Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

28.5.2010

Sumarbridge 2010: Gunnlaugur og Ísak unnu 30 para tvímenning međ 69,1%

30 pör mættu til leiks miðvikudaginn 26. maí. Gunnlaugur Karlsson og Ísak Örn Sigurðsson sigruðu með hæsta skori sumarsins, 69,1%. Í öðru sæti voru Þórður Björnsson og Helgi Bogason með 61,5%.

 Sumarbridge er spilað mánudögum og miðvikudögum og byrjar spilamennska kl. 19:00. Alltaf eru spilaðir einskvölds tvímenningar með forgefnum spilum. Allir spilarar eru velkomnir jafnt vanir sem óvanir.

Heimasíða Sumarbridge 2010

25.5.2010

Gólfmótiđ á Strönd

Golf-Bridge mótið var haldið á Strönd 22. maí, með þátttöku 17 para og í blíðskaparveðri.
Sigurvegarar í samanlögðum árangri urðu
Jón Ingþórsson og Kristinn Ólafsson.
Röð efstu para: Jón Ingþórsson - Kristinn Ólafsson                58,2 %
Jón St Ingólfsson - Jens Jensson                                            54,6%
Guðni Ingvarsson - Trausti Valsson                                         53.1%
Bernódus Kristinsson - Ingvaldur Gústafsson                          52,1%
Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjörnsson                           51,5%  
Öllum sem þátt tóku, er þökkuð samveran og stefnt er að næsta móti á nýju vori,
enda ekki ástæða til annars, slík var ánægja þátttakenda."

20.5.2010

Sumarbridge 2010: Örn Einarsson og Bragi Bjarnason efstir af 32 pörum!!

Örn Einarsson og Bragi Bjarnason unnu 32 para monrad Barómeter með 61% skor. Í 2. sæti voru Gunnar Björn Helgason og Örvar Óskarsson með rétt rúmlega 60% skor.

Staðan og öll spil

19.5.2010

Sumarbridge 2010: Stađan í rauntíma!!

Sumarbridge 2010 ætlar að bjóða öllum áhugamönnum að fylgjast með stöðunni á hverju kvöldi eftir hvern innslátt í BridgeMate. Ekki verður boðið upp á að sýna spilin fyrr en að spilamennsku lokinni, en staðan verður uppfærð eftir hvern innslátt á hverju spili í BridgeMate.

Staðan í rauntíma

Sumarbridge 2010

18.5.2010

Golf-Bridge 22.maí

 

Golf- Bridge mót.

Golf-Bridge mótið verður haldið í annað sinn laugardaginn 22. maí á Strandarvelli (Hellu).

Leikfyrirkomulag í golfinu er „Betri bolti", þeas. báðir leika til enda og betra skor gildir.

Ræst á öllum teigum kl. 10.oo.

Eftir golfið verður matast og síðan hefst tvímenningur. Sömu pör í golfi og bridge og samanlagður árangur gildir til sigurs.

Keppnisgjald er kr. 11.000 á parið (allt innifalið).

Upplýsingar og skráning hjá Lofti s: 897 0881  (bolsturverk@simnet.is) og hjá GHR s: 487 8208 (ghr@ghr.is)

Í fyrra var gaman, en nú verður það enn betra !

Skráningu lýkur 17. maí.

17.5.2010

Sumarbridge: Gunnar Björn og Ómar efstir međ 61,6%!

Gunnar Björn Helgason og Ómar Olgeirsson unnu mánudagskvöld í Sumarbridge með 61,6% skor. Þeir fá ókeypis næst þegar þeir mæta í Sumarbridge 2010.

Heimasíða Sumarbridge 2010

14.5.2010

Sumarbridge-Akureyri

Bridgefélag Akureyrar stendur fyrir sumarbridge eins og undanfarin ár. Spilaður er tvímenningur á þriðjudagskvöldum frá og með 25. maí til og með 14. september. Spilastaður er Lionssalurinn Áin, Skipagötu 14, 4. hæð og spilamennska hefst kl. 19:30.

Akureyri Bridge Club holds an open duplicate every Tuesday evening all through the summer, from May 14th to Sept. 14th. The venue is at Skipagata 14, 4. floor, playing starts at 19:30. Bridge-playing tourists are warmly welcome. A partner will be made available if needed.

13.5.2010

Bridsfélag Kópavogs lauk tímabilinu 6. maí.

Guðni og Heimir unnu eins kvölda tvímmenning þar sem pör voru dregin saman

13.5.2010

Sumarbridge: Guđrún og Arngunnur efstar af 20 pörum!

Guðrún Jóhannesdóttir og Arngunnur Jónsdóttir voru efstar með rúmlega 63% skor fyrsta spilakvöld í Sumarbridge 2010. Þær náðu því einnig hæsta skori sumarsins!!

 Öll spil og úrslit

4.5.2010

Einmenningsmeistarar BR 2010

Eru Hrólfur Hjaltason með 63 stig og Guðrún Jóhannesdóttir með 34 stig

Sjá nánar á heimasíðu BR

4.5.2010

Einmenningur í BR í kvöld

Hinn árlegi topp 24 einmenningur verður haldinn í kvöld, sjá stigahæstu spilara hér: http://bridge.is/files/Bronsstig_2009_2010_1574984253.htm

Einnig spila 12 efstu konur sér einmenning. Imps across the field. Búið er að hafa samband við spilara sem náðu inn í mótið.
Veitt verða verðlaun fyrir stigahæsta spilara vetrarsins, stigahæstu konuna og stigahæsta yngri spilarann.

3.5.2010

Fréttabréf frá BSA

Fréttabréf frá Bridgesambandi Austurlands.

Starfsári BSA lauk laugardaginn 1. maí.

Austurlandsmót í sveitakeppni lauk þá á Vopnafirði með þátttöku 6 sveita.

Sveit Suðurfjarðamanna sigraði, en sveitina skipuðu; Björn Hafþór Guðmundsson, Óttar Ármannsson, Ævar Ármannsson, Magnús Valgeirsson og Jónas Ólafsson.

Í öðru sæti urðu Sláturfélag Vopnfirðinga og í 3. sæti sveitin Já Sæll frá Borgarfirði eystra.

Aðalfundur BSA var haldinn við sama tækifæri og var stjórn sambandsins endurkjörin, en hana skipa Jón H Guðmundsson forseti, Óttar Ármannsson gjaldkeri, Magnús Valgeirsson ritari og Þorsteinn Bergsson meðstjórnandi.

Sambandið hefur haldið mörg mót á liðnum vetri, paratvímenning, aðaltvímenning, Einmenningskeppni, jólatvímenning, úrtökumót í sveitakeppni, hraðsveitakeppni, bikarkeppni og loks Austurlandsmót í sveitakeppni.

F h stjórnar.

Jón H Guðmundsson

2.5.2010

Ţórđur og Björn unnu í Kópavogi

Monrad tvímenningi lauk hjá Bridsfélagi Kópavogs með sigri Björns og Þórðar

Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge

Sumarbridge á Akureyri  2020   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing