Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

29.10.2010

Bridgefélag Selfoss: Ólafur og Gunnar Björn taka forystu

Ţeir Ólafur Steinason og Gunnar Björn hafa forystu í Málarabutler Briddsfélags Selfoss þegar tveimur kvöldum af þremur er lokið. En skammt á hæla þeirra koma Kristján Már og Helgi Grétar og ekki þar langt á eftir Björn og Guðmundur. Þannig að það verður æsispennandi lokabarátta síðasta kvöldið sem spila verður næstkomandi fimmtudag.

Staðan í málarabutlernum.

Föstudaginn 5. nóvember koma svo félagar okkar í Briddsfélagi Rangæingar í heimsókn og spilaður verður tvímenningur.

Skráning í Rangæingarheimsókn

29.10.2010

Bridgefélag Rangćinga

Nafnarnir Magnús sigldu sigri sínum nær örugglega í höfn núna síðastliðið þriðjudagskvöld og voru fáir sem gerðu sig líklega til þess að standa í vegi fyrir þeim.  Þeir náðu 136 stigum eða 61.82% skori.  En það er frábært að geta sagt frá því að nýliðarnir okkar þeir Valtýr og Guðjón voru mjög nálægt því að næla sér í sín fyrstu bronsstig og ljóst að þarna fara um völl meistarar framtíðarinnar!  Glæsilegur árangur á strákunum þar sem þeir náðu að „velta“ sér í 6 sætið.  En með þessum frábæra árangri settu þeir marga reynda og góða spilara fyrir aftan sig sem bendir til þess að menn þurfi að setja baggaband í strenginn fyrir komandi vetur ef ekkert annað dugar.  Nánar um úrslit hér.

28.10.2010

Ţorsteinn Berg og Óskar Sigurđsson unnu Butlerinn í Kópavogi

Ţriggja kvölda butlertvímenningi Bridgefélags Kópavogs er lokið. Óskar Sigurðsson og Þorstein Berg stóðu uppi sem sigurvegarar eftir harða keppni við þá feðga Þórð Jörundsson og Jörund Þórðarson sem gáfu verulega eftir síðasta kvöldið. Annars má sjá öll úrslit á heimasíðu Bridgefélags Kópaogs þar sem heildarúrslitin eru fyrir framan nöfn spilaranna en skor og lokastaða kvöldsins eru fyrir aftan nöfnin, undir liðnum session

Næsta keppni félagsins er sveitakeppni og hefst hún næsta fimmtudag. Þeir sem ekki hafa enn myndað sveit geta snúið sér til Þórðar í síma 862-1794 og thorduring@gmail.com

21.10.2010

Feđgarnir frćknu efstir eftir tvö kvöld í Kópavogi

Feðgarnir Þórður Jörundsson og Jörundur Þórðarson eru efstir eftir tvö kvöld af þremur í Butler-keppni Bridgefélags Kópavogs. Besta skori kvöldsins náðu hinsvegar forsetinn fyrrverandi Þorsteinn Berg og makker hans, Óskar Sigurðsson. Öll úrslit má sjá á heimasiðu Bridgefélags Kópavogs þar sem heildarstaðan kemur framan við nöfn spilaranna en aftan við má sjá skor og lokastöðu kvöldsins. 

21.10.2010

Ţriggja kvölda Butlertvímenningi lokiđ međ sigri Karls G. og Gunnlaugar

Ţriggja kvölda Butlertvímenningi lauk með sigri Karls G. Karlssonar og Gunnlaugs Sævarssonar. Svala Pálsdóttir lék eitt kvöld með Gunnlaugi og eru þau þrjú vel að þessu komin.

Heimasíða Bridgefélagsins

Næsta miðvikudag byrjar 4ra kvölda hausttvímenningur þar sem þrjú af fjórum kvöldum telja. Allir Velkomnir.

21.10.2010

Málarabutler Briddsfélags Selfoss

Málararbutler Briddsfélags Selfoss hófst síðastliðinn fimmtudag með þátttöku 11 para. Þeir Guðmundur og Björn leiða eftir fyrsta kvöldið. Á hæla þeirra koma svo Þröstur og Ríkharður. Mótinu verður framhaldið næsta fimmtudag.

Stöðuna má sjá hér. 

Spilagjöf kvöldsins er hér.

21.10.2010

Bridgefélags Rangćinga

Hér fæst staðfest að þriðja spilakvöld félagsins leið hjá núna síðastliðinn þriðjudag.  Ekki bárust nein stórtíðindi af þessu kvöldi önnur en þau að meistarar fyrri ára mættu loks og er talið ljóst að áskorun sú sem sett var fram fyrir nokkru hafi eitthvað spilað þar inní.  En eins og sést á úrslitunum tóku menn sig saman og hjálpuðust við að byggja upp sjálfstraust þeirra félaga.  Þar sem öllum á jú að líða vel!  Sigurður og Torfi lönduðu sigri með 131 stig og ágætis %-skori uppá 59.55 og ber því að þakka öllum félagsmönnum fyrir uppbyggilegt andrúmsloft og hinn mikla félagsanda sem svífur ávalt yfir vötnum í Rangárvallasýslu.  Nánari úrslit má sjá hér.

20.10.2010

Miđvikudagsklúbburinn: Hulda og Halldór unnu 26 para tvímenning

Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson unnu 26 para tvímenning miðvikudaginn 20. október. Baráttan um efsta sætið var jöfn og hörð og enduðu Hulda og Halldór 1 stigi fyrir ofan Esther Jakobsdóttur og Hjördísi Sigurjónsdóttur. Í 3ja sæti voru Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir.

Öll spil og úrslit er hægt að nálgast á úrslitasíðu Miðvikudagsklúbbsins

19.10.2010

BH: Nammi leiđir eftir fyrsta kvöld af 2 í Hrađsveitakeppninni!

1. kvöld af 2 í Hraðsveitakeppni félagsins var spilað mánudaginn 18. október. 13 sveitir mættu til leiks og sveitin Nammi leiðir eftir 1. kvöldið með 58 impa í plús. Í öðru sæti er sveitin Hrund Einarsdóttir og í þriðja sæti sveitin Veit ekki.

Stöðu, butler og öll spil er að finna á heimasíðu BH

Úrslit spilakvölda BH

15.10.2010

Garđar og Gunnar sigruđu Suđurgarđstvímenninginn

eir félagar Garðar og Gunnar voru sigurvegarar í Suðurgarðsmóti Briddsfélags Selfoss. Skammt á hæla þeirra komu Guðmundur og Björn. En sigurvegarar kvöldsins voru þeir Kristján Már og Helgi.

rslit kvöldsins

Lokastaðan

Næsta mót félagsins er þriggja kvölda butlertvímenningur. Hvetjum við alla til taka þátt. Hægt er að skrá sig hér.

14.10.2010

Tvö pör jöfn og efst eftir fyrsta Butlerkvöldiđ í Kópavogi

Ţórður Jörundsson - Bragi Bjarnason og Kristmundur Einarsson - Loftur Pétursson deildu efsta sætinu á fyrsta kvöldinu af þremur í Butlertvímenningi Bridgefélags Kópavogs. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgeféags Kópavogs

14.10.2010

Garđar Garđarsson og Svavar Jenssen leiđa eftir tvö kvöld:

Garðar Garðarsson og Svavar Jenssen leiða þriggja kvöld butlertvímenning eftir tvö kvöld. Ekki langt undan eru þau Gunnlaugur Sævarsson og Karl G. Karlsson/Svala Pálsdóttir. Síðasta kvöldið verður þann 20. okt.

Öll úrslit

13.10.2010

Bridgefélags Rangćinga

Nú réttliðið þriðjudagskvöld var spilað í félagsheimili Bridgefélags Rangæinga.   Leikar fóru fram á 6 borðum og enn fengu nokkur pör „f“ í kladdann og fer mönnum að gruna að um einhvern taugatitring sé að ræða hjá núverandi meistara of fleirum sem ekki hafa látið sjá sig. En að þessu sinni stóðu Guðmundur og Óskar efstir á palli með glæsilegt skori uppá 141.  Meðalskorið var 110 en spiluð voru 22 spil.  Nánari úrslit er hægt að sjá hér.

12.10.2010

Una og Jón leiđa Greifamót

Ófáir impar hafa skift um hendur í Greifatvímenningi Bridgefélags Akureyrar.

12.10.2010

Sveit Guđlaugs Sveinssonar efst hjá BR

Sveit Guðlaugs Sveinssonar er efst eftir fyrsta kvöld af þremur í Monrad sveitakeppni hjá BR með 61 stig

Sjá nánari úrslit á heimasíðu BR

8.10.2010

Bridgefélag Rangćinga

Síðastliðin þriðjudag, 05.10.10, var fyrsta spilakvöld félagsins haldið með kaffi og forgefnum-spilum.  Þó svo að nokkur pör hafi fengið „F“ í kladdann var spilað á 6 borðum og ánægjulegt frá því að segja að 2 nýliðar bættust í hópinn sem kemur til með að lækka meðalaldurinn eitthvað.  Eftir kvöldið urðu bræðurnir Torfi og Ævar hlutskarpastir með 134 stig (þrátt fyrir útlit, eins og einhver nefndi).  En nánari úrslit má sjá hér.

8.10.2010

Briddsfélag Selfoss og nágrennis

Ţeir félagar Gunnar og Garaðar halda forystu sinni í suðurgarðsmótinu þegar tvö kvöld af þremur eru búin. En það telja tvö bestu kvöldin til úrslita. Skammt á hæla þeirra koma þeir Björn og Guðmundur/Sigfinnur. Mótið klárast næstkomandi fimmtudagskvöld. Menn geta mætt og spilað þó að þeir hafi ekki verið með í mótinu hingað til.

Staðan í mótinu er hér

7.10.2010

Baldur Bjartmars og Sigurjón Karlsson sigruđu í Kópavogi

Baldur Bjartmarsson og Sigurjón Karlsson stóðu uppi sem sigurvegarar eftir þriggja kvölda Hausttvímenning hjá Bridgefélagi Kópavogs. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

Næsta fimmtudag hefst þriggja kvölda butlertvímenningur og er nóg að mæta tímanlega fyrir kl. 19:00 eða hringja í Þórð í s. 862-1794

7.10.2010

Jóhann Benediktsson og Sigurđur Albertsson byrja vel í ţriggjakvölda butlertvímenning!

Í þriggja kvölda butlertvímenningi standa þeir Jóhann Benediktsson og Sigurður Albertsson vel eftir fyrsta kvöld. Þeir eru með 278 impa. Á hæla þeirra koma þeir Karl G. Karlsson og Gunnlaugur Sævarsson með 235 impa. Spilamennska hefst kl. 19:00 og mun N1 Búðin í Keflavík (Nítró) gefa glæsileg verðlaun fyrir sigurvegara mótsins.

Úrslit má sjá hér.

7.10.2010

Miđvikudagsklúbburinn: Brynjar og Ingvar efstir af 22 pörum

Brynjar Jónsson og Ingvar Hilmarsson kræktu sér í gjafabréf á veitingastaðinn Þrír frakkar hjá Úlfari. Þeir félagar skoruðu rétt rúmlega 60%. Unnar Atli Guðmundsson og Hafliði Baldursson urðu í 2. sæti og í 3ja sæti voru Gísli Steingrímsson og Sigurður Steingrímsson.

Úrslit á spilakvöldum Miðvikudagsklúbbsins

5.10.2010

Haustbötler BR 2010

Guðjón Sigurjónsson og Helgi Bogason unnu mótið með miklum yfirburðum.  122 stig.  Oddur Hjaltason og Hrólfur Hjaltason voru í öðru sæti með 91 stig.

Sjá nánar á heimasíðu BR

1.10.2010

Bridgefélag Selfoss: Garđar og Gunnar efstir í Suđurgarđsmótinu

Fyrsta kvöldið í Suðurgarðsmótinu 2010 var spilað fimmtudagskvöldið 30. september. Til spilamennsku mættu 12 pör, og var spilaður Reduced Howell, 9 umferðir með 3 spilum á milli para, alls 27 spil. Meðalskor er 135. Efstu pör eru:

  Röð 

Nafn Nafn 

Stig 

Prósent 

1.

 Garðar Garðarsson Gunnar Leifur Þórðarson 

173 

64,1 

2.

 Sigfinnur Snorrason Björn Snorrason

163 

60,4 

3.

 Brynjólfur Gestsson Helgi Hermannsson 

154 

57,0 

4.

 Ólafur Steinason Gunnar Björn Helgason 

146 

54,1 

5.

 Þröstur Árnason Ríkharður Sverrisson 

141 

52,2 

Áfram verður haldið að spila í mótinu fimmtudagskvöldin 7. og 14. október nk. Tvö bestu kvöldin gilda til úrslita í mótinu.

1.10.2010

Halldór Ţorvalds og Magnús Sverris efstir eftir tvö kvöld í Kópavogi

Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson eru efstir eftir tvö kvöld af þremur í Hausttvímenningi Bridgefélags Kópvogs. síðasta kvöldið verður næsta fimmtudag en úrslit kvöldsins og heildarstöðuna má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópaavogs.

Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge

Sumarbridge á Akureyri  2020   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing