóns, Una Sveins og Jón Sverris)
3.-4. Sveit Sigfúsar Hreiðarssonar 445 stig (Sigfús H., Sigfús Aðalsteins, Ragnheiður Haralds og Stefán Sveinbjörns)
3.-4. Sveit Gylfa Pálssonar 445 stig. (Gylfi, Helgi Steins, Hilmar Jakobs og Jón Arngríms)
Meðalskor er 450 stig.

2.11.2007

Eykt eru beztir - Hraðsveitakeppni að byrja næsta þriðjudag!

Sveit Eyktar vann öruggan sigur í swiss - sveitakeppni BR þrátt fyrir að hafa fengið skell í næstsíðustu umferð.  Í raun máttu þeir einnig fá 0 stig í síðustu umferðinni og samt unnið, þvílíkir voru yfirburðirnir.

Sjá stöðu.

Næsta mót félagsins er þriggja kvölda hraðsveitakeppni sem hefst þriðjudaginn 6. nóvember. Að vanda er spilað í Síðumúla 37 kl. 19. Aðstoðað verður við myndun sveita og er vissara að mæta tímanlega að skrá sig til að auðvelda skipulagningu. Nánar á bridge.is/br

1.11.2007

Miðvikudagsklúbburinn 31.október

22 pör mættu til leiks í Miðvikudagsklúbbinn 31. október.
Soffía Daníelsdóttir og Magnús Sverrisson unnu öruggan sigur. Þau fengu konfektkassa og fleira frá O.Johnsen og Kaaber. 2. sætið kom í hlut Ingólfs Hlynssonar og Hermanns Friðrikssonar og fengu þeir bókina Nútímabridge eftir Guðmund Pál Arnarson. Óskar Sigurðsson og Sigurður Steingrímsson voru dregnir út og fengu þeir súpur og sitthvað fleira.

Úrslit spilakvölda Miðvikudagsklúbbsins

31.10.2007

Fast sótt hjá BA

Fast sótt hjá B.A.
Hraðsveitakeppni Sparisjóðs Norðlendinga hófst hjá Bridgefélagi Akureyrar þriðjudaginn 30. okt. í hríðarveðri. Ekki væsti þó um spilarana og ekki lét Pétur Gíslason í Hótel Reykjahlíð veðrið aftra sér frá þátttöku þótt um 100 km leið væri að fara. Áfram Pétur!
Eftir þetta fyrsta kvöld af þremur er staða efstu sveita þessi:
Efst er sveit Grétars Örlygssonar (Grétar, Haukur Harðar, Stefán V. og Haukur Jóns) með 249 stig. Næst kemur Sveit Sparisjóðs Norðlendinga (Frímann Stef, Reynir Helga, Björn Þorláks og Jón Björns) með 245 stig. Þessar sveitir gerðu "stórmeistarajafntefli" í síðustu umferð kvöldsins. Í þriðja sæti er sveit Gylfa Pálssonar (Helgi Steins, Árni Bjarna, Hilmar Jakobs og Jón Arngríms) sem hlaut 219 stig og stutt er í næstu sveitir. Meðalskor kvöldsins var 225.

25.10.2007

Miðvikudagsklúbburinn: Jón Jóhannsson og Sturlaugur Eyjólfsson sigruðu!

22 pör mættu til leiks í Miðvikudagsklúbbinn 24. október.
Jón Jóhannsson og Sturlaugur Eyjólfsson báru sigur úr býtum. Þeir fengu konfektkassa og fleira frá O.Johnsen og Kaaber. 2. sætið kom í hlut Ingólfs Hlynssonar og Snorra Sturlusonar og fengu þeir þessar fínu ostakörfur. Erla Sigurjónsdóttir og Sigfús Þórðarson voru dregin út og fengu þau frímiða í klúbbinn.

Úrslit spilakvölda Miðvikudagsklúbbsins

24.10.2007

Bridgefelag Akureyrar

Pétur og Jónas sigursælir hjá B.A.

Vetrarstarf Bridgefélags Akureyrar hófst með tveggja kvölda Startmóti, sem kennt er við Sjóvá-Almennar. Þar urðu efstir Pétur Guðjónsson og Jónas Róbertsson með 59 stig. Jafnt þeim var "par" skipað fjórum spilurum: Valmar Valiaots, Pétri Gíslasyni, Sigfúsi Hreiðarssyni og Sigfúsi Aðalsteinssyni. Í þriðja sæti  urðu Frímann Stefánsson og Reynir Helgason með 35 stig.

Næst á dagskrá var Greifatvímenningur, þriggja kvölda impatvímenningur, sem er nýlokið. Eftir verulegar sviptingar varð röð efstu para þessi:
1. Pétur Guðjónsson - Jónas Róbertsson                                100
2. Haukur Harðarson - Grétar Örlygsson - Viðar Ólafsson        91
3. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason                                 82
4. Björn Þorláksson - Sveinn Pálsson - Jón Björnsson               43
5. Stefán Vilhjálmsson - Hermann Huijbens - Haukur Jónsson  32
Eins og sjá má voru innáskiptingar algengar!
Veitingahúsið Greifinn veitir verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Næsta mót B.A. er hraðsveitakeppni Sparisjóðs Norðlendinga sem hefst þriðjudaginn 30. október kl. 19:30 í Lionssalnum Ánni, Skipagötu 14, 4. hæð. Þátttaka tilkynnist Víði Jónssyni, keppnisstjóra, sími 897 7628 eða Stefáni V., s. 898 4475. Aðstoðað verður við myndun sveita.

22.10.2007

BR - Ein sveit getur bæst við á kvöldi nr. 2 í Swiss sveitakeppni

Hægt er að bæta við einni sveit í staðinn fyrir yfirsetu í Swiss sveitakeppni BR annað kvöld, þriðjudaginn 23.október. Áhugasamir hafi samband við Björgvin keppnissjóra í síma 846-8053. Fyrstir hringja, fyrstir fá...

18.10.2007

Miðvikudagsklúbburinn: Björn Friðriksson og Björn Friðriksson unnu!!

Björn Friðriksson og Björn G. Friðriksson unnu einskvölds tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum. Þeir fengu konfektkassa og fleira frá O.Johnsen og Kaaber. 2. sætið kom í hlut Lilju Kristjánsdóttur og Hlyns Vigfússonar og fengu þau bridgebækur og penna. Bridgepennasett var dregið út og rann það til Jónasar Ingimarssonar og Páls Vermundssonar.

Úrslit spilakvölda Miðvikudagsklúbbsins

17.10.2007

1. Kvöld í Swiss - sveitakeppni BR

Sveit Eyktar hefur tögl og haldir eftir 1. kvöld af þremur í monradsveitakeppni BR, þar sem spilaðir eru fjórir stuttir leikir á hverju kvöldi.

Staða efstu sveita
1. Eykt                                       70
2. Vinir                                       54
3. Sölufélag garðyrkjumanna    47
4. Guðlaugur Sveinsson            47
5. Málning                                 43
6. Hjördís Sigurjónsdóttir          42

Sjá öll úrslit

16.10.2007

3ja kvölda Swiss monrad sveitakeppni að byrja í BR í kvöld

Í kvöld byrjar hjá Bridgefélagi Reykjavíkur þriggja kvölda Swiss monrad sveitakeppni. Skráning hafin! Aðstoðað verður við myndun sveita, vissara að mæta tímanlega og þá eflaust hægt að mynda sveitir á staðnum. Spilamennska hefst kl. 19 í Síðumúla 37. Nánar á bridge.is/br

       Frítt kaffi!      

 kaffibolli

15.10.2007

BH: Guðbrandur og Friðþjófur unnu A.Hansen tvímenninginn!!

Guðbrandur og Friðþjófur leiddu allan A.Hansen tvímenninginn fram að næst-síðustu umferð en tóku á honum stóra sínum og náðu 1. sætinu til baka í síðustu umferð!

Öll úrslit á heimasíðu BH!

Næsta keppni félagsins er 4ja kvölda Hausttvímenningur. 3 bestu kvöldin af 4 telja í heildarstöðu.

11.10.2007

Miðvikudagsklúbburinn: Garðar Garðarsson og Ómar Olgeirsson efstir af 28 pörum!

Garðar Garðarsson og Ómar Olgeirsson urðu efstir í einskvölds tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum. Þeir fengu +86,5, 0,1 stigi meira en Guðjón Sigurjónsson og Rúnar Einarsson. Garðar og Ómar fengu stórglæsilegar sælgætiskörfur frá 10-11 og Guðjón og Rúnar fengu konfektkassa frá Nóa Sírius. Eiður Mar Júlíusson og Július Snorrason enduðu í 3ja sæti og Guðrún Jörgensen og Erlendur Jónsson í 4. sæti. Þau voru einnig dregin út og fengu konfektkúlur.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

10.10.2007

Grand Hotel Bötlermeistarar BR

Stefán Stefánsson og Vignir Hauksson/Skúli Skúlason unnu glæsilegan sigur í GRAND HÓTEL bötler BR og fengu að launum glæsilegt jólahlaðborð og gistingu á GRAND HÓTEL.

Sjá úrslit

Grandbötlerinn
Grand á því! 3.sæti: Sveinn Rúnar Eiríksson-Hrannar Erlingsson
1.sæti: Stefán Stefánsson-Skúli Skúlason(einnig spilaði Vignir Hauksson)
2.sæti: Sigurbjörn Haraldsson-Bjarni Einarsson

Næsta mót félagsins er þriggja kvölda Swiss monrad sveitakeppni. Skráning hafin! Aðstoðað verður við myndun sveita, vissara að mæta tímanlega og þá eflaust hægt að mynda sveitir á staðnum.

8.10.2007

Bridgedeild Breiðfirðinga

Þann 7.október fór fram Monrad barómeter hjá Bridgedeild Breiðfirðinga með þátttöku 28 para

Úrslit 7.október 2007

Breiðf-7.okt
Efstu pör: 2.sæti:Magnús Sverrisson-Halldór Þorvaldsson
1.sæti: Gróa Guðnadóttir-Unnar Atli Guðmundsson, 3.sæti Kári Jónsson en makker hans Martein Marteinsson vantar á myndina.

4.10.2007

Miðvikudagsklúbburinn: Hulda og Halldór nældu sér í glæsileg bókarverðlaun

16 pör spiluðu einskvölds tvímenning í Miðvkudagsklúbbnum 3. október. Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson unnu og fengu glæsileg bókarverðlaun. Í 2. sæti voru Hrafnhildur Skúladóttir og Jörundur Þórðarson sem fengu sömuleiðis glæsileg bókarverðlaun. Guðmundur Baldursson og Garðar Garðarsson voru dregnir út og fengu bridge-penna.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

2.10.2007

BH: Guðlaugur Sveinsson og Páll Þór Bergsson eftir í A.Hansen tvímenningnum

A.Hansen tvímenningurinn byrjaði 1. október hjá Bridgefélagi Hafnarfjarðar.

Staðan eftir 1. kvöld

2.10.2007

2. Kvöld í Grand Hótel móti BR

Staðan á toppnum jafnaðist og gamlir lurkar bitu frá sér

 

27.9.2007

Startmót Sjóvá hjá B.A.

Nú er hafið vetrastarfið hjá Bridgefélagi Akureyrar í nýju og fínu húsnæði í Lions salnum í Skipagötu.

27.9.2007

GRAND HÓTEL BÖTLER BR

Góð aðsókn hjá BR. 36 pör mættu í þriggja kvölda GRAND HÓTEL BÖTLER sem hófst þann 25. 09. Þó má bæta við 2 pörum til viðbótar fyrir næsta þriðjudag. Áhugasamir hafi samband við Ómar í síma 8691275.

Staðan eftir 1. kvöld af 3 

Vegleg verðlaun í boði Grand Hótel!

                         Grand Hotel logo


Bridgefélag Reykjavíkur

GRAND HÓTEL BÖTLER

Grand Hotel logo

Þriðjudaginn 25. september hefst 3ja kvölda bötlertvímenningur sem hefur verið eitt allra vinsælsta mót BR síðustu ár.

Spilamennska hefst kl. 19:00 í Síðumúla 37 alla þriðjudaga.

Skráning á www.bridge.is/br og á staðnum

Vegleg verðlaun í boði Grand Hótel!

Skor kvöldsins fyrstu 2 kvöldin -2x kvöldverður fyrir tvo

Sigurvegarar mótsins  - 2x kvöldverður fyrir tvo + 2x gisting fyrir tvo með morgunverði

 

25.9.2007

Bf. Hafnarfjarðar: Eiríkur og Sigurjón unnu fyrsta kvöldið

Eiríkur Kristófersson og Sigurjón Harðarson unnu fyrsta spilakvöld Bf. Hafnarfjarðar. Þeir voru einu stigi fyrir ofan Hörpu Fold og Brynju. Efstu pör er hægt að sjá á heimasíðu BH:

Bridgefélag Hafnarfjarðar

Næsta keppni BH er 3ja kvölda A.Hansen tvímenningur. Spilaður verður Barómeter með glæsilegum verðlaunum frá A.Hansen.

21.9.2007

Aðalfundur Bridgefélags Selfoss 28. september nk.

Boðað er til aðalfundar hjá Bridgefélagi Selfoss þann 28. október nk. kl. 20:00 í Tryggvaskála. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, verðlaunaafhending fyrir síðasta vetur ásamt léttri spilamennsku. Fyrsta reglulega spilakvöld vetrarins verður síðan fimmtudagskvöldið 4. október, og verður byrjað á eins kvölds tvímenning.

21.9.2007

GRAND HÓTEL BÖTLER BR HEFST NÆSTA ÞRIÐJUDAG

Bridgefélag Reykjavíkur

GRAND HÓTEL BÖTLER

Grand Hotel logo

Þriðjudaginn 25. september hefst 3ja kvölda bötlertvímenningur sem hefur verið eitt allra vinsælsta mót BR síðustu ár.

Spilamennska hefst kl. 19:00 í Síðumúla 37 alla þriðjudaga.

Skráning á www.bridge.is/br og á staðnum

Vegleg verðlaun í boði Grand Hótel!

Skor kvöldsins fyrstu 2 kvöldin -2x kvöldverður fyrir tvo

Sigurvegarar mótsins  - 2x kvöldverður fyrir tvo + 2x gisting fyrir tvo með morgunverði

 

 

20.9.2007

Miðvikudagsklúbburinn: Gunnlaugur og Hermann efstir! Fengu glæsilegar ostakörfur í verðlaun!

Gunnlaugur Sævarsson og Hermann Friðriksson unnu fyrsta spilakvöld félagsins og fengu stórar og glæsilegar ostakörfur í verðlaun. Miðvikudagsklúbburinn spilar öll miðvikudagskvöld og byrjar spilamennskan kl. 19:00. Allir spilarar eru velkomnir og er sérstaklega tekið vel á móti byrjendum og óvönum.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

18.9.2007

Haustmonradmeistarar BR

Guðrún Jóhannesdóttir og Haraldur Ingason héldu velli og sigruðu í haustvímenningi BR.

Lokastaðan
1. Guðrún Jóhannesdóttir.-Haraldur Ingason 55.10%
2. Gunnlaugur Karlsson-Kjartan Ingvarsson   54.65%
3. Hermann Friðriksson-Hlynur Angantýs/Jón Ingþórs 53,95%
4. Kjartan Ásmundsson-Hlynur Garðarsson/Stefán Jóhannsson 53,90%
5. Páll Valdimarsson-Sverrir Kristinsson  53,30%
6. Hjördís Sigurjónsdóttir-Ragnheiður Nielsen  52,95%

Sjá nánar

hausttvímenningur
3.sæti: Hermann Friðriksson(Jón Ingþórs og Hlyn Antantýs vantar á myndina)
1. sæti: Haraldur Ingason - Guðrún Jóhannesdóttir
2. sæti: Kjartan Ingvarsson - Gunnlaugur Karlsson

11.9.2007

BR að byrja í kvöld !!

Í kvöld hefst spilamennska hjá BR eftir sumarfríið ! 

Þriðjudagana 11. og 18. september fara fram monrad tvímenningar, besta samanlagða skor telur til verðlauna. Spilað í Síðumúla 37 alla þriðjudaga kl. 19:00.  

Spilurum (og sveitum) verður í fyrsta skipti boðið upp á árskort sem viðbót við 10 skipta kortin. Árskortin á 18.000 kr eða um 650 kr fyrir hvert skipti, 9.000 kr fyrir yngri spilara og eldri borgara. Best að panta árskortin á fyrsta spilakvöldinu til að þau nýtist sem best.

Minnt er á veglega einmenningskeppni í lok vetrar þar sem 24 bronsstigahæstu spilarar fá keppnisrétt. Nú eru komnir sjálfsalar fyrir kaffi, gos og sælgæti svo vissara að muna eftir smámynt.

Dagskrá, úrslit ofl. á heimasíðu BR: bridge.is/br 

Góða skemmtun við græna borðið í vetur!!

Stjórn BR 

Haustdagskrána má sjá hér

2.9.2007

Halldór Þorvaldsson fyrstur í 300 bronsstig í Sumarbridge

Halldór Þorvaldsson hefur 42 stiga forystu á Hermann Friðriksson í bronsstigakeppni Sumarbridge. Halldór hefur unnið sér inn 300 bronsstig, en næstur honum er Hermann með 258. í 3. sæti er hæsti kvenmaðurinn, Erla Sigurjónsdóttir með 220 bronsstig.

Bronsstigastað Sumarbridge

Hæstu prósenstukor Sumarbridge

 

Lokamót Sumarbridge fer fram laugardaginn 15. september. Spilaður verður Monrad Barómeter og spilað verður um silfurstig.

19.7.2007

Sumarbridge á Akureyri

Alla þriðudaga í sumar er spilað bridge í hinu nýja og flotta húsnæði Bridgefélags Akureyrar í Lions salnum við Skipagötu.

4.7.2007

Sumarbridge: Inda og Grímur með yfir 67% tvö kvöld í röð!!

Inda Hrönn Björnsdóttir og Grímur Kristinsson náðu þeim einstaka árangri að skora yfir 67% 2 spilakvöld í röð í Sumarbridge 2007. Glæsilegur árangur og menn eru spenntir hvort þau nái að toppa 67% næsta spilakvöld sem þau mæta!

Erla Sigurjónsdóttir og Sigfús Þórðarson eru efst í bronsstigum í sumar. Þau voru fyrst til að fara yfir 100 bronsstig skoruð í sumar.

Heimasíða Sumarbridge 2007, með öllum úrslitum og upplýsingum.

20.6.2007

Sumarbridge: Hermann og Hlynur efstir í 18 para tvímenning!

Hermann Friðriksson og Hlynur Angantýsson skutust á toppinn í síðustu umferð og fengu fína skor, 63,6%. Jöfn í 2. sæti voru Páll Valdimarsson og Eiríkur Jónsson og Erla Sigurjónsdóttir og Sigfús Þórðarson með 62,7%.

Halldór Þorvaldsson er með flest bronsstig í sumar.

Hermann Friðriksson og Halldór Úlfar Halldórsson eru með hæsta prósentuskor í sumar.

Heimasíða Sumarbridge

11.6.2007

Bridgemót á Grand Hotel 16.júní

14 pör mættu til leiks á Grand Hotel laugardaginn 16.júní. Skemmtu spilarar sér vel og var mikil spenna um efstu sæti.

Efstu pör:

1. Þröstur Ingimarsson - Ragnar Jónsson                 62,3%
2. Ísak Örn Sigurðsson - Guðmundur Baldursson    61,6%
3. Guðlaugur Sveinsson - Sveinn Rúnar Eiríksson    54,3
4. Kjartan Ingvarsson - Halldór Úlfar Halldórsson   54,2%
5. Halldór Svanbergsson - Guðlaugur Bessason       52,5%
6. Torfi Rúnar Kristjánsson - Hjálmar S. Pálsson      52,4%

NEMEL 2007
3-Sveinn Rúnar Eiríksson - Guðlaugur Sveinsson, 1-Þröstur Ingimarsson -Ragnar Jónsson,
2-Ísak Örn Sigurðsson - Guðmundur Baldursson
 

5.6.2007

Nýtt húsnæði B.A. !

Bridgefélag Akureyrar er komið í nýtt og magnað húsnæði og Sumarbridge er hafið af krafti.

1.6.2007

Guðrún og Unnar Atli unnu 17 para tvímenning með 60,8% skor

Guðrún Jóhannesdóttir og Unnar Atli Guðmundsson unnu einskvölds tvímenning í Sumarbridge með 60,8%. Næstir voru Páll Valdimarsson og Eiríkur Jónsson með 59,7% og Eggert Bergsson og Baldur Bjartmarsson með 59,2%.

Heimasíða Sumarbridge 2007

23.5.2007

Sumarbridge: 3 pör með yfir 60% skor!!

Ólöf Þorstensdóttir og Hanna Friðriksdóttir unnu mjög nauman sigur á Sigrúnu Pétursdóttur og Unnari Atla Guðmundssyni. Munurinn í lokin var 0.6 stig. 1.1 stigi neðar voru svo Arngunnur Jónsdóttir og Guðrún Jóhannesdóttir. Minni gat munurinn varla verið á efstu pörum.

Skoðið öll úrslit og upplýsingar á Heimasíðu Sumarbridge 2007

22.5.2007

Sumarbridge 2007: Guðlaugur og Halldór með hæsta skor sumarsins!!

Guðlaugur Bessason og Halldór Svanbergsson náðu hæsta skori sumarsins, 63,7% miðvikudaginn 21. maí. Næstir voru Baldur Bjartmarsson og Óli Björn Gunnarsson með 60,7%.

Heimasíða Sumarbridge 2007

17.5.2007

Árni og Gísli fyrstu sigurvegarar Sumarbridge 2007!!

Árni Guðbjörnsson og Gísli Guðjónsson unnu fyrsta spilakvöld Sumarbridge 2007 með 59,9% skori. Næstir voru Unnar Atli Guðmundsson og Jóhannes Guðmannsson með 55,1% og síðan var 1 stig á milli sæta niður í 6. sæti.

Heimasíða Sumarbridge 2007

10.5.2007

Topp 16 einmenningur B.A. og aðalfundur

Topp 16 einmenningur B.A.
 
Síðastliðinn þriðjudag fór fram einmenningur þar sem þeir 16 spilarar reyndu með sér sem flest bronsstig höfðu fengið um veturinn.

10.5.2007

Miðvikudagsklúbburinn: Soffía og Hrafnhildur unnu 23 para tvímenning

Soffía Daníelsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir unnu lokakvöld hjá Miðvikudagsklúbbnum með 60,.6% skor. Þær fengu gjafabréf hjá veitingahúsinu Lauga-Ás í verðlaun. Það var vel við hæfi að Hrafnhildur ynni því hún var einnig stigahæsti kvenspilarinn ársins hjá Miðvikudagsklúbbnum með 160 bronsstig og fær hún gjafabréf hjá Sævari Karli að launum. Halldór Þorvaldsson var stigahæsti spilari ársins með 201 bronsstig og fær hann einnig gjafabréf hjá Sævari Karli.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

8.5.2007

Bötlerinnslætti lokið

 

Sjá má lokaniðurstöðuna hér

8.5.2007

Topp 24 einmenningur BR - Lokakvöld BR

Einmenningur fyrir 24 bronsstigahæstu spilara BR yfir veturinn fór fram þriðjudaginn 8.maí. Michelle bar fram miklar kræsingar og allir skemmtu sér hið besta.
Spilaður var bötler og þar sem óvenju mikið var um slemmuspil urðu miklar sviptingar í toppbaráttunni. Úrslit réðust í síðasta spilinu þar sem stóðu 7 lauf en sá samningur náðist á helmingi borða. Hermann Friðriksson stóð uppi sem sigurvegari og fékk utanlandsferð frá Sumarferðum að launum.
Efstu spilarar:

1. Hermann Friðriksson       45
2. Símon Símonarson           43
3. Sveinn Þorvaldsson         34
4. Björgvin Már Kristinsson  33
5. Ómar Olgeirsson              33
6. Gísli Steingrímsson           26

Öll spil og úrslit má finna hér

Einmenningur
2. Símon Símonarson, 1. Hermann Friðriksson, 3. Sveinn R. Þorvaldsson

3.5.2007

Miðvikudagsklúbburinn: Halldór og Magnús unnu enn og aftur!

Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson unnu 12 para tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum með 59,4% skor. Næstu pör voru Erla Sigurjónsdóttir - Sigfús Þórðarson með 58,7% og Gróa Guðnadóttir - Unnar Atli Guðmundsson með 58,6%.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

2.5.2007

Aðaltvímenningur BR og topp 24 einmenningur

Bræðurnir Hrólfur og Oddur Hjaltasynir skoruðu grimmt síðasta kvöldið í aðaltvímenningi BR og sigruðu af öryggi. Fróðir menn telja að ekkert par hafi unnnið aðaltvímenning BR jafn oft og þeir bræður!! Lokakvöld BR verður 8.maí þar sem 24 efstu spilarar vetrarins í bronsstigum spila einmenning með veglegum verðlaunum.

Efstu pör urðu eftirtalin:

1. Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason                                        60,7%
2. Guðmundur Baldursson - Steinberg Ríkarðsson                      56,7%
3. Vilhjálmur Sigurðsson - Jón Ingþórsson/Sigurbjörn Haralds    54,0%
4. Rúnar Einarsson - Haraldur Gunnlaugsson                              52,6%
5. Ómar Olgeirsson - Kristján Blöndal/Ragnheiður Nielsen           52,1%
6. Gylfi Baldursson - Arnar Geir Hinriksson                                   52,0%

Aðaltví
2.sæti: Steinberg Ríkarðsson-Guðmundur Baldursson, 1.sæti: Oddur Hjaltason-Hrólfur Hjaltason

Næsta föstudagskvöld telur með í bronsstigum vetrarins svo enn er von fyrir þá sem ekki eru búnir að tryggja sig inn á topp 24 listann sem gefur þátttökurétt í einmenningnum næsta þriðjudag. Ef einhver getur ekki mætt þá er farið niður listann svo þeir sem eru rétt fyrir neðan 24.sætið eiga ágæta möguleika að spila með. Haft verður samband við þá.

Nánar bridge.is/br

26.4.2007

Alfreðsmót og Norðurlandsmót

Miklar sviftingar urðu á lokakvöldi Alfreðsmótsins í impatvímenningi en þegar reykurinn hafði dreift sér höfðu Hermann og Stefán tekið mikið hástökk og náð hæsta skori allra fyrir stakt kvöld sem dugði þeim til sigurs.

26.4.2007

Miðvikudagsklúbburinn: Magnús og Halldór með 65,5% skor í 20 para tvímenning

Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson unnu einskvölds tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum með glæsilegu skori, 65,5%. Í 2. sæti urðu Óttar Ingi Oddsson og Sigurður Björgvinsson með 61,5%. Nokkur ný pör úr Bridgeskólanum mættu til leiks og fengu forgjöf í hverri umferð. Það mæltist vel til og var mikil ánægja bæði hjá reyndari pörunum og þeim nýju!

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

19.4.2007

Bridgefélag Hafnarfjarðar heldur sína lokakeppni á þessu starfsári næsta mánudag 23. Apríl.

Það er sérstaklega mikilvægt að þeir sem koma með í keppnisferðina til Spánar mæti því farið verður yfir ferðatilhögun og fleira.

Spilaður verður eins kvölds tvímenningur að því loknu.

 

 

18.4.2007

Halldór Svanbergsson og Guðlaugur Bessason með 65,1% skor!!

Halldór Svanbergsson og Guðlaugur Bessason gerðu sér lítið fyrir og náðu 65,1% skori í Miðvikudagsklúbbnum. Þeir voru 5% á undan næsta pari, Halldóri Ármannssyni og Gísla Sigurkarlssyni,  sem þó fengu 60,1%  skor. Þar sem spilaður var Monrad-Barómeter. Í 3. sæti voru Gabríel Gíslason og Ísak Örn Sigurðsson. Efsta parið fékk glæsilegar ostakörfur frá Osta og Smjörsölunni, og 2. sætið helgarsteikur frá SS. Hafliði Baldursson og Sigurður Ingi Sigmarsson fengu konfekt í aukaverðlaun.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

18.4.2007

Alfreðsmót B.A.

Alfreðsmót B.A.
 
Nú er impamótið komið vel á veg en annað kvöld keppninnar einkenndist af miklum sveiflum og nokkur pör skutust á toppinn þó Pétur og Björn hafi með góðum endaspretti náð dágóðu forskoti.

11.4.2007

Alfreðsmótið hafið

Síðasta stóra mót vetrarins er hafið hjá Bridgefélagi Akureyrar
en það er Alfeðsmótið í impatvímenningi sem er eitt af skemmtilegri mótunum að margra mati.

3.4.2007

Einmenningsmeistari B.A. 2007

Einmenningsmeistarinn 2007
 
Þriðjudaginn 3.apríl fór fram þriðja og síðasta kvöldið í einmenningi B.A. þar sem úrslit réðust.

30.3.2007

Eimenningur B.A. stendur yfir

Nú er lokið tveimur kvöldum af þremur í einmenningskeppni félagsins.

28.3.2007

Aðalsveitakeppni BR

Grant Thornton gaf ekkert eftir síðasta kvöldið í aðalsveitakeppni BR og sigraði af öryggi. Í sveitinni spiluðu Hrólfur Hjaltason, Oddur Hjaltason, Ísak Örn Sigurðsson, Sveinn Rúnar Eiríksson, Steinar Jónsson, Jónas P. Erlingsson og Hrannar Erlingsson.
Mikil spenna var um næstu sæti en lokastaða efstu sveita varð:

1. Grant Thornton                187
2. Garðar og vélar                171
3. Málning                             169
4. Skeljungssveitin                168
5. Hermann Friðriksson         168
6. Eykt                                  168

Næsta þriðjudag verður eins kvölds páskatvímenningur, nóg af páskaeggjum í verðlaun,mmmmm !
Aðaltvímenningur BR hefst svo þriðjudaginn eftir páska.
Minnt er á bronsstigakeppni BR en 24 efstu spilurum vetrarins verður boðið í veglegan einmenning í vor. Staða efstu spilara í bronsstigakeppninni:

1 Ómar Olgeirsson 546
2 Kristján Blöndal 380
3 Sveinn Rúnar Eiríksson 310
4 Ísak Örn Sigurðsson 288
5 Símon Símonarson 271
6 Hermann Friðriksson 261


Nánar á bridge.is/br

22.3.2007

Miðvikudagsklúbburinn: Gunnlaugur og Hermann með 64,9% skor

Gunnlaugur Sævarsson og Hermann Friðriksson skutu 20 pörum aftur fyrir sig og unnu sér inn gjafabréf á veitingastaðinn Lauga-Ás með góðu skori, 64,9%. Næstir voru Guðlaugur Sveinsson og Sveinn Þorvaldsson með 60,8%. Þeir fengu helgarsteikur frá SS. Erla Sigvaldadóttir og Lovísa Jóhannsdóttir og Anton Haraldsson og Magnús Orri Haraldsson voru dregin út og fengu bækur, penna og könnur.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

21.3.2007

Halldórsmóti B.A. lokið

Halldórsmóti lokið
 
Nú þegar íslenskir bridgespilarar gera sig klára fyrir undanúrslitin þá lauk þriggja kvölda Halldórsmóti í Board-a-Match sveitakeppni hjá Bridgefélagi Akureyrar. Sveit Sparisjóðs Norðlendinga landaði sigrinum eftir að hafa leitt nánast allan tímann.

19.3.2007

Bridgefélag Breiðfirðinga

Mikið fjör var í Breiðfirðingabúð 18.mars þar sem hvorki fleiri né færri en 32 pör tóku þátt í tvímenning. Kristján Albertsson og Guðjón Garðarsson stóðust allar árásir á efsta borði og sigruðu.

Úrslit 8.mars 2007

Brei-18.mars 2007
Kristján Albertsson og Guðjón Garðarsson sigruðu og fengu þar með stærstu
páskaeggin, til hamingju!

Spilað er öll sunnudagskvöld og hefst spilamennska kl. 19:00.
Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.

Allar nánari upplýsingar veitir Sturlaugur Eyjólfsson í símum:
hs: 555-4952
gsm: 569-7338

Allir spilarar eru velkomnir.

Sjá heimasíðu Bridgedeildar Breiðfirðinga hér

 

18.3.2007

Reykjanesmótið í tvímenningi

Mikil spenna var í Reykjanesmótinu í tvímenningi sem fram fór í Kópavogi 17.mars. 24 pör spiluðu og komast 18 efstu pörin í úrslit á Íslandsmótinu.
Páll Þórsson og Stefán G. Stefánsson sigruðu með 1 stigi meira en Sveinn Rúnar Eiríksson og Hrannar Erlingsson. Í þriðja sæti voru Gísli Steingrímsson og Sveinn Þorvaldsson. Dröfn Guðmundsdóttir og Ásgeir Ásbjörnsson voru í 4.sæti og eru Reykjanesmeistarar í tvímenningi 2007 þar sem 3 efstu pörin eru úr öðrum kjördæmum.

Sjá lokastöðu og öll spil hér

Reykjaneství2007-1-3
3. Gísli Steingrímsson-Sveinn Þorvaldsson; 2. Hrannar Erlingsson-Sveinn R. Eiríksson
1. Ísak Örn Sigurðsson(leysti Stefán G. Stefánsson af í 2 umferðir)-Páll Þórsson

Reykjanestvímeistarar2007
Reykjanesmeistarar Ásgeir Ásbjörnsson og Dröfn Guðmundsdóttir

 

14.3.2007

Miðvikudagsklúbburinn: Hallgrímur og Guðni Hallgrímssynir unnu 20 para tvímenning

Hallgrímur og Guðni fengu 59,6% og fengu helgarsteikur frá SS í verðlaun. Magnús Sverrisson og Jörundur Þórðarson voru í 2. sæti með 58,1%. Þeir fóru heim með konfektkassa og Rúbín kaffi frá O.Johnsen og Kaaber. Guðlaugur Sveinsson, Ingibjörn Ottesen, Gauti Gíslason og Þrándur Ólafsson voru dregin út og fengu bridgekönnur og bridgepenna.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

14.3.2007

Inda Hrönn Björnsdóttir sigraði í einmenningskeppni BH með 62.5% skor

Einmenningur BH 12.mars var vel heppnaður og spennandi allt til síðasta spils enda góð verðlaun í boði.

1. sæti 10.000
2. sæti 6.000
3. sæti 4.000

Inda Hrönn Björnsdóttir og Vilhjálmur Sigurðsson jr skiptust um að halda forystunni allan tímann en í lokaspilunum hafði Inda betur og lokastaðan varð...Bf. Hafnarfjarðar

12.3.2007

REKJANESMÓT Í TVÍMENNINGI

Reykjanesmótið í tvímenning  verður haldið í Þinghóli Hamraborg 11 Kópavogi næsta laugardag,17.mars kl. 10:00. Skráning hjá Lofti í s. 897 0881, Erlu s. 659 3013 og Kjartani s. 421 2287. Skráningarfrestur til fimmtudags 15.mars. Þátttökugjald 4000.- á par. Spiluð verða a.m.k. 60 spil, nánara fyrirkomulag fer eftir þátttöku .

Athugið að þetta er síðasta svæðamótið og þeir sem ekki hafa unnið sér rétt í úrslit á Íslandsmótinu eiga enn möguleika! 3/4 hluti para úr hverju svæðamóti kemst í úrslit og leyfilegt er að keppa í fleira en einu svæðamóti.

10.3.2007

Reykjavíkurmótið í tvímenningi

Nú er lokið Reykjavíkumótinu í tvímenningi.
Ásmundur Pálsson og Guðmundur Páll Arnarson urðu Reykjavíkurmeistarar.

Sjá öll úrslit

Rvkmót tví 2007
2.sæti-Kristján B. Snorrason og Alda Guðnadóttir, 1.sæti- Guðmundur Páll Arnarson
og Ásmundur Pálsson, 3.sæti- Símon Símonarson og Páll Valdimarsson.

7.3.2007

Miðvikudagsklúbburinn: Hermann og Gunnlaugur unnu sér inn ostakörfu!!

Hermann Friðriksson og Gunnlaugur Sævarsson unnu sér inn glæsilegar ostakörfur frá Osta og Smjörsölunni. Þeir fengu +41 sem jafngildir 60,5% skori. Næst komu Inda Hrönn Björnsdóttir og Grímur Kristinsson og nældu þau sér í sitthvora helgarsteikina frá SS. Elva Díana Davíðsdóttir, Hrefna Jónsdóttir, Sveinn Ragnarsson og Runólfur Guðmundsson lakkrís frá Sambó í útdráttarverðlaun.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

6.3.2007

Halldórsmót B.A.

Hið árlega Halldórsmót er hafið hjá B.A.  en það er Board-a-Match sveitakeppni.

6.3.2007

Einmenningur með góðum verðlaunum hjá BH

Næsta keppni BH er eins kvölds einmenningur með ríkulegum verðlaunum:

1. sæti 10.000
2. sæti 6.000
3. sæti 4.000

Bridgefélag Hafnarfjarðar spilar á mánudögum kl. 19:30 í Hampiðjuhúsinu, Flatahrauni 3. (Hraunsel)
Upplýsingar veitir Hafþór í s. 899-7590

6.3.2007

Guðni og Loftur sigruðu örugglega hjá Bridgefélagi Hafnarfjarðar

Guðni Ingvarsson og Loftur Pétursson urðu langefstir í þriggja kvölda Butler keppni BH. Keppnin var skemmtileg og sviptingasöm og keppendur ruku upp og niður töfluna á hverju kvöldi. Staða efstu para er annars hér.

4.3.2007

Ríkharður og Þröstur Suðurlandsmeistarar í tvímenning 2007

Suðurlandsmótið í tvímenning var haldið 3. mars í Tryggvaskála. Í mótinu tóku 16 pör þátt og Suðurlandsmeistarar urðu Ríkharður Sverrisson og Þröstur Árnason. Í öðru sæti urður Krisjtán Már Gunnarsson og Helgi Grétar Helgason og í þriðja sæti urðu Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson. Alls unnu 12 pör sér inn rétt til að spila á Íslandsmótinu í tvímenning þann 21. og 22. apríl nk. Nánar má finna um úrslitin hér.

28.2.2007

Miðvikudagsklúbburinn: Alda og Stefanía unnu með 62,6%

Alda Guðnadóttir og Stefanía Sigurbjörnsdóttir unnu sér inn gjafabréf á veitingastaðinn Lauga-Ás með glæsilegum sigri hjá Miðvikudagsklúbbnum. Sigfús Þórðarson og Guðni Ingvarsson náðu 2. sæti með 57,3% og fengu að launum úttekt hjá SS og gjafabréf hjá Lauga-Ás. Jón Jóhannsson og Friðrik Jónsson og Hulda Hjálmardóttir og Andrés Þórarinsson voru dregin út og fengu bridgepenna, bridgekönnur og kaffikort.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

28.2.2007

Guðni Ingvarsson og Loftur Pétursson leiða í Butlerkeppni BH

Guðni Ingvarsson og Loftur Pétursson hafa náð góðri forustu í Butler keppni BH með 92 impa í plús.
Næstu pör eru með 63 í plús eða minna. Sjá heimasíðu BH

28.2.2007

Heilsuhornstvímenning lokið hjá B.A.

Heilsuhornstvímenning lokið
 
Hermann Huijbens og aðrir eigendur Heilsuhornsins hafa undanfarin ár styrkt eitt mót hjá B.A. með glæsilegum vinningum  en því er nýlokið.

23.2.2007

Aðalsveitakeppni BR hefst næsta þriðjudag

Næsta þriðjudag, 27. febrúar, hefst 5 kvölda aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur. Spilaðir verða tveir 16 spila leikir á kvöldi. Spilað er að venju í Síðumúla 37 og hefst spilamennska kl. 19:00.
Minnt er á að 24 bronsstigahæstu spilurum BR yfir veturinn verður boðið í veglegan einmenning í vor. Hægt er að moka inn ansi mikið af bronsstigum í aðalsveitakeppninni svo ekki þarf að örvænta þó menn séu ekki ennþá inni á topp 24.

Sveitir eru hvattar til að skrá sig fyrirfram á keppnisstjori@bridgefelag.is. Einnig er hægt að skrá á staðnum en betra að mæta tímanlega. Sjá nánar á bridge.is/br.

21.2.2007

Miðvikudagsklúburinn: Guðrún Jörgensen og Guðlaugur unnu gjafabréf á Lauga-Ás

Guðrún Jörgensen og Guðlaugur Sveinsson unnu kvöldið með 1 stigi meira en Magnús Sverrisson og Halldór Þorvaldsson. Guðrún og Guðlaugur unnu sér inn gjafabréf á Lauga-Ás og Magnús og Halldór fengu gjafabréf hjá SS. Unnar Atli og Jón Viðar voru dregnir út og fengu nýlagaðan lakkrís frá lakkrísgerðinni Sambó.

Guðlaugur Sveinsson er hæstur karlmanna í bronsstigakeppninni og Hrafnhildur Skúladóttir leiðir keppni kvenmanna. Hæsti spilari í hvorum flokki fær gjafabréf hjá Sævari Karli.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

Bronsstigakeppni Miðvikudagsklúbbsins

7.2.2007

Miðvikudagsklúbburinn: Guðni Ingvarsson og Guðlaugur Bessason með 64,7% skor!

Guðni Ingvarsson og Guðlaugur Bessason unnu sér inn glæsileg gjafabréf með góðu skori í Miðvikudagsklúbbnum. Þeir voru efstir með 64,7%. Næstir voru Halldór Ármannsson og Gísli Sigurkarlsson með 62,5% og fengu þeir hágæða plastbspil og glaðining frá Sambó. Ingibjörg Ottesen, Guðlaugur Sveinsson, Emma Axelsdóttir og Davíð Lúðvíksson fengu glaðning frá Sambó í aukaverðlaun.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

6.2.2007

Sveit Högna Friðþjófssonar sigraði mjög örugglega hjá Bridgefélagi Hafnarfjarðar

Lokastaðan eftir 7 umferðir ( 4 efstu) :

1. Högni Friðþjófsson          145
2. Guðlaugur Bessason       120
3. Hulduherinn                    113
4. Hrund Einarsdóttir          104

Sannarlega glæsilegur árangur hjá sveit Högna.
Með Högna spiluðu: Einar Sigurðsson, Friðþjófur Einarsson og Guðbrandur Sigurbergsson

Sjá einnig Bf. Hafnarfjarðar

6.2.2007

BR - 3ja kvölda bötler

Mikil spenna var fyrir síðustu umferð í bötlertvímenningi BR en 4-5 pör áttu möguleika á að vinna. Daníel Már Sigurðsson og Stefán Jóhannsson fengu góða setu og stóðu uppi sem sigurvegarar.

1. Daníel Már Sigurðsson - Stefán Jóhannsson           134
2. Jónas P. Erlingsson - Hrólfur og Oddur Hjaltasynir 129
3. Vignir Hauksson - Helgi Bogason                              116
4. Ómar Olgeirsson - Kristján Blöndal                          108
5. Esther Jakobsdóttir - Alda Guðnadóttir                   100
6. Helgi Jóhannsson - Guðmundur Sv. Hermannsson   97

bötlertví

Þriðjudagana fyrir og eftir Bridgehátíð verða spilaðir eins kvölds tvímenningar en samanlagt skor telur til verðlauna. Nánar: bridge.is/br

30.1.2007

Högni Friðþjófsson leiðir hjá Bridgefélagi Hafnarfjarðar

Sveit Högna Friðþjófssonar leiðir örugglega hjá Bridgefélagi Hafnarfjarðar með 97 stig eftir 5 leiki af 7. Tveir leikir eru eftir. Sjá ennfremur Bf. Hafnarfjarðar

29.1.2007

Reykjanesmótið í sveitakeppni

Reykjanesmótið í sveitakeppni fór fram nú um helgina, 27. -28. janúar. Sveit Sparisjóðs Keflavíkur sigraði nokkuð örugglega.
Spilarar í sveit Sparisjóðsins voru Garðar Garðarsson, Arnór Ragnarsson, Karl G. Karlsson, Gunnlaugur Sævarsson, Jóhannes Sigurðsson og Guðjón Jensen.
5 efstu sveitir komast áfram á Íslandsmót.

1 Sparisjóður Keflavíkur 137
2 Allianz 129
3 Högni Friðþjófsson 116
4 Vinir 104
5 Erla Sigurjónsdóttir 98
6 Conis 96
7 Halldóra Magnúsdóttir 85
8 Landsvirkjun 66

Nánar um mótið hér á heimasíðu mótsins

23.1.2007

Suðurlandsmótið í sveitakeppni - úrslit

Frá Bridgesambandi Suðurlands

Suðurlandsmótið í sveitakeppni var haldið helgina 20. – 21. janúar sl. Spilað var að Þingborg og mættu 8, sveitir til leiks, þar af 2 sveitir sem ekki kepptu um réttinn til að spila á Íslandsmótinu.

Úrslitin urðu þessi:

1.    MS Selfossi                        Umf. Selfoss              147

2.    Tryggingamiðstöðin             Umf. Selfoss              123

3.    Höskuldur Gunnarsson         Gestir á HSKmóti        115

22.1.2007

Bötlertvímenningur að byrja í BR á morgun!

Þriggja kvölda bötlertvímenningur hefst á morgun, þriðjudaginn 23. janúar. Tilvalið að æfa vel fyrir Bridgehátíð sem er um miðjan febrúar.
Minnt er á að 24 bronsstigahæstu spilarar vetrarins(þriðjudaga+föstudaga) komast í veglegan lokaeinmenning í vor! 

Sjá vordagskrá BR hér     Heimasíða BR

22.1.2007

Svæðamót Reykjaness í sveitakeppni næstu helgi!

Svæðamót Reykjaness í sveitakeppni fer fram næstu helgi, 27.-28. janúar. Spilað er í Kópavogi, nánar tiltekið Þinghóli, Hamraborg 11. Spilamennska hefst á laugardag kl. 11:00.

5 sveitir komast áfram á Íslandsmót í sveitakeppni 2007.
Nánari upplýsingar - Kjartan Ólason 421-2287 og Erla Sigurjónsdóttir 659-3013. Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 23. janúar.

22.1.2007

Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 2007

Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni lauk um síðustu helgi. Þrjár sveitir háðu harða baráttu um titilinn en á lokasprettinum reyndist Eyktarsveitin sterkust og varði þar með titilinn.
Reykjavíkurmeistarar 2007 eru: Jón Baldursson - Þorlákur Jónsson, Aðalsteinn Jörgensen - Sverrir Ármannsson, Bjarni Einarsson - Sigurbjörn Haraldsson. Til hamingju kappar!

Rvkmót - 1sæti
1.sæti: Eykt - Sigurbjörn Haraldsson, Þorlákur Jónsson, Bjarni Einarsson, Jón Baldursson
Einnig spiluðu í sveitinni Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Ármannsson.

13 efstu sveitirnar vinna sér rétt í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni
Lokastaðan:

1 Eykt 337
2 Grant Thornton 325
3 Karl Sigurhjartarson 324
4 Björn Eysteinsson 300
5 Sölufélag garðyrkjumanna 290
6 Málning 285
7 Garðs apótek 283
8 Garðar & vélar 263
9 Myndform 259
10 Lekta 255
11 VÍS 237
12 Esja kjötvinnsla 235
13 Eðvarð Hallgrímsson 234
14 undirfot.is 221
15 Plastprent 193
16 Jóhann Sigurðarson 174
17 Eggið 158
18 Birta 147

Nánar á heimsíðu Reykjavíkurmótsins

18.1.2007

Akureyrarmót í sveitakeppni

Eftir eftir tvö kvöld af fimm , eða 4 umferðir, í Akureyrarmótinu í sveitakeppni eru línur eitthvað farnar að skýrast.

17.1.2007

Miðvikudagsklúbburinn: Emma og Davíð með 64,6% skor!!

Emma Axelsdóttir og Davíð Lúðvíksson unnu öruggan sigur með +49 sem jafngildir 64,6% skori. Þau fengu glæsileg gjafabréf hjá Veitingastaðnum Lauga-Ás. 2. sætið féll í skaut Gunnlaugs Sævarssonar og Hermanns Friðrikssonar sem voru með 57,7% skor. Þeir fengu Mosart kúlur og Rúbín kaffi frá O.Johnsen og Kaaber. Magnús Sverrisson og Jörundur Þórðarson voru dregnir út og fengu belgíska konfektkassa fá O.Johnsen og Kaaber.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

17.1.2007

Vordagskrá BR

Fyrsta keppni Bridgefélags Reykjavíkur á nýju ári er þriggja kvölda bötlertvímenningur. Hefst næsta þriðjudag, 23. janúar. Tilvalin æfing fyrir Bridghátíð  Sjá vordagskrána hér

Hægt að skrá sig hér

17.1.2007

Reykjavíkurmótið í sveitakeppni

Reykjavíkurmótið í sveitakeppni er nú í fullum gangi og eru búnar 11 umferðir af 17. Mótið klárast næstu helgi, 20.-21. janúar. Grant Thornton hefur sýnt mikinn stöðugleika og hefur tekið góða forystu en núverandi Reykjavíkurmeistar og Íslandsmeistar í sveit Eyktar eygja enn von um að verja titilinn. Mikil barátta er hjá nokkrum sveitum að halda sér meðal 13 efstu því það er kvóti Reykjavíkur á Íslandsmót. Sjá nánar á bridge.is.

Staðan:

1 Grant Thornton 232
2 Eykt 212
3 Málning 199
4 Karl Sigurhjartarson 198
5 Björn Eysteinsson 187
6 Sölufélag garðyrkjumanna 185
7 Myndform 184
8 Garðs apótek 176
9 Garðar & vélar 167
10 VÍS 161
11 Esja kjötvinnsla 150
12 Lekta 144
13 undirfot.is 142
14 Eðvarð Hallgrímsson 137
15 Plastprent 132
16 Jóhann Sigurðarson 116
17 Birta 106
18 Eggið 103

 

 

8.1.2007

HSK mótið - úrslit

Sjá úrslit úr HSK mótinu hér


HSK mótið í tvímenning fer fram í Tryggvaskála á Selfossi 4.janúar kl. 19:30. Skráning hjá Garðari í síma 862-1860 og Ómari í síma 869-1275.

7.1.2007

Suðurlandsmótið í sveitakeppni

Suðurlandsmótið í sveitakeppni verður haldið helgina 20. – 21. janúar. Spilastaður verður sennilega Þingborg. Ásamt Suðurlandsmeistaratitlinum, verður keppt um 4 sæti á Íslandsmótinu í sveitakeppni, og einnig fær sigursveitin kost á því að keppa fyrir hönd HSK á Landsmóti UMFÍ í Kópavogi í sumar, ef spilarar sveitarinnar uppfylla þátttökuskilyrði.

Skráningarfrestur rennur út fimmtudagskvöldið 18. janúar, og við skráningu taka Ólafur Steinason í síma 898 6500 eða tölvupósti ost@ms.is og Garðar Garðarsson í síma 862 1860.

 

4.1.2007

FÖSTUDAGSBRIDGE BYRJAR 12. JANÚAR

Föstudagsbridge hefur starfsemi sína 12. janúar.

Sjá úrslit úr föstudagsbridge hér

4.1.2007

Miðvikudagsklúbburinn: Soffía og Hrafnhildur byrja árið vel!

Soffía Daníelsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir unnu 18 para tvímenning á 1. spilakvöldi Miðvikudagsklúbbsins. Þær skoruðu 58,5%. Hálfu prósentustigi meira en Halldór Úlfar Halldórsson og Páll Þórsson.

Efsta parið vann sér gjafabréf á veitingahúsið Lauga-Ás og 2. sætið fékk glæsilegt settt af plastspilum. Svo voru Magnús Sverrisson og Jörundur Þórðarson dregnir út og fengu gjafaúttekt hjá SS.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

3.1.2007

Nýárstvímenningur B.A.

Nýárstvímenningur B.A.
 
Þriðjudaginn 2. janúar fór fram eins kvölds tvímenningur hjá Bridgefélagi Akureyrar, með þáttöku 16 para, til að koma spilurum í gang eftir hátíðarnar.

3.1.2007

Miðvikudagsklúbburinn: Fyrsta spilakvöld ársins 2007!

Fyrsta spilakvöld Miðvikudagsklúbbsins er 3. janúar og byrjar spilamennska kl. 19:00

Notast verður við BridgeMate og spiluð forgerin spil.

Allir spilarar velkomnir!

3.1.2007

Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 2007 hefst næsta þriðjudag

Reykjavíkurmótið í sveitakeppni fer fram 9.janúar - 21.janúar. Mótið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Allir við alla 16 spila leikir. Kvóti Reykjavíkur á Íslandsmót er 13 sveitir. Keppnisgjald á sveit er 26.000 kr. Keppnisstjóri er Eiríkur Hjaltason.

Sjá má dagskrána hér miðað við 18 sveitir - nánar auglýst síðar.

Hægt að skrá sig hjá BSÍ í síma 587-9360 og einnig hér

3.1.2007

Bridgehátíð í Borgarnesi um helgina

Bridgehátíð Vesturlands 2007

 

Hótel Borgarnes 6. og 7. janúar 2007

 

Laugardagur kl. 11:00 – 18:30 Sveitakeppni, Monrad 8 sp.leikir

Kr. 8.000 á sveit

 

Verðlaun:

 

1. sæti 70.000

2. sæti 40.000

3. sæti 20.000

 

Sunnudagur kl. 11:00 – 18:00 Tvímenningur, Mitchel 2 lotur (samtals 48 spil)

Kr. 4.000 á par

 

Verðlaun:

 

1. sæti 70.000

2. sæti 40.000

3. sæti 20.000

 

Skráning á bridge.is og á staðnum.

 

Gisting og veitingar á tilboðsverði. Upplýsingar í síma 437-1119 (Hótel Borgarnes)

 

Nánari upplýsingar í síma 896-6613 eftir kl. 18:00


Viðburðadagatal


Hverjir spila í dag


Olís

Slóð:

Félög

Myndir


Auglýsing