Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

28.2.2010

Stórsveitin Vesturlandsmeistarar

Vesturlandsmótið í sveitakeppni fór fram nú um helgina í Borgarnesi. Sjö sveitir mættu til leiks eftir að tvær heltust úr lestinni á síðustu stundu. Stórsveitin varð Vesturlandsmeistari og sveitir Sveinbjörns Eyjólfssonar og Jóns Eyjólfssonar unnu sér einnig rétt til að spila í undanúrslitum Íslandsmótsins. Nýbakaðir meistarar eru Guðmundur Ólafsson, Hallgrímur Rögnvaldsson, Kristján Björn Snorrason og Karl Alfreðsson. Til Hamingju strákar!!  Krosstafla 

26.2.2010

Bridgefélag Selfoss

Aðalsveitakeppni félagsins hófs fimmtudaginn 18. febrúar með þátttöku 6 sveita. Spilaðar voru tvær umferði og má sjá stöðuna hér. Síðast liðið fimmtudagskvöld var spilaður einskvöldstvímenningur, þar sem veðrið var eitthvað að trufla einhverja við að mæta. En það mættu 10 pör, hlutskarpastir urðu þeir Guðmundur Þór og Sigfinnur. En lokastöðuna má sjá hér.

Næstkomandi fimmtudag verður svo haldið áfram með aðalsveitakeppnina ef veðurguðrinir lofa.

26.2.2010

Úrslit í Kópavogi

Ragnar og Siggi unnu eins kvölda tvímenninginn 25. febrúar.

25.2.2010

Bridgefélag Rangćinga

Aðalsveitakeppni lokakvöld
Síðasta kvöldið í aðalsveitakeppni Bridgefélags Rangæinga fór fram núna á þriðjudaginn.  Eins og flestir vita var staðan fyrir kvöldið sú að maggarnir leiddu með 10 stiga mun og var um úrslitaleik að ræða þar sem þeir öttu kappi við þá sveit sem næst kom.  Til þess að vinna aðalsveitakeppnina máttu þeir ekki tapa meira en 11-19. 
Ţað er skemmst frá því að segja að þeir félagar Magnús, Magnús, Bergur og Sigurjón settu á laggirnar Bridge skóla og var aðgangseyrir hafður 500 krónur.  Þarna voru menn settir á skólabekk og kennt hvernig fullorðnir spila Bridge.  Það væri vægt til orða tekið ef sagt væri að maggarnir hafi unnið!  Um algjöra rasskellingu var að ræða og segjast menn aldrei hafa séð til sólar og velta fyrir sér hvort réttast væri að leggja fyrir sig útsaum, en vonast til þess að kennslan skili einhverju. 
Ţað var frábært að sjá spilamennskuna á steinabræðrum og ekki voru maggarnir síðri!  Augljóst er að um yfirburða sveit var að ræða og þeir áttu sigurinn sannarlega skilið.  Sigtryggur vann ekki.. hann slátraði 25-3.  Til hamingju strákar! 
Eins og mönnum grunar kannski þá fór tvímenningurinn þannig að Magnús/Magnús sigruðu með töluverðum yfirburðum.  Úrslit má sjá hér.

24.2.2010

Eins kvölda í Kópavogi 25. febrúar

Eins kvölda tvímenningur í Kópavogi þann febrúar

24.2.2010

Barometer BK lokiđ

Barometerkeppni BK lauk með sigri Bernódusar og Ingvaldar

24.2.2010

B.A: Fyrra kvöld Góutvímennings lokiđ

B.A: Fyrra kvöld Góutvímennings lokið

23.2.2010

Ađaltvímenningur BR

Að loknum 3 kvöldum af 4, er staðan í Aðaltvímenningi BR þessi.

 • 1 Helgi Bogason- Gunnlaugur Karlsson            56,8%
 • 2 Hermann Friðriksson - Jón Ingþórsson         56,7%
 • 3 Guðjón Sigurjónsson - Ísak Örn Sigurðsson 56,7%
 • Hér er staðan æsispennandi á toppnum.

  Sjá nánar á heimasíðu BR

  23.2.2010

  Ađaltvímenningur BR 2010

  Að loknum 3 kvöldum af 4, er staðan í Aðaltvímenningi BR þessi.

 • 1 Helgi Bogason- Gunnlaugur Karlsson            56,8%
 • 2 Hermann Friðriksson - Jón Ingþórsson         56,7%
 • 3 Guðjón Sigurjónsson - Ísak Örn Sigurðsson 56,7%
 • Hér er staðan æsispennandi á toppnum.

  Sjá nánar á heimasíðu BR

  22.2.2010

  Úrslit Suđurlandsmótsins í sveitakeppni

  Suðurlandsmótið í sveitakeppni var spilað helgina 20. – 21. febrúar 2010. Í mótinu tóku 10 sveitir þátt og spiluðu 14 spila leiki allir við alla. Keppnisstjórn var í öruggum höndum Þórðar Ingólfssonar.

  Sigurvegarar í mótinu varð sveit Sigurðar Vilhjálmssonar, en með honum spiluðu Ragnar Magnússon, Rúnar Magnússon og Kristján Blöndal. Í öðru sæti, og jafnframt Suðurlandsmeistarar (sveit Sigurðar var ekki með nægilegt hlutfall spilara af svæðinu) varð sveit Tryggingamiðstöðvarinar, en fyrir hana spiluðu Kristján Már Gunnarsson, Helgi Grétar Helgason, Björn Snorrason, Vilhjálmur Þór Pálsson, Ríkharður Sverrisson og Þröstur Árnason. Í þriðja sæti varð síðan sveit N1, en þar spiluðu Brynjar Jónsson, Böðvar Magnússon, Ólafur Lárusson og Skúli Sveinsson. Auk  þessara 3 sveita, unnu sveitir Gunnars Björns Helgasonar og Sveitin milli sanda sér inn rétt til að spila í undanúrslitum Íslandsmótsins í sveitakeppni 19.-21. mars nk. Nánar má finna um úrslitin á ţessari síðu.

  21.2.2010

  Vesturlandsmótiđ í sveitakeppni um nćstu helgi

  Vesturlandsmótið í sveitakeppni fer fram á veitingastaðnum B-57 í Borgarnesi helgina 27-28 febrúar. Spilamennska hefst kl. 10.00 báða dagana og fer lengd leikjanna eftir því hversu margar sveitir mæta til leiks en lágmarks spilafjöldi er 120 spil. Þátttökugjald er kr. 20.000,- á sveit og er innifalinn léttur hádegisverður báða dagana og standandi kaffi báða daga ásamt smá meðlæti síðdegis.

  Ţátttaka tilkinnist til Þórðar Ingólfssonar í s. 862-1794 og thorduring@gmail.com í síðasta lagi fimmtudaginn 25 feb. kl. 22.00

  21.2.2010

  Reykjanesmótiđ í sveitakeppni 2010 - öll spil og úrslit

  Öll úrslit og spil úr Reykjanesmótinu í sveitakeppni 2010 eru komin á netið.

  Heimasíða mótsins

  18.2.2010

  Miđvikudagsklúbburinn: Guđlaugur Sveinsson og Jón Hákon efstir af 30 pörum!

  Guðlaugur Sveinsson og Jón Hákon Jónsson urðu efstir með rúmlega 65% skor í 30 para tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum. Í öðru sæti voru Ásmundur Örnólfsson og Páll Ágúst Jónsson með rúmlega 64%.

  Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

  18.2.2010

  Bridgefélagi Rangćinga

  Nú styttist óðum í lok aðalsveitakeppni Bridgefélags Rangæinga.  Næstsíðasta kvöldið fór fram nú réttliðinn þriðjudag.  Þar áttust við þær sveitir sem voru í 1 og 2 sæti.  Í fyrstu virtist sem magnúsarnir hefðu loks mætt ofjörlum sínum þegar steinabræður  gáfu út 2000 kall (velkomnir í „Klúbb 2000“) er þeir reyndu 6NTx (einhvern helling niður).  En augljóst er nú að úlfar reyndust í sauðagæru.  Þeir náðu skjótt vopnum sínum og kváðu við „með fótinn annan fer ég á burt“.
  Í lokinn varð 2000 kallinn sem dropi í haf.  Lokastaða: 21-9, Sigtryggur vann!  Nú hafa magnúsa-steinabræður 10 stiga á næstu sveit en þær tvær munu mætast í hreinum úrlistaleik næstkomandi þriðjudag.
  Af tvímenning er það helst að þeir nafnar Magnús urðu hæstir eftir meðferð þeirra á meisturum síðustu ára (jafnvel áratuga).  Nánari úrslit má sjá hér.

  16.2.2010

  Ađalsveitakeppni Bridgefélags Hafnarfjarđar-Sveit Maríu Haralds sigrađi

  Sveit Maríu Haraldsdóttur sigraði í aðalsveitakeppni Bridgefélags Hafnarfjarðar með 261 stig. Með henni í sveit spiluðu Sverrir Þórisson, Jón Guðmar Jónsson og Hermann Friðriksson. Í öðru sæti var Guðlaugur Sveinsson með 228 stig og Guðlaugur Bessason í 3.sæti með 216 stig. Næsta mánudag hefst fjögurra kvölda aðaltvímenningur. Spilað í Flatahrauni 3 og hefst spilamennska kl. 19.
  Sjá nánar á heimasíðu B. Hafn.

  15.2.2010

  Barometer BK

  Fimmtudaginn 11. Febrúar var spilað annað kvöldið í barometers keppni félagsins.

  Bernódus og Ingvaldur tóku rúmlega 66% skor og eru komnir með nauma forystu.

  12.2.2010

  Bridgefélag Selfoss

  Ţá er lokið Sigfúsar móti Briddsfélag Selfoss, efstir urðu þeir Sigfinnur Snorrason og Guðmundur Þór Gunnarsson og skammt á eftir þeim voru Brynjólfur Gestsson og Helgi Hermansson. Loka stöðuna má sjá hér. Skor kvöldsins má svo sjá hér.

  Næsta mót félagsins er aðalsveitkeppni og eru menn beðnir um að skrá sig í pörum. Hægt er að gera það hér.

  11.2.2010

  Bridgefélagi Rangćinga

  Síðastliðinn þriðjudag fór fram 5 kvöld í aðalsveitakeppni hjá Bridgefélagi Rangæinga.  Magnúsarnir áttu í höggi við enn eina sveitina sem endaði sem mjúk nautasteik eða jafnvel súkkulaðisoufflé í höndunum á þeim.  Í stuttu máli „Sigtryggur vann“.  En ekki er öll nótt úti enn þar sem þeir nafnar eiga eftir að keppa við sveitirnar sem eru í 2 og 3 sæti og vonast menn til þess að ekki um algjöra einstefnu verði um að ræða.  Í meistarakeppninni er gríðarleg spenna að myndast og allt útlit er fyrir hörku keppni um það hvor þeirra verði fyrri til að forfallast því að Sigurður og Torfi hafa nú uþb. 160 stiga forskot á aðra „áhorfendur“.  En að öllu skemmtilegri málefnum þá er rétt að geta þess að nýliðarnir okkar (Tómas-Diddi) eru að standa sig frábærlega og settu mörg gamalreynd pör í íþróttinni fyrir aftan sig.  En líklega er enn að bætast í hópinn og virðist áhugi þeirra smitast út í yngri kinnslóðir.  Nánari úrslit hér.

  10.2.2010

  Miđvikudagsklúbburinn: Ásmundur og Páll Ágúst međ 62% skor!

  Ásmundur Örnólfsson og Páll Ágúst Jónsson voru efstir af 27 pörum með 61,9% skor. Þeir fengu að launum bókina Íslenskar bridgeþrautir eftir Guðmund Pál Arnarson.

  Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

  10.2.2010

  Suđurlandsmótiđ í sveitakeppni 20. - 21. febrúar nk.

  Suðurlandsmótið í sveitakeppni verður haldið laugardaginn 20. og sunnudaginn 21. febrúar nk. með fyrirvara um það að bæta við föstudeginum 19. febrúar ef þátttaka verður mikil. Spilastaður verður Tryggvaskáli á Selfossi. Spilað verður um 5 sæti í Íslandsmótinu í sveitakeppni 19.-21. mars. Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 18. febrúar kl. 19:30, og fer skráning fram á netinu á ţessari síðu og hjá Garðari í síma 844 5209 og Ólafi í síma 898 2880 eða tölvupósti ost@ms.is.

  9.2.2010

  Akureyrarmeistarar í sveitakeppni 2010

  Eftir 5 kvölda baráttu er ljóst hverjir eru Akureyrarmeistarar í sveitakeppni 2010.

  8.2.2010

  Ađaltvímenningur BR ađ hefjast

  Aðaltvímenningur Bridgefélags Reykjavíkur hefst annað kvöld, þriðjudaginn 9. febrúar. 4 kvölda mót. Spilamennska hefst kl. 19 í Síðumúla 37. Tilvalið að koma sér í gírinn fyrir Íslandsmótið í tvímenningi sem fer fram fyrstu helgina í mars.

  5.2.2010

  Briddsfélag Selfoss

  Seinni umferði í Sigfúsarmótinu var spiluð síðastliðið fimmtudagskvöld. Staðan á toppnun er æsispennandi, efstir eru Guðmundur og Sigfinnur en fast á hæla þeirra koma reynsluboltarnir Kristján og Helgi og fast þar á eftir Brynjólfur og Helgi. Stöðuna í mótinu má sjá hér. Efstir þriðjakvöldið voru bræðurnir Anton og Pétur Hartmannssynir, skor kvöldsins má sjá hér. Sigfúsarmótinu lýkur svo næstkomandi fimmtudagskvöld. Síðan tekur við aðalsveitakeppni félagsins.

  4.2.2010

  BSNE-Svćđamót í tvímenning

  Svæðismót Norðurlands eystra í tvímenningi verður haldið í
  Lionssalnum Ánni, Skipagötu 14, 4. hæð,  Akureyri,
  sunnudaginn 14. febrúar 2010.

  Mótið er silfurstigamót sem er öllum opið. Það er ekki hluti af Íslandsmótinu í tvímenning eins og áður var.
   
  Spilamennska byrjar kl. 10 og mótslok áætluð um kl. 17:30.

  Keppnisgjald er 2000 kr. pr. mann.
  Kaffi og te innifalið.

  Við hvetjum bridgespilara til að vera með í skemmtilegu móti.
  Lágmarksþátttaka er 12 pör.

  Ćskilegt að sem flestir skrái sig á spilakvöldi síns Bridgefélags.
  Skráning berist Stefáni Vilhjálmssyni, símar 898 4475 og 462 2468. Netfang: stefan.vilhjalmsson@mast.is
                             
  Skráning í síðasta lagi kl. 16 miðvikudaginn 10. feb. 2009.

  4.2.2010

  Bf. Kópavogs

  Barómetet tvímenningur hefst í kvöld kl. 19:00
  Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8 1.hæð

  4.2.2010

  Bridgefélagi Rangćinga

  Fjórða kvöldið í aðalsveitakeppni Rangæinga leið hjá núna á þriðjudaginn.  Kvöldið var með venjubundnum hætti, fundur settur af spilastjóra, Magnúsarnir unnu sinn leik, Torfi og Siggi urðu hæstir í tvímenningnum og sönnuðu með því málsháttinn „ Máttlaus er kóngur í hendi ef ekki er kunnað með hann að fara“.  Aðeins er að skilja á milli í sveitakeppninni og hafa Magnúsar nú 5 stiga forskot á næstu sveit.  Nánari úrslit má sjá hér.

  3.2.2010

  Akureyrarmót = spenna

  Nú er aðeins eftir eitt kvöld í Akureyrarmótinu í sveitakeppni 2009

  Stjórnborđ

  Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

  Reykjavík - Bridgefstival
  28.janúar - 31.janúar
  2021

        
          

  Northern Light - Sigló mótið
  Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
  Skráning
  Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
  Sjá auglýsingu

  Viđburđadagatal

  Engin skráđur viđburđur framundan.

  Hverjir spila í dag

  Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
  Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

  Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
  Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
  Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
  Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
  Heimasíða Sumarbridge

  Sumarbridge á Akureyri  2020  
  Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

  Summer Bridge in Akureyri
  every Tuesday at 19:00

  at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.

  Skoða alla daga


  Olís

  Slóđ:

  Félög

  Myndir


  Auglýsing