Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

31.1.2010

3. kvöld akureyrarmóts lokiđ

3. kvöld akureyrarmóts lokið

29.1.2010

Bridgefélag Rangćinga

Aðalsveitakeppni 3. Kvöld
Ţriðji í aðalsveitakeppni Rangæinga leið hjá núna síðastliðinn þriðjudag.  Með nokkuð öruggum sigri í sínum leik náðu Magnúsar og félagar að halda fyrsta sætinu í sveitakeppninni en hinar sveitirnar fylgja fast á eftir.  Bræðurnir Svavar og Örn spiluðu eins og kóngar og rúlluðu upp tvímenningnum í þetta sinn.  Þeir nældu sér í 62 stig en þeir sem næsti koma skriðu í 50.  Hér má sjá nánari úrslit.

26.1.2010

Bridgefélagi Rangćinga

Annað kvöldið í aðalsveitakeppni Rangæinga fór fram síðastliðin þriðjudag þ.e. 19.01.  Eins of fyrr eru sveitir allar jafnar og aðeins 12 stig sem skilja efstu sveitina frá þeirri neðstu.  Því er ljóst að menn verða halda rétt á stokknum.  Af tvímenning er það að frétta að þeir bræður Bergur og Sigurjón stóðu framúr hvað það varðar og voru langt fyrir ofan næstu menn.  Nánari úrslit má sjá hér.

25.1.2010

Ţriggja kvölda tvímenningi lokiđ hjá BK

Leifur og Gísli sigurvegarar í þriggja kvölda tvímenningi Bridgefélags Kópavogs.

23.1.2010

Bridgefélag Selfoss

Guðmundur Þór og Sigfinnur töku forystu eftir annað kvöld Sigfúsarmótsins á Selfossi. Hægt er að sjá stöðuna í mótinu hér.

Ekki verður spilað næstkomandi fimmtudagskvöld vegna bridgehátíðar.

21.1.2010

Akureyrarmót í Sveitakeppni – annađ kvöld

Akureyrarmót í Sveitakeppni – annað kvöld

19.1.2010

Úrslit Reykjavíkurmóts í sveitakeppni 2010

Sveit HF verðbréfa er Reykjavíkurmeistari í sveitakeppni 2009 með 337 stig

Í sveitinni spiluðu,  Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson,Aðalsteinn Jörgensen, Steinar Jónsson og Bjarni Einarsson

sjá nánar hér

19.1.2010

Vordagskrá Bridgefélags Reykjavíkur

Bridgefélag ReykjavíkurŢriðjudagskvöld
Dagskrá vorið 2010

Spilamennska BR á nýju ári byrjar þriðjudaginn 26. janúar.  Spilað er í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37.   Spilamennska byrjar kl. 19:00.   Skráning á staðnum.


26. janúar               Eins kvölds tvímenningur –
ATH! Spilað á Hótel Loftleiðum!
2. febrúar               Eins kvölds tvímenningur  
 
9. febrúar               Aðaltvímenningur BR. 
4
kvölda mót.
16. febrúar             Fyrirkomulag fer eftir þátttökufjölda                
23. febrúar              
2.   mars    
             
9. mars                   Eins kvölds bötlertvímenningur

16. mars                 Aðalsveitakeppni. 5 kvöld monrad
23. mars                 16 spila leikir, tveir leikir á kvöldi.
30. mars                   
6.   apríl                 
13. apríl  
               
20. apríl                 
Eins kvölds bötlertvímenningur
27. apríl                 
Eins kvölds bötlertvímenningur
Besta samanlagða skor telur til verðlauna, ATH þetta eru kvöldin fyrir og eftir úrslit   Íslandsmóts í sveitakeppni.

4. maí(eða 11.maí) Einmenningur – topp 24 í bronsstigum vetrarins!
Eins og undanfarin ár verður 24 bronsstigahæstu spilurum vetrarins boðið í einmenning þar sem veitt verða vegleg verðlaun og boðið upp á veitingar. Verður án efa hörð keppni að komast í mótið!Góða skemmtun við spilaborðið!Heimasíða BR:   www.bridge.is/br

18.1.2010

Úrslit og stađa eftir tvö kvöld af ţremur í Kópavogi

Fimmtudaginn 14.janúar var spilað annað kvöldið í þriggja kvölda tvímenning Bridgefélags Kópavogs.

Guðmundur Pétursson og Sigurjón Þór Tryggvason tóku hörku skor um kvöldið og söxuðu verulega á efsta parið.

18.1.2010

Reykjavíkurmót í sveitakeppni 2010 í fullum gangi

sjá nánar á heimasíðu reykjavíkurmótsins hér

Bötlerinn er loksins kominn á netið

15.1.2010

Bridgefélag Rangćinga

Aðalsveitakeppni 1. kvöld
Síðastliðinn þriðjudag, 12.01, hófst aðalsveitakeppni félagsins. Raðað var í sveitir eftir leynilegri formúlu meistara og spilastjóra félagsins og segist hann hafa það að markmiðið að sveitirnar verði sem jafnastar.  Eftir fyrsta kvöld eru tvær sveitir jafnar í fyrsta sæti, það eru sveitir Sigurðar og Ævars.  Butlerinn er einnig reiknaður sérstaklega og eru það Torfi og Sigurður sem leiða þann lista.  Aðrir koma þétt á eftir og stefnir allt í að næstu þriðjudagskvöld verði spennandi.  Hér má sjá nánari úrslit úr.

15.1.2010

Bridgefélag Selfoss: Brynjólfur og Guđmundur efstir í Sigfúsarmótinu

Fimmtudaginn 14. janúar sl. hófst hjá félaginu 4 kvölda aðaltvímenningur félagsins, Sigfúsarmótið, sem nefnt er svo til heiðurs Sigfúsi Þórðarsyni heitnum sem lést sl. vor. Hann gaf verðlaunin í þetta mót fyrir nokkrum árum síðan. Efstir að loknu fyrsta kvöldinu eru Brynjólfur Gestsson og Guðmundur Theodórsson með 63,0 % skor. Í öðru sæti eru Ólafur Steinason og Gunnar Björn Helgason með 58,6% skor og í þriðja sæti eru Guðmundur Þór Gunnarsson og Sigfinnur Snorrason með 56,8% skor. Nánar má finna um úrslitin á ţessari síðu.

14.1.2010

Akureyrarmót í Sveitakeppni hafiđ

Akureyrarmót í Sveitakeppni hafið

14.1.2010

Akureyrarmót í Sveitakeppni hafiđ

Akureyrarmót í Sveitakeppni hafið

12.1.2010

Vetrarstarfiđ loks ađ hefjast

Mánudagskvöldið 18. janúar næstkomandi kl 20:00 í salnum í Miðhvammi er ætlunin að starta

 

11.1.2010

Miđvikudagsklúbburinn

Spilamennska fellur niður hjá Miðvikudagklúbbnum 13.janúar n.k.
Spilað verður næst miðvikuaginn 20.janúar

11.1.2010

Bridgefélag Hafnarfjarđar

Aðalsveitakeppni Bridgefélags Hafnarfjarðar heldur áfram í kvöld, 11.janúar. Eftir 4 umferðir er sveit Maríu Haraldsdóttir á toppnum. Nánar á heimasíðu B. Hafn

10.1.2010

Dagskrá Bridgefélags Kópavogs

Dagskrá BK vormisseri 2010

10.1.2010

Bridgehátíđ Borgarness úrslit

Mjög góð þátttaka var á Bridgehátíð í Borgarnesi nú umh helgina. 30 sveitir á laugardag og 42 pör á í tvímenning á sunnudag. úrslit í tvímmeningi má sjá hér 

Sveitakeppni:

1. Team Skarðshlíð           185 stig

2. Sigtryggur                    153 stig

3. Rimi                              140 stig

4. ÍBR                               139 stig

Tvímenningur:

1. Reynir Helgason - Frímann Stefánsson 58,7%

2. Birkir Jónson - Bogi Sigurbjörnsson       58,3%

3. Guðni Hallgrímson - Gísli Ólafsson         57,5%

4. Sigurjón Karlsson - Baldur Bjartmarsson 57,5%

9.1.2010

Ađalsveitakeppni Bridgefélags Hafnarfjarđar

Eitt kvöld er eftir í aðalsveitakeppninni og hörð barátta verður um annað sætið en María Haraldsdóttir er með fyrsta sætið frátekið. Sveit Guðlaugs Sveinssonar skoraði vel mánudaginn 8. febrúar og er nú í 2.sæti en margar sveitir koma stutt á eftir.
Sjá nánar á heimasíðu B. Hafn


Sveit Maríu Haraldsdóttur hefur nú 30 stiga forystu eftir 9 umferðir í aðalsveitakeppninni. Tölvustoð vann góðan sigur í 9. umferð og skaust í 2.sætið.
Seinni hluta kvölds var spilaður tvímenningur þar sem sigurvegarar fengu keppnisgjald á tvímenning Bridgehátíðar. Guðlaugur Sveinsson og Sveinn Rúnar Eiríksson sigruðu á góðum endaspretti.Sjá nánar á heimasíðu B. Hafn

ATH - Ekki verður spilað mánudaginn eftir Bridgehátíð.
 


Sveit Maríu Haraldsdóttur vann tvo góða sigra á fjórða kvöldi aðalsveitakeppninnar og hefur nú 23 stiga forystu!
Næsta mánudag, 25.janúar verður spilaður 1 leikur og stuttur tvímenningur seinni hluta kvölds þar sem verður keppnisgjald á tvímenning Bridgehátíðar í verðlaun. Ekki verður spilað mánudaginn eftir Bridgehátíð.

Sjá nánar á heimasíðu B. Hafn


Sveit Maríu Haraldsdóttir bætti stöðu sína á toppnum og hefur nú 10 stiga forystu eftir 6 umferðir af 13. Efstu sveitir:

1. 117 María Haraldsdóttir
2. 107 Tölvustoð
3. 107 Guðlaugur Bessason
4. 102 Högni Friðþjófsson
5. 101 Guðlaugur Sveinsson

Öll úrslit og bötler má sjá á heimasíðu B. Hafn.

8.1.2010

Bridgefélag Selfoss: Úrslit í HSK mótinu í tvímenning 2010

HSK mótið í tvímenning árið 2010 var haldið í Tryggvaskála 7. janúar sl. Þátttaka var góð, eða 20 pör. Spilaður var Monrad Barómeter, 7 umferðir með 4 spilum á milli para.

Sigurvegarar eftir frábæran endasprett urðu þeir Guðjón Einarsson og Kristján Már Gunnarsson með 310 stig. Í öðru sæti urðu Garðar Garðarsson og Gunnar Þórðarson með 292 stig, en þeir rétt misstu af sigri eftir að hafa leitt mótið frá byrjun. Í þriðja sæti urðu síðan Brynjólfur Gestsson og Helgi Hermannsson. Allir kepptu þeir fyrir Ungmennafélag Selfoss.

Lokastöðuna ásamt úrslit úr hverju spili má finna hér á ţessari síðu og spilagjöfin er á ţessari slóð.

 Næsta mót er aðaltvímenningur félagsins sem kallast Sigfúsarmótið, til heiðurs Sigfúsi Þórðarsyni sem lést sl. vor. Sigfús gaf verðlaunagripina sem keppt er um fyrir nokkrum árum síðan. Mótið er 4 kvöld og hefst fimmtudaginn 14. janúar.

7.1.2010

Bridgefélag Rangćinga

TOPP16 - Slátrarabikarinn
Var hinn árlegi TOPP16 einmenning var haldin síðastliðinn þriðjudag 05.01.10.   Þar er spilað um slátrarabikarinn, farandbikar sem Sláturhús Hellu hf. gaf til mótsins og var nú spilað um hann í þriðja sinn.
Björn Dúason tók forystuna snemma móts, hélt henni til loka og vann að lokum með 61,11% skori.    Hann er því nýr einmenningsmeistari félagsins og óskum við honum til hamingju með það! Nánari úrslit hér.

7.1.2010

Reykjavíkurmót í sveitakeppni: KB ráđgjöf á toppnum eftir 4 umferđir

Sveit KB ráðgjöf er á toppnum eftir 4 umferðir af 17 með 79 stig. Næstar eru sveitirnr Grant Thornton og SFG með 72 stig. Næstu leikir fara fram þriðjudaginn 12. janúar.

Heimasiða Reykjavíkurmótsins

6.1.2010

Nýárstvímenningur Bridgefélags Akureyrar

Nýárstvímenningur Bridgefélags Akureyrar

6.1.2010

Reykjanesmót í tvímenning

Reykjanesmótið í tvímenning verður spilað í félagsheimilinu Mánagrund Reykjanesbæ
laugardaginn 16.janúar og hefst kl. 11:00
Uppl. gefa Garðar í s. 893 2974, Erla s. 659 3013 og Loftur s. 897 0881

6.1.2010

Reykjavíkurmót í sveitakeppni 2010: VÍS efstir eftir 2 umferđir

Sveit VÍS er efst með 45 stig af 50 mögulegum eftir 2 umferðir af 17 í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni 2010.

Öll úrslit og butler má finna:

 Heimasíða Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni 2010

5.1.2010

Bridgefélag Kópavogs

Bridgefélag Kópavogs hefur starfsemi ársins 2010 á þriggja kvölda tvímenningi

4.1.2010

Bridgefélag Rangćinga

Jólamót 02.01
Hið árlega jólamót Rangæinga fór fram síðastliðinn laugardag (02.01).  Þátttaka var með ágætum en 23 pör mættu til leiks.  Skemmst er frá því að segja að þeir Gunnar Björn Helgason og Ómar Olgeirsson fóru með sigur af hólmi nokkuð örugglega en þeir voru 14 stigum fyrir ofan næstu menn.  Verðlaun að þessu sinni komu frá Kjarval, SS og verðlaun fyrir þriðja sætið gaf Mjólkursamsalan. Nánar um úrslit má sjá hér.

2.1.2010

Bridgehátíđ í Borgarnesi

Hin árlega Bridgehátíð Vesturlands fer fram á Hótel Borgarnesi helgina 9-10 janúar. Sveitakeppni á laugardeginum, 8 umf. átta spila leikir. Hefst kl. 10.00 stundvíslega (lokið ca. 19.30). Vinsamlegast ganga frá skráningu kvöldið áður s. 437-1119 Hótel Bgn. og 862-1794 Þórður. Keppnisgjald: 10.000,- á sveit

Á sunnudaginn er spilaður tvímenningur, monrad-barómeter og hefst kl. 10.30 og stefnt að mótslokum kl. 18.30. Skráning í sömu símanúmerum eða mæta stundvíslega á spilastað. Keppnisgjald: 5.000,- á parið.  Undanfarin ár hefur þátttaka heldur minnkað og myndum við vilja sjá betri mætingu af landsbyggðinni og þar með talið af okkar heimaslóðum, Vesturlandi. Mætum nú öll í nýárs-skapinu á fyrsta helgarmót ársins. 

Tilboð á Hótel Borgarnesi: Hádegisverður laugardag, Hátíðarkvöldverður laugardag og hádegisverður sunnudag: Kr. 5.500,- Gisting: 2ja manna herb. 9.000,- nóttin   Eins manns herb: 5.500,- nóttin

1.1.2010

Reykjavíkurmótiđ í sveitakeppni 2010

Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 2010 fer fram dagana 5. - 19. janúar.   Spilaðir verða 16 spila leikir nema að þátttaka verði of mikil til að leyfa þann fjölda spila.   Spilað verður með forgefnum spilum og verður árangur hvers pars metin í fjölsveitaútreikningi.

Hér má sjá keppendalista 

Keppnisdagar miðað við 18 sveitir (17 umferðir).

 5. janúar     umf. 1-2 
 6. janúar     umf. 3-4
12. janúar     umf. 5-6
13. janúar     umf. 7-8
16. janúar     umf. 9-12
17. janúar     umf. 13-15
19. janúar     umf. 16-17

Ef 20 sveitir skrá sig til leiks þá bætist við fimmtudagurinn 7. janúar. Ef 16 sveitir skrá sig til leiks þá dettur út miðvikudagurinn 13. janúar.

Skráningarfrestur er til 16:00 þriðjudaginn 5. janúar.

Dregið verður í töfluröð kl. 16:15 sama dag.

13 efstu sveitirnar úr Reykjavík öðlast rétt til að spila í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni 2010.

Keppnisgjald er 28000 kr. á sveit.

Tekið er við skráningu á skrifstofu BSÍ, s. 587-9360.

eða í tölvupóst bridge@bridge.is    Skráningu verður að fylgja nöfn 4 spilara í sveitinni.

Skrá sveit

Heimasíða Reykjavíkurmótsins 2010


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Bridgedeild Breiðfirðinga ,Spilað er öll sunnudagskvöld og hefst spilamennska kl. 18:30.
Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing