Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

27.12.2011

BRIDGEFÉLAG KÓPAVOGS Dagskráin fram á vor

Dagskrá Bridgefélags Kópavogs fram á vor er tilbúin og má sjá hana HÉR

23.12.2011

Briddsfélag Selfoss

Ţröstur Árnason sigraði jólaeinmenning briddsfélags Selfoss þetta árið. Rétt á hæla hans kom Karl Björnsson. Næst verður spilað hjá félaginu fimmtudaginn 5. janúar. Þá verður spilað HSK mót í tvímenningi og byrjað er að spila kl 18:00. Stjórn félagsin óskar félögum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakkar fyrir liðið ár.

Jólaeinmenningur lokastaða

Skráning í HSK tvímenning

21.12.2011

Dagskrá BR eftir áramót

Dagskrá BR eftir áramót er komin inná heimasíðu BR.  Þar ber helst að nefna að aðaltvímenningur BR hefst 3. janúar.

 Sjá nánar hér

Fyrirlestrar halda áfram eftir áramót og verða auglýstir þegar planið liggur fyrir.

Gleðilega Jólahátíð, stjórnin

21.12.2011

Jólakvöld og Madeiraleikur Miđvikudagsklúbbsins

Miðvikudagsklúbburinn er með jólatvímenning í kvöld, miðvikudaginn 21. desember. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin auk þess sem aukaverðlaun verða dregin út. Allir spilarar eru velkomnir.

Auk þess er þetta fyrsta kvöld í Madeiraleik Miðvikudagsklúbbsins. Þeir sem mæta 10 sinnum eða oftar frá 21. desember til 9. maí lenda í potti sem 2 spilarar verða dregnir úr og fá þeir pakka á Madeiramótið í nóvember 2012. Þar er allt innifalið nema flugið.

19.12.2011

Sveinn Rúnar Eiríkssong og Júlíus Sigurjónsson eru yfirburđa jólasveinar BR 2011

 Sveinn Rúnar Eiríkssong og Júlíus Sigurjónsson eru yfirburða jólasveinar BR 2011

 1. Sveinn R. Eiríksson og Júlíus Sigurjónsson = 420 stig
 2. Rúnar Einarsson og Skúli Skúlason = 395 stig
 3. Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson = 386 stig

Sjá nánari úrslit á heimasíðu BR

16.12.2011

Ingvaldur og Úlfar unnu Jólatvímenninginn

Í gærkvöld var Jólatvímenningur "hinn síðari" spilaður hjá Bridgefélagi Kóopavogs. Mikil og góð jólastemming sveif þá yfir spilaborðum enda léttar jólaveitingar í boði "hússins" og jólaleg spil í bökkunum.

Úlfar Örn Friðriksson og Ingvaldur Gústafsson náðu þá besta skori kvöldsins með 299,4 stig eða 59,4% sem dugði þeim til sigurs samanlagt. Öll úrslit og spilin má sjá hérna. 

15.12.2011

Jólamót BR

Jólamót BR

30.desember

 Verður haldið föstudaginn 30. desember 2011
í Valsheimilinu við Reykjavíkurveg.
Mótið hefst kl. 17:00 stundvíslega.
Spilaður verður Monrad Barometer - 44 spil.

Keppnisgjald 3.500kr. á mann.

Glæsileg peningaverðlaun fyrir 10 efstu sætin.

Heildarverðalaunafé kr. 300.000.-

Flugeldar verða dregnir út í aukaverðlaun.   
 

1.    Verðlaun   100.000.-

2.    Verðlaun     60.000.-

3.    Verðlaun     40.000.-

4.    Verðlaun     30.000.-

5.    Verðlaun     20.000.-

6-10 sæti        10.000.-

Spilarar eru beðnir um að skrá sig tímanlega.


Skráning hjá BSÍ í síma 587-9360 hér og á 
br@bridge.is 

15.12.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Villi jr og Anton hćstir međ 62,2%

Vilhjálmur Sigurðsson JR og Anton Haraldsson unnu einskvölds tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum. Þeir skoruðu 62,2% og næst voru Birna Stefnisdóttir og Aðalsteinn Steinþórsson með 61%. Í 3ja sæti voru Eðvarð Hallgrímsson og Magnús Sverrisson með 60.7%.

Úrslitasíða Miðvikudagsklúbbsins

Miðvikudagurinn 21. desember er síðasta spilakvöld félagsins fyrir jól og verður endað á jólakvöldi. Þá verður mikið af aukaverðlaunum í boði og vonast klúbburinn eftir sem flestum í jólaskapi.

Miðvikudagsklúbburinn ætlar að brydda upp á Madeiraleik sem byrjar 21. desember og endar 9. maí. Allir spilarar sem mæta 10 sinnum eða oftar fara í pott og eiga möguleika á að verða dregnir út og fá í verðlaun pakka til Madeira í nóvember 2012.
2 heppnir spilarar verða dregnir út 9. maí.

Innifalið í pakkanum er hótelgisting í 7 nætur, keppnisgjöld, ferðir til og frá flugvellinum á hótelið, út að borða á madeirskan veitingastað, hálfsdags útsýnisferð og þrírétta kvöldverður með víni í lokahófinu. Hver pakki er að verðmæti um 550 evrur.

13.12.2011

Sveit Chile vann deildakeppni BR 2011

Lokastaðan í 1 deild.
1.Chile = 421 stig
2.Málning = 412 stig
3.Sparisjóður Siglufjarðar = 403 stig

Lokastaðan í 2 deild.
1.Jón Bjarki Stefánsson = 358 stig
2.Bergur = 355 stig
3-4.Íslenskt Grænmeti = 351 Stig
3-4.Logoflex = 351 Stig

Sjá nánar á heimasíðu BR

13.12.2011

Ađalsveitakeppni BH: Jöfn stađa efstu sveita

Sveitin ? leiðir Aðalsveitakeppni BH eftir 4 umferðir af 13. Hún hefur 82 stig og í 2. sæti er sveitin Úlfurinn með 81 stig. Í 3. sæti er sveit GSE með 79 stig.

Öll úrslit, spil og butler er að finna á

Úrslitasíða BH

11.12.2011

Reykjanesmót í tvímenningi 2011

Rétt í þessu lauk Reykjanesmótinu í Tvímenning sem haldið var á Suðurnesjum.

20 pör skráðu sig til leiks og leiknar voru 9 umferðir með 5 spilum á milli para. Suðurnesjalognið lék við keppendur og voru allir sammála um að við svona aðstæður væri best að spila bridge.  

Öll úrslit og uppfærsla eftir hverja umferð má sjá hér

9.12.2011

Briddsfélag Selfoss

Fjörgurra kvölda Sigfúsar tvímenningi Briddsfélags Selfoss lauk s.l. fimmtudagskvöld með sigri Guðmundar Þórs og Björns Snorrasonar. Í örðu sæti urðu þeir Brynjólfur Gestsson og Helgi Hermannson.

Síðasta mót ársins verður svo jólaeinmenningur sem er tveggja kvölda einmenningskeppni.

Lokastaðan í Sigfúsartvímenningnum

Skráning í jólaeinmenning

9.12.2011

Fyrirlestur í BR 13. desember - Sagngreining GPA

Ţá er komið að síðasta fyrirlestrinum í BR fyrir jól.  Guðmundur Páll Arnarson ætlar að flytja fyrirlestur sem hefst kl. 18:00 n.k. þriðudag.  Umræðuefnið er sagngreining, ekki sálgreining eins og hann komst svo skemmtilega að orði sjálfur.  Sagngreining hefur aldrei áður verið kennd í Bridge þannig að hér er einstakt tækifæri fyrir fróðleiksfúsa að ná samkeppnisforskoti á aðra spilara.  Fyrirlestur er öllum opinn og stjórn BR býður fróðleiksfúsum uppá kaffi meðan á fyrirlestri stendur.

Hvetjum alla til að mæta, stjórnin

9.12.2011

Jólamót BR 30. desember

Ákveðið hefur verið að Jólamót BR verði spilað föstudaginn 30. desember.  Ekki er búið að ákveða spilastað, það verður tilkynnt á spilakvöldi BR næsta þriðjudag.  Stjórnin er að leggja lokahönd á mótið og verður það nánar auglýst í næstu viku.

kveðja, stjórnin

8.12.2011

JÓLATVÍMENNINGUR hinn fyrri hjá Bridgefélagi Kópavogs

Fyrra kvöldið í tveggja kvölda Jólatvímenningi var spilað í kvöld. Hjálmar S Pálsson og Eyþór Hauksson eru efstir með 57,1% sem telst ekki mjög há prósenta svo búast má við spennandi og skemmtilegri keppni næsta fimmtudag þegar síðara kvöldið verður spilað. Öll úrslit má sjá hérna.

8.12.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Guđmundur og Einar efstir međ 58,7%

Guðmundur Guðmundsson og Einar Hallsson unnu einskvölds tvímenning með 58,7%. Jöfn í 2. sæti voru Halldóra Magnúsdóttir og Þórir Sigursteinsson og Guðlaugur Sveinsson og Eðvarð Hallgrímsson með 57,1%.

Spilluð verða sömu spil hjá Miðvikudagsklúbbnum og Muninn Sandgerði 14. og 21. desember.

21. desember er síðasta spilakvöld klúbbsins fyrir jól og verður boðið upp á fullt af jóla-aukaverðlaunum.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

7.12.2011

Fjögurra kvölda butler lokiđ á suđurnesjum!

Fjögurra kvölda butler lauk á Suðurnesjum með risakvöldi fyrir sigurvegarana. Saman í pari voru þeir Pétur Júlíusson, Jóhannes Sigurðsson og Svavar Jensen og skoruðu þeir 52 impa síðasta kvöldið og sigu framúr Garðari Garðarssyni og Svölu Pálsdóttur.

Sigurvegari kvöldsins voru þeir feðgar Guðjón Einarsson og Ingvar Guðjónsson með 68 impa og enduðu þeir í þriðja sæti.

Öll úrslit má sjá hér.

7.12.2011

Tveggja kvölda JÓLATVÍMENNINGUR BK ađ hefjast

Í kvöld, fimmtudaginn 08 des hefst tveggja kvölda JÓLATVÍMENNINGUR hjá Bridgefélagi Kópavogs. Spilaður verður Monrad-barómeter, 7 umferðir með 4 spil í umferð, 28 spil alls og hefst kl. 19:00

Spilastaður: Gjábakki, félagsheimili aldraðra, Fannborg 8 á bak við Landsbankann. ALLIR VELKOMNIR

7.12.2011

Reykjanesmót í tvímenningi!

Reykjanesmótið í tvímenningi verður haldið Sunnudaginn 11. desember n.k. að félagsheimili bridgefélaganna á Suðurnesjum við Mánagrund. Mótið hefst kl 13:00.

Skráning stendur yfir og er þátttaka orðin mjög góð nú þegar svo ég hvet alla til að skrá sig sem fyrst. Skráning er hjá Lofti S:8970881 Erlu S:6593013 eða Garðari S:8932974 

 

6.12.2011

Haustsveitakeppni BR

Að loknum 7 kvöldum af 8 er Sparisjóður Siglufjarðar með nauma forystu sem dugar skammt í lokabaráttuna

Staðan í fyrstu deild er þessi.
1. Sparisjóður Siglufjarðar = 370,00
1. Málning                  = 368,00
3. Chile                    = 363,00

Staðan í annarri deild er þessi.
4. Ólafur Steinason         = 335,00
5. Úlfurinn                 = 309,00
6. Íslenskt Grænmeti        = 301,00

Ólafur Steinason og Úlfurinn flytjast upp í fyrstu deild næsta þriðjudag.

 Sjá nánar á heimasíðu BR

6.12.2011

BH: Sveitin ? međ forystu eftir 2 umferđir!

Sveitin ? leiðir Aðalsveitakeppni BH eftir 2 umferðir af 13. Hún fékk 45 stig í 2 leikjum og hefur 3 stiga forystu á sveitir Úlfsins og GSE.

 Stöðu, úrslit leikja og butler má sjá á Heimasíðu BH

4.12.2011

Selfyssingar unnu Hafnfirđinga

Föstudaginn 2. desember sl. komu félagar úr Bridgefélagi Hafnarfjarðar í heimsókn til Bridgefélags Selfoss og öttu kappi í hinni árlegu bæjarkeppni félaganna. Þetta var í 66. skipti sem þessi árlega bæjarkeppni fór fram, og hefur hún aldrei fallið niður frá því að hún hófst árið 1945.

Að þessu sinni sem oftar var keppt á 6 borðum og voru Hafnfirðingar yfir á öllum borðum nema einu í hálfleik. Selfyssingar sneru síðan taflinu við í seinni hálfleik, og þegar upp var staðið þá unnu Selfyssingar með 92 stigum gegn 88.

Ţar sem Selfyssingar unnu síðasta bikar til eignar á síðasta ári, þá var að þessu sinni var keppt um nýjan farandbikar sem Tölvustoð í Hafnarfirði gaf til keppninnar. Reglurnar um þennan nýja bikar eru þannig að hann verður í umferð þar til annað hvort félagið hefur unnið hann þrjú ár í röð.

Spilin úr keppninni má finna á ţessari slóð.

2.12.2011

Sveit Birgis Arnar vann Ađalsveitakeppni BK.

Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í gærkvöldi þegar níunda og síðasta umferðin var spiluð. Sveitir Birgis Arnar og Hjálmars, sem voru í tveimur efstu sætunum fyrir umferðina, áttust þá við. Sveit Birgis tryggði sér efsta sætið með 19-11 sigri en Hjálmar hefði þurft jafntefli 15-15 til að vinna mótið. Öll úrslit má sjá hér.

Fimmtudagana 8 og 15 des verður tveggja kvölda JÓLATVÍMENNINGUR

30.11.2011

Fjögurra kvölda bötlertvímenningur í fullum gangi á Suđurnesjum

Ţriðja kvöldið af fjórum fór fram miðvikudaginn 30. nov á Suðurnesjum.

Garðar Garðarsson og Svala Pálsdóttir hafa tekið forystu eftir frábært kvöld og skoruðu þau 51 impa þetta kvöld og eru komin með 114 impa. Fast á hæla þeirra koma þeir Jóhannes Sigurðsson og Pétur Júlíusson með 103 impa.

 Úrslit má sjá hér

30.11.2011

Sveitakeppni ađ hefjast hjá stćrsta bridgefélagi landsins!

Næsta mánudag hefst sveitakeppnin hjá stærsta bridgefélag landsins (Bridgefélag Hafnarfjarðar). Spilað verður 2 kvöld fyrir jól og 4 kvöld eftir áramót eða 6 kvöld. síðast spiluðu 19 sveitir hjá okkur, sláum við það met núna ? Gott væri að skrá sig fyrirfram hjá sigurjon@tolvustod.is eða í síma 8980970. Þetta er frábær æfing fyrir stórmótin sem eru framundan ATH. fá mót eru í  janúar. Keppnistjóri er Sveinn Rúnar.

29.11.2011

Sveit Málningar er međ forystu í Haustsveitakeppni BR

Að loknum 6 kvöldum af 8 er staðan þessi...

Staðan í fyrstu deild er þessi.
1. Málning                   = 322 stig
2. Sparisjóður Siglufjarðar  = 312 stig
3. Sölufélag Garðyrkjumanna  = 311 stig

Staðan í annarri deild er þessi.
1. Grant Thornton            = 280 stig
2. Bergur                    = 279 stig
3. Ólafur Steinason          = 271 stig

Grant Thornton og Bergur flytjast upp í fyrstu deild næsta þriðjudag.

Sjá nánar á heimasíðu BR

25.11.2011

Háspenna fyrir lokaumferđina í Kópavogi

Ţegar aðeins er eftir að spila níundu og síðustu umferð í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs skilja aðeins þrjú stig fyrstu og þriðju sveit. Síðan eru 11 stig í þá fjórðu. Sveitir Hjálmars S Pálssonar og Birgis Arnar Steingrímssonar sem eru í tveimur efstu sætunum eigast síðan við í lokaumferðinni og gætu með jöfnum leik misst af toppsætinu eftirsótta.

Öll úrslit má sjá hér

23.11.2011

Deildakeppni Bridgefélags Reykjavíkur 2011

Eftir 4 kvölda sveitakeppni tók við 4 kvölda deildakeppni, þar sem sveitirnar tókum með sér stigin úr sveitakeppninni.

Staðan í fyrstu deild er þessi.
1. Chile        = 278 stig
2. Málning      = 274 stig
3. Garðs Apótek = 261 stig

Staðan í annarri deild er þessi.
1. Pétur og úlfarnir = 231 stig
2. Jón Bjarki Stef.  = 230 stig
3. Logoflex          = 225 stig

Efstu 2 sveitir í annarri deild flytjast upp í fyrstu deild næsta þriðjudag.

Sjá nánar á heimasíðu BR

22.11.2011

BH - Tveggja kvölda Mitchell

Fyrra kvöldið í Mitchell tvímenning Bridgefélags Hafnarfjarðar var spilað í gærkvöldi.
Einar Sigurðsson og Högni Friðþjófsson voru efstir í NS riðlinum og Gabríel Gíslason og Helga Bergmann í AV.

Spil og úrslit hér

21.11.2011

Fyrirlestur BR fellur niđur

Fyrirlesturinn á morgun 22. nóvember með Jóni Þorvarðarsyni um líkindafræði fellur niður af óviðráðanlegum orsökum.  Verður haldinn síðar í vetur.

kveðja, stjórnin

18.11.2011

Briddsfélag Selfoss

Síðast liðið fimmtudagskvöld hófst Sigfúsrmótið (aðaltvímenningur) Briddsfélags Selfoss með þátttöku 12 para. Um er að ræða fjögura kvölda barómeter. Þegar einu kvöldi af fjórum er lokið eru þeir Brynjólfur Gestsson og Helgi Hermansson efstir, á eftir þeim koma svo stórbændurnir Gísli Hauksson og Magnús Guðmundsson. Mótinu verður framhaldið næstkomandi fimmtudagskvöld.

Staðan í Sigfúsartvímenningi

18.11.2011

Sveit Birgis Arnar náđi forystunni í Kópavogi

Hörð barátta er á toppnum í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs. Sveit Birgis Steingrímssonar náði naumri forystu í gærkvöldi þegar fimmta og sjötta umferð voru spilaðar. Annars náði sveit Baldurs Bjartmarssonar besta árangri kvöldsins, eða 48 stigum af 50 mögulegum. Öll úrslit má sjá á heimasíðu BK.

17.11.2011

Hulda og Halldór langefst í Miđvikudagsklúbbnum

Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson náðu risaskori hjá Miðvikudagsklúbbnum í gærkvöldi eða 69,5%. Nokkur pör voru greinilega að æfa fyrir Íslandsmótið í Parasveitakeppni um helgina og urðu Hrund Einarsdóttir og Guðbrandur Sigurbergsson t.d. í öðru sæti. Öll úrslit má sjá hér.

16.11.2011

4 kvöld butlertvímennigur hafinn á Suđurnesjum

Í kvöld hófst á Suðurnesjum 4 kvölda butlertvímenningur.

20 pör eru mætt til leiks og eru þeir Arnór Ragnarsson og Gunnlaugur Sævarsson eftir eftir 4 umferðir með skor uppá 68 impa.

Í öðru sæti eru þeir Sigurjón Ingibjörnsson og Gunnar Guðbjörnsson með skor uppá 58,5 impa.

 Heimasíða Muninn er með öll úrslit.

15.11.2011

Sveit Chile er međ nauma forystu í haustsveitakeppni BR

Sveit Chile er með eins stigs forystu á sveit Sparisjóðs Siglufjarðar.  Stutt er í næstu sveitir

Sveit Chile og Sparisjóðsins spila saman í næstu umferð.

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu BR

12.11.2011

Höskuldur Gunnarsson einmenningsmeistari Suđurlands

Laugardaginn 12. nóvember var haldið í fyrsta sinn Suðurlandsmótið í einmenning. Til leiks í mótið mættu 16 spilarar og spiluðu allir við alla 3 spil á milli, eða alls 45 spil. Suðurlandsmeistari í einmenning árið 2011 er Höskuldur Gunnarsson, en hann endaði með +25 eða 59,3% skor. Í öðru sæti varð Anton Hartmannsson með +21 og jöfn í 3. - 4. sæti urðu Kristján Már Gunnarsson og Hulda Hjálmarsdóttir með +15. Þar sem þau urðu jöfn og ekki var unnt að skera úr um hvort þeirra var ofar, þá drógu þau spil. Kristján dró hærra spilið og hlaut því bronsverðlaunin. Lokastaðan og öll úrslit eru á ţessari síðu.

11.11.2011

Reykjavíkurdeildin

3. umferð Reykjavíkurdeildarinnar var spiluð í gær, fimmtudaginn 10.nóv. Grant Thornton hefur náð góðri forystu en nóg er eftir af mótinu svo aðrar sveitir skulu ekki örvænta. Sjá nánar hér

11.11.2011

Briddsfélag Selfoss

Málarbutler félagsins, sem var þriggja kvölda málarabutler lauk síðastliðið fimmtudagskvöld, með sigri þeirra Kristjáns og Helga. Þar rétt á eftir voru þeir Þröstur og Sigurður. Næstamót félagsins er Sigfúsartvímenningur sem er fjögurra kvölda tvímenningur. Hvetjum við alla sem á spilum geta haldið til að mæta í þetta skemmtilega mót.

Úrslit í málarabutler

Skráning í Sigfúsartvímenning

11.11.2011

Sveit Ţorsteins Berg jók forystuna í Kópavogi

Ţriðja og fjórða umferð í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs voru spilaðar í gærkvöldi. Sveit Þorsteins Berg jók forystuna í tíu stig og er nú með 78 stig af 100 mögulegum. Næstu 5 sveitir eru með 62-68 stig svo keppnin er gífurlega spennandi. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kóopavogs 

9.11.2011

Úrslit úr heimsókn Selfyssinga til Rangćinga

Föstudaginn 4. nóvember sl. lögðu 11 pör frá Selfossi land undir fót og mættu í Golfskálann á Strönd og mættu 7 pörum frá Bridgefélagi Rangæinga í árlegri heimsókn. Skipst er á að spila á Selfossi og í Rangárvallasýslu. Spilaður var barómeter, allir við alla, 2 spil á milli para.

Ţetta árið unnu þeir Þröstur Árnason og Sigurður Vilhjálmsson frá Selfossi með 66,5% skor. Í öðru sæti urðu Kristján Már Gunnarsson og Helgi Grétar Helgason með 60,7% skor og jafnir í 3. - 4. sæti urðu Sigfinnur Snorrason og Símon Sveinsson og Björn Snorrason og Guðmundur Þór Gunnarsson með 57,0% skor. Sigfinnur og Símon hlutu bronsverðlauninn þar sem þeir unnu innbyrðisviðureignina.

Öll úrslitin má finna á ţessari síðu.

9.11.2011

Frettir ađ norđan

  Vetrarstarf Bridgefélags Akureyrar hefur farið ágætlega í gang en nú er lokið þremur mótum.
Fyrsta mótið var Startmót Sjóvá sem var tveggja kvölda tvímenningur með 15 pörum en efst urðu:
1. Stefán Ragnarsson - Pétur Guðjónsson 59,0%
2. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason 55,8%
3. Valmar Valjaots - Víðir Jónsson 55,4%

Næst var Greifamótið, þriggja kvölda impa tvímenningur, en alltaf er Greifamaturinn góður hvati til árangurs. 14 pör tóku þátt og efstir urðu:
1. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason +86,3 impar
2. Haukur Harðarson - Grétar Örlygsson +35 impar
3. Óttar I. Oddsson - Kristján Þorsteinsson +28,5 impar

Nýlokið er svo þriggja kvölda Hraðsveitakeppni Byrs með 8 sveitum:
1. Sveit Old Boys 1705stig : Pétur Guðjónsson, Stefán Ragnarsson, Hörður Blöndal og Grettir Frímannsson
2. Sveit Gylfa Pálssonar 1574stig : Helgi Steinsson, Ævar Ármannsson og Árni Bjarnason
3. Sveit Ragnheiðar Haraldsdóttur 1513stig : Una Sveinsdóttir, Valmar Valjaots og Víðir Jónsson

Næsta mót er aðaltvímenningur félagsins þar sem Akureyrarmeistarar verða fundnir og baráttan verður án efa hörð.

Að lokum má rifja upp frumlögmálið í bridge sem fram kemur í þessari sígildu limru eftir formann B.A. Stefán Vilhjálmsson:

Í briddsinu byrjar oft senna

ef í blindni í sjóinn menn renna.

Við lýsum því öllu

með lögmáli snjöllu:

Ţað sem mistekst er makker að kenna!

Kveðja að norðan, Frímann Stefánsson

9.11.2011

Suđurlandsmótiđ í einmenning LOKAÚTKALL

ATH, skráning er enn mjög lítil í þetta mót, eða 10 einstaklingar þegar þetta er skrifað. Ef þátttaka næst ekki í lágmark 16 manns verður mótið ekki haldið. 

Ţetta er nýtt mót, sem verður árlegt ef vel tekst til. Mótið verður haldið laugardaginn 12. nóvember nk. kl. 10:00. Spilastaður verður líklega Tryggvaskáli, og spilandi keppnisstjóri verður Ólafur Steinason. Skráning í mótið er á ţessari síðu, og verður lokað fyrir skráningu föstudaginn 11. nóvember kl. 12:00 á hádegi.

8.11.2011

Haustsveitakeppni BR

Mjög þétt er á toppnum í haustsveitakeppni BR 2011. Sparisjóður Siglufjarðar er með tveggja stiga forystu á sveit Chile og eiga að spila saman í næstu umferð.

 1. Sparisjóður Siglufjarðar = 166
 2. Chile = 164
 3. Ólafur Steinason =163
 4. Garðs Apótek = 152

Sjá nánar á heimasíðu BR

8.11.2011

Ađaltvímenningur BB

Unnsteinn og Guðmundur Arasynir sýna mátt sinn og megin í upphafi aðaltvímennings Bridgefélags Borgarfjarðar.

7.11.2011

Austurlandsmót í tvímenning

  Austurlandsmótið í tvímenningi í bridge fór fram á Seyðisfirði 4. og 5. nóvember.

14 pör tóku þátt

Í efstu sætum urðu:
1. Guttormur Kristmannsson og Magnús Ásgrímsson 137 stig.
2. Pálmi Kristmannsson og Þorsteinn Bergsson 102 stig.
3. Jón Halldór Guðmundsson og Unnar I Jósepsson 72 stig.
4. Björn Hafþór Guðmundsson og Magnús Valgeirsson 40 stig.
5. Jónas Ólafsson og Ævar Ármannsson 10 stig.
6. Gunnar Róbertsson og Sigurvin Þórhalsson 9 stig.
7. Einar H Guðmundsson og Kristinn Valdimarsson -1 stig.

F.h. Bridgesambands Austurlands.

Jón H Guðmundsson.

7.11.2011

Norđurlandsmót vestra-Svćđamót í tvímenning

Laugardaginn 5 nóvember var spilaður tvímenningur í bridge í  bóknámshúsi Fjölbrautaskóla norðurlands vestra. Um var að ræða svæðamót Norðurlands vestra.

Til leiks mættu 14 pör. Spilaðar voru 13 umferðir, 4 spil milli para eða 52 spil.

Úrslit urðu sem hér segir:

Röð

Par:

       

Stig

1

Eyjólfur Sigurðsson

og

Ólafur Sigmarsson

 

75

2

Reynir Helgason

og

Frímann tefánsson

 

71

3

Björn Friðriksson

og

Björn  G Friðriksson

 

47

4

Smári Viglundsson

og

Marinó Steinarsson

 

37

5

Jón Örn Berndsen

og

Ásgrímur Sigurbjörnsson

16


Frá vinstri: Björn G Friðriksson, Björn Friðriksson,Eyjólfur Sigurðsson, Ólafur Sigmarsson, Frímann Stefánsson og Reynir Helgason.

4.11.2011

Sveit Ţorsteins Berg í forystu í Kópavogi

Aðalsveitakepni Bridgefélags Kópavogs hófst í gærkvöld. tíu sveitir mættu til leiks og hefur sveit Þorsteins Berg nauma forystu eftir tvær umferðir með 39 stig en sveit Jörundar kemur næst með 37 stig. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kóopavogs.

1.11.2011

Haustsveitakeppni BR

Mjög þétt er á toppnum í haustsveitakeppni BR 2011.  Sparisjóður Siglufjarðar er með eins stigs forystu á Garðs Apótek og eiga að spila saman í næstu umferð.

1. Sparisjóður Siglufjarðar = 108,00
2. Garðs Apótek             = 107,00
3. Sölufélag Garðyrkjumanna = 101,00
4. VÍS                      = 101,00

Sjá nánar á heimasíðu BR

29.10.2011

KÓPAVOGSDEILDIN

Kópavogsdeildin í bridge auglýsir eftir áhugasömum bridgespilurum sem ekki hafa þann leiða ávana að spila einungis einn fimmtudag í mánuði!!

Verkefni:

Taka þátt í hinni bráðskemmtilegu AÐALSVEITAKEPPNI Bridgefélags Kópavogs sem hefst þann 03 nóvember næstkomandi. Spilaðir verða tveir 14 spila leikir á kvöldi. Stendur yfir í 5-6 fimmtudagskvöld.

Spilað er í Gjábakka, félagsheimili aldraðra, Fannborg 8 og hefst spilamennskan kl. 19:00

Listhafendur hafi samband við Þórð í síma 862-1794 sem mun aðstoða við myndun sveita.

28.10.2011

Briddsfélag Selfoss

Kristján Már og Gísli Þórarinsson fengu mjög gott skor á fyrstakvöldi málarabutlersins sem hófst síðastliðið fimmtudagskvöld. Mótinu verður haldið áfram næstkomandi fimmtudag.

Úrslit

28.10.2011

Júlíus og Eiđur unnu Butlerinn í Kópavogi

Ţrigja kvölda Butler-tvímenningi Bridgefélags Kópavogs lauk í gærkvöldi. Eiður Mar Júlíusson og Júlíus Snorrason höfðu þar sigurþrátt fyrir að skora aðeins +8 impa síðasta kvöldið. Á lokakvöldinu urðu Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson efstir með 52 impa sem dugði þaim í 5 sæti samanlagt. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

27.10.2011

Austfirskir bridgespilarar

  Vetrarstarf bridgespilara á Austurlandi er komið á fullt sving.
Góður upptaktur er í starfi sambandsins og er þátttakan á þeim mótum sem búin eru á starfsárinu með besta móti.

Paratvímenningur sambandsins var spilaður 22. okt á Egilsstöðum.
8 pör kepptu.
Efst urðu.
1. Jóhanna Gísladóttir og Skúli Sveinsson, 148 stig.
2. Guðný Kjartansdóttir og Sigurður Stefánsson, 138 stig.
3. Sigríður Gunnarsdóttir og Jón Einar Jóhannsson. 133 stig.

Hraðsveitakeppni Austurlands var spiluð 16. október á Reyðarfirði.
9 sveitir kepptu þar.

Efstar urðu:
1. Brimberg 802 stig
2. Haustak, 783 stig.
3. Suðurfjarðamenn, 782 stig.

Í sigursveitinni spiluðu: Einar H Guðmundsson, Jón H Guðmundsson, Kristinn Valdimarsson og Sigurður Valdimarsson.

Næsta mót hjá austfirskum bridgespilurum er svo Austurlandsmót í tvímenningi sem spilað verður á Seyðisfirði 4.-5. nóvember.

Með bridgekveðju,

Jón H Guðmundsson,

forseti Bridgesambands Austurlands.

25.10.2011

8 kvölda sveitakeppni BR

Sveit Sparisjóðs siglufjarðar er með nauma forystu eftir 3 umferðir með 59 stig. Næst kemur Íslenskt grænmeti með 56 stig.  Sjá nánar á heimasíðu BR

25.10.2011

BH: Miđvikudagsklúbburinn leiđir eftir 2 kvöld af 3 í Hrađsveitakeppni

Sveit Miðvikudagsklúbbsins leiðir eftir 2 kvöld af 3. Þeir eru með +101 impa. Í öðru sæti er sveit GSE með +82 og voru þeir með skor kvöldsins, +45. Í 3ja sæti er sveit Eðvarðs Hallgrímssonar með +42 og þeir voru jafnframt í 2. sæti yfir kvöldið með +41 impa.

Öll úrslit og butler

21.10.2011

Kristján og Helgi sigruđu Suđurgarđstvímenninginn á Selfossi

Síðastliðið fimmtudagskvöld lauk 3ja kvölda tvímenningi hjá briddsfélagi Selfoss með sigri Kristjáns Márs og Helga Grétars, skammt þar á eftir komu Guðmundur Þór og Björn. Næsta mót félagsins er Málarabutler, sem er þriggja kvölda butler tvímenningur. Hvetjum við alla briddsara til að fjölmenna í það mót.

Skor kvöldsins

Heildarstaðan í mótinu.

Skráning í Málarabutler.

20.10.2011

ReykjavíkurDeildin: 2. umferđ - öll úrslit og butler

 

Öll úrslit og butler er að finna á heimasíðu ReykjavíkurDeildarinnar

20.10.2011

Júlíus og Eiđur Mar tóku forystuna Kópavogi

Annað kvöldið af þremur í Butler-tvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í gærkvöldi. Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson náðu besta skori kvöldsins með +44. Júlíus Snorrason og Eiður Mar Júlíusson tóku hinsvegar forystuna í heildarkeppninni með +64 samtals. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

18.10.2011

Bermuda hrađsveitakeppni BR

Sveit Chile vann hraðsveitakeppnina með yfirburðum.
Lokastaðan

Chile = 1617
Ástarlía = 1578
Nýja Sjáland = 1553

Í sveit Chile spiluðu Ómar Olgeirsson, Ragnar Magnússon, Páll Valdimarsson, Sverrir Kristinsson, Kjartan Ásmundsson og Stefán Jóhannsson

Sjá nánar á heimasíðu BR

Næst er 8 kvölda sveitakeppni.  Spilaðir eru 10 spila leikir,  Fyrstu 4 kvöldin er spilað monrad röðun,
en eftir það er spilað deildaskipt, og monrad innan deilda.  Allir velkomnir.

18.10.2011

BH: Miđvikudagsklúbburinn efstur međ +83 impa í Hrađsveitakeppninni

Sveit Miðvikudagsklúbbsins er efst með +83 impa eftir 1. kvöld af 3 í Hraðsveitakeppni BH. Sveit GSE er í 2. sæti með +37 impa og í 3ja sæti er sveit Maríu Haraldsdóttur með +34.

Öll úrslit , butler og stöðu er að finna á heimasíðu félagsins. Í butlernum er hægt að sjá hverjir eru í hvaða sveit:

Heimasíða BH

14.10.2011

Briddsfélag Selfoss

Annað kvöldið í suðurgarðstvímenningi Briddsfélags Selfoss lauk með naumum sigri þeirra Sveins Ragnarssonar og Runólfs Guðmundssonar, skammt þar eftir jafnir öðru til þriðjasætis komu þeir Guðmundur Þór og Björn Snorrason, og Símon Sveinsson og Sigfinnur Snorrason. Mótinu líkur næst komandi fimmtudags kvöld, staðan í mótinu er enn galopinn þar sem 2 kvöld af þremur telja.

Úrslitin 13.okt

Heildarstaðan

Bridgefélag Selfoss er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg.

14.10.2011

ReykjavíkurDeildin: Nćsti spiladagur er 20. október

Búið er að draga í 2. umferð í ReykjavíkurDeildinni.

Næstu spiladagur er 20. október

Heimasíða ReykjavíkurDeildarinnar

13.10.2011

Hjálmar og Sveinn efstir í Kópavogi

Hjálmar S Pálsson og Sveinn R Þorvaldsson eru efstir eftir fyrsta kvöldið af þremur í Bötler-tvímenningi hjá Bridgefélagi Kópavogs. Þeir eru með 2,11 að meðaltali úr spili. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

13.10.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Einar og Guđmundur međ 66,1% comeback!

Einar Hallsson og Guðmundur Guðmundsson komu með glæsilegt comeback á spilakvöldi Miðvikudagsklúbbsins. Þeir leiddu mest allt kvöldið með yfir 70% skor en enduðu í lokin með "aðeins" 66,1% skor. Glæsileg endurkoma hjá þessum spilurum! Þeir fengu að launum að velja sér bók úr bókahillu Guðmndar Páls Arnarsonar. Í 2. sæti voru Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson og þriðju voru Pétur Antonsson og Örn Einarsson.

Öll spil og úrslit er að finna á heimasíðu Miðvikudagsklúbbsins

12.10.2011

Bermuda Hrađsveitakeppni er jöfn á toppinum

Sveit Chile er með smá forystu að loknum 2 kvöldum hjá BR.  Staðan er þessi...

 1. Chile = 128
 2. Ástarlía = 100
 3. Nýja Sjáland = 70

Sjá nánar á heimasíðu BR

11.10.2011

BH: Svala og Garđar unnu Gamla vínhús tvímenninginn!

Svala Pálsdóttir og Garðar Garðarsson unnu 3ja kvölda Gamla vínhússtvímenning BH. Þau endðu með 56,9% skor sem var rúmlega 3% meira en næsta par sem var Pétur Sigurðsson og Ólafur Þór Jóhannsson. Í 3ja sæti voru Magnús Sverrisson og Halldór Þorvaldsson.

Pétur og Ólafur voru með hæsta skor kvöldsins og Högni Friðþjófsson og Bergur Reynisson voru í 2. sæti yfir kvöldið.

Næsta keppni félagsins er 3ja kvölda Hraðsveitakeppni.

Heimasíða BH

8.10.2011

Bridgefélag Selfoss - Páll og Sigurđur Reynir efstir í Suđurgarđsmótinu

Keppni hófst í fyrsta móti vetrarins 6. október sl. Mótið nefnist Suðurgarðsmótið, og er 3 kvölda mót, þar sem 2 bestu kvöldin gilda til stiga. Til leiks mættu 11 pör í fyrsta kvöldið, en benda má fólki á að það getur bæst í hópinn á næsta kvöldi sem verður spilað 13. október.

Efstu pör í mótinu eru Páll Skaftason og Sigurður Reynir Óttarsson með 63,1% skor og jafnir í öðru sæti eru annars vegar þeir Karl Þór Björnsson og Leif Österby og hins vegar Þröstur Árnason og Sigurður Vilhjálmsson með 59,4% skor.

Nánar má finna um úrslitin á þessari síðu.

Bridgefélag Selfoss er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg.

6.10.2011

Miđvikudagsklúbburinn og Muninn 5/10: Arnór og Garđar efstir međ rúmlega 62,8%

Ţegar spilakvöld Miðvikudagsklúbbsins og Muninn var samreiknaður fyrir miðvikudaginn 5. október þá voru Garðar Garðarsson og Arnór Ragnarsson hæstir yfir bæði félög með 62,8%. Davíð Lúðvíksson og Emma Axelsdóttir voru næst með 59,4 og í þriðja sæti voru Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson með 59,1%. Öll spil og úrslit er að finna á heimasíðum félaganna.

Miðvikudagsklúbburinn

Muninn Sandgerði

6.10.2011

Erla og Guđni unnu međ 0,1 prósenti í Kópavogi

Lokið er fyrstu keppni vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs. Þar var spilaður þriggja kvölda Monrad-barómeter. Samanlögð prósentuskor kvöldanna þriggja gilti til verðlauna. Guðni Ingvarsson og Erla Sigurjónsdóttir/Óli Björn Gunnarsson enduðu með 164,3% alls en Kristján B Snorrason og Hjálmar S Pálsson fengu 164,2% alls. Á lokakvöldinu urðu hinsvegar Þorsteinn Berg og Jón Steinar Ingólfsson efstir með 56,4%. Öll úrslit má sjá á Heimasíðu BK

5.10.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Emma og Davíđ efst međ 58,9%

Miðvikudaginn 5. október var spilaður einskvölds tvímenningur með þátttöku 14 para.

Emma Axelsdóttir og Davíð Lúðvíksson voru efst með +30 og fengu að launum að velja sér sitthvora bókina úr Bókasafni Guðmundar Páls Arnarsonar. Jón Hákon Jónsson og Sigtryggur Jónsson voru í 2. sæti með +29 og í þriðja sæti voru Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson með +28.

Öll úrslit og staða

5.10.2011

Briddsfélag Selfoss - úrslit og fleira

Regluleg spilamennska hjá Briddsfélagi Selfoss hefst fimmtudaginn 6. október. Þá hefst þriggjakvölda tvímenningskeppni þar sem tvö bestu kvöldin telja. Spilamennska hefst  kl 19:30 í Tryggvaskála. Hvetjum við menn til að skrá sig fyrirfram.

Skráning hér

Föstudaginn 30. september sl. fór fram aðalfundur félagsins, og var kjörinn nýr formaður, Garðar Garðarsson, en Þröstur Árnason lauk störfum eftir 2 ár. Aðrir í stjórninni voru endurkjörnir, þeir Kristján Már Gunnarsson gjaldkeri, Guðmundur Þór Gunnarsson ritari, Björn Snorrason varaformaður, og Brynjólfur Gestsson og Ríkharður Sverrisson meðstjórnendur.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum var spilaður tvímenningur með 10 pörum, 2 spil á milli para. Þar urður sigurvegarar Kristján Már Gunnarsson og Þröstur Árnason með 62,5% skor. Nánar um úrsltin á ţessari síðu.

Bridgefélag Selfoss er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg.

5.10.2011

Bermuda Hrađsveitakeppni BR 2011

Sveit Chile er með forystu að loknu fyrsta kvöldi Bermuda. 

20 sveitir mættu til leiks í hraðsveitakeppni BR þetta árið. Að lokinni fyristu umferð af 3
ţá er Staðan þessi.

1. Chile = 91. stig.
2. Ástarlía = 61 stig.
3. Ísland = 48 stig.

Í sveit Chile spila Stefán Jóhannsson, Kjartan Ásmundsson, Ómar Olgeirsson og Ragnar Magnússon

Næst verður raðað upp á nýtt í riðlum, þar sem 10 efstu sveitirnar spila innbyrðis.

Sjá nánari úrslit á heimasíðu BR

3.10.2011

BH: Svala og Garđar leiđa Gamla vínhús tvímenninginn eftir 2 kvöld af 3.

Svala Pálsdóttir og Garðar Garðarsson eru efst í Gamla vínhústvímenningnum eftir 2 kvöld af 3. Þau eru með +105 en næstir eru Magnús Sverrisson og Halldór Þorvaldsson með +61 og í 3ja sæti eru Guðlaugur Sveinsson og Jón Bjarki Stefánsson með +59.

Hæsta skor kvöldsins náðu Magnús og Halldór, +53 sem jafngildir59,8%.

Allar upplýsingar um stöðu og öll úrslit er að finna á Heimasíðu BH

30.9.2011

Reykjavíkurdeildin: Hulduherinn og Skessuhorn leiđa eftir 1. kvöld!

Sveitir Hulduhersins og Skessuhorns eru efstar með 18 stig eftir 1. kvöldið í Reykjavíkur Deildinni.

Leik Sparisjóðs Siglufjarðar og VÍS var frestað og sveit Hulduhersins var í yfirsetu sem reynt verður að fylla upp í.

Vegna óvæntrar þátttökuaukningu á síðustu metrunum þá verður tekin endanleg ákvörðun um fyrirkomulag mjög fljótlega.

Stuðst verður við 32 spila leik með 1 hálfleik

Heimasíða Reykjavíkur Deildarinnar

29.9.2011

Hjálmar og Kristján leiđa í Kóopavogi

Eftir tvö kvöld af þremur í Hausttvímenningi Bridgefélags Kóopavogs eru Kristján B Snorrason og Hjálmar S Pálsson efstir með 108,6 stig sem er samanlögð prósentuskor beggja kvöldanna. Á hæla þeim koma Guðni Ingvars og Erla Sigurjóns/Óli Björn Gunnars með 108,2 stig. Besta skori kvöldsins náðu Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson með 67,6%.

Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

28.9.2011

Tvímenningskeppnir á BBO

Bridgefélag Reykjavíkur stendur fyrir 4 stuttum tvímenningsleikjum á BBO næsta föstudag.

Spilamennska er skipulögð kl. 19:00,  20:00, 21:00 og 22:00

Hver lota er sjálfstæð.  Allir velkomnir.  Leiðbeiningar veitir Vigfús Pálsson í síma 693-1061

Sjá www.bridgebase.com

28.9.2011

Cavendis tvímenningur BR 2011

Jón Þorvarðarson og Haukur Ingason unnu mótið með nokkrum yfirburðum.  Besta skor kvöldsins fengu Guðbrandur Sigurbergsson og Friðþjófur Einarsson, 1267 stig

Lokastaðan

Haukur Ingason - Jón Þorvarðarson             2458 stig
Egill Darri Brynjólfsson - Örvar Óskarsson    2001 stig
Ragna Briem - Þóranna Pálsdóttir              1951 stig
Sveinn Rúnar Eiríksson - Júlíus Sigurjónsson  1863 stig
Jón Sigurbjörnsson - Björk Jónsdóttir         1413 stig

Sjá nánar á heimasíðu BR 

Næsta mót er hraðsveitakeppni, þrjú kvöld


Allir velkomnir.

27.9.2011

Briddsfélag Selfoss og nágrennis

Vetrarstarf Briddsfélags Selfoss og nágrennis hefst föstudaginn 30. september með aðalfundi. Fundurinn hefst kl.20:00 í Tryggvaskála. Að loknum aðalfundarstörfum verður svo tekið í spil.

27.9.2011

BR - Aron međ fyrirlestur kl. 18 í dag um sagnvenjur

Aron Þorfinnsson mun í dag kl. 18 vera með fyrirlestur og umræður um sagnvenjur. 
Til dæmis ýmsar lebensohl-stöður og algengar sagnvenjur. Meðal annars út frá því sjónarmiði að pör eru oft að nota sagnvenjur sem koma mjög sjaldan upp og eru þar af leiðandi að missa af ýmsum tækifærum fyrir algengari stöður. Auk þess sem hætta er á að gleyma hlutum sem koma upp bara einu sinni á ári!
Kíkið á þetta í Síðumúla 37 kl. 18, fyrir lokakvöldið í Cavendish-tvímenningnum!

27.9.2011

BH: Svala og Garđar byrja međ 66,1% í Gamla vínhús mótinu!

Svala Pálsdóttir og Garðar Garðarsson eru efst með 66,1% eftir 1. kvöldið af 3 í Gamla vínhús móti Bridgefélags Hafnarfjarðar. Næst eru María Haraldsdóttir og Sverrir Þórisson með 56,5% og í 3ja sæti eru Sigurjón Harðarson og Haukur Árnason með 55,6%.

Öll spil og úrslit er að finna á heimasíðu BH

22.9.2011

Guđmundur Aldan og Stefán í forystu í Haust-Monrad BK

Guðmundur Aldan Grétarsson og Stefán R Jónsson tóku forystuna á fyrsta kvöldi af þremur í Hausttvímenningi Bridgefélags Kópavogs. Spilað var á 7 borðum en þar sem spilaður er Monrad-barómeter hvert kvöld fyrir sig er hægt að bæta inn pörum en þau geta þó ekki unnið til verðlauna. Öll úrslit má sjá á Heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

22.9.2011

Miđvikudagsklúbburinn og Muninn: 21. september samreiknađur

Miðvikudaginn 21. september spiluðu Miðvikudagsklúbburinn og Muninn Sandgerði sömu spil og er komin niðurstaða úr samreiknuðum útreikning:

 Þorgeir Ver Halldórsson og Garðar Þór Garðarsson enduðu efstir með 61,8% og næstir voru Runólfur Guðmundsson og Sveinn Ragnarsson með 59,4%. Runólfur og Sveinn enduðu í 3. sæti í hjá Miðvikudagsklúbbnum svo þeir fagna öllum samreikningum með Muninn í framtíðinni!

Öll úrslit er að finna á úrslitasíðum félaganna:

Miðvikudagsklúbburinn   -    Muninn

21.9.2011

Fyrsta keppni vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs ađ hefjast

Fyrsta keppni vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs hefst fimmtudaginn 22 sept kl. 19:00  (á morgum)

Ţað er þriggja kvölda Monrad-barómeter þar sem allir spila spil 1-4 í fyrstu setu osfrv. Fastagestum sem ekki komu síðasta fimmtudag er bent á að taka kvöldið frá. Skráning á staðnum. 

Nýjir félagar einnig velkomnir.

Dagskrá vetrarins má sjá á heimasíðu BK

Spilað er í Gjábakka, félagsheimili aldraðra að Fannborg 8 á bakvið Landsbankann.

20.9.2011

Kjartan og Stefán leiđa Cavendish tvímenning naumlega

Að loknum 2 kvöldum er staðan þessi.  Hnífjafnt á toppinum

1. Kjartan Ásmundsson - Stefán Jóhannsson      = 1571 stig
2. Jón Þorvarðarson - Haukur Ingason           = 1569 stig
3. Sveinn R. Eiríksson - Júlíus Sigurjónsson   = 1519 stig
4. Egill Darri Brynjólfsson - Haraldur Ingason = 1452 stig

Guðmundur Páll Arnarson og Ásmundur Pálsson skoruðu mest þetta kvöldið.  1106 stig.

Sjá nánar á heimasíðu BR

20.9.2011

Ţá er lokiđ öđru spilakvöldi BH međ risaskori

Ţá er lokið öðru spilakvöldi BH með risaskori hjá hjónunum Dröfn og Ásgeiri en þau enduðu með 71% skor.

hér má sjá heildarstöðuna

Næsta mánudag hefst 3 kvölda Barometer Gamla vínhús mótið þar sem vegleg verðlaun verða í boði.

15.9.2011

Heimir og Árni Már efstir í Kópavogi

Heimir Tryggvason og Árni Már Björnsson sigruðu á fyrsta spilakvöldi Bridgefélags Kópavogs þetta haustið. Spilaður var Monrad-barómeter. Öll úrslit má sjá hér

15.9.2011

Spilakvöld hjá Miđvikudagsklúbbnum og Muninn 14. september voru samreiknuđ!

Hæsta skorið lækkaði aðeins við samreikninginn en efstir voru Arnór Ragnarsson og Oddur Hannesson með 58,6%. Guðrún Jörgensen og Guðlaugur Sveinsson voru í 2. sæti með 58,3% og í 3ja sæti voru Halldór Ármansson og Gísli Sigurkarlsson með 57,1%.

Hægt er að sjá öll úrslit og spil á heimasíðum félaganna:

 Miðvikudagsklúbburinn

Muninn Sandgerði

14.9.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Guđlaugur og Guđrún unnu fyrsta kvöldiđ

Miðvikudagsklúbburinn byrjaði vetrarstarfsemina 14. september.

Guðlaugur Sveinsson og Guðrún Jörgensen unnu fyrsta kvöldið með 59,2% skor.

Öll úrslit og spil og lifandi úrslit á spilakvöldum félagsins er að finna á heimasíðu félagsins:

www.bridge.is/MID

14.9.2011

Vetrarstarf Bridgefélags Kópavogs ađ hefjast

Vetrarstarf Bridgefélags Kópavogs hefst fimmtudaginn 15 september með eins kvölds MONRAD-tvímenningi.

Spilastaður: Gjábakki, félagsheimili aldraðra, Fannborg 8, á bak við Landsbankann við Hamraborg.

Tími: Fimmtudagar kl. 19:00

Vetrardagskráin er í smíðum en fyrsta keppni vetrarins hefst þann 22 sept.

13.9.2011

Cavendish tvímenningur BR

Jón Þorvarðarson og Haukur Ingason eru með góða forystu eftir fyrsta kvöld af þremur í Cavendish Tvímenningi BR.  44 pör taka þátt. 

Sjá nánari úrslit á heimasíðu BR

13.9.2011

BH Úrslit

 

Hérna má sjá úrslitin frá fyrsta kvöldinu hjá okkur. 

http://www.bridge.is/files/12-09-11_773371313.htm 

Spilað var á 8 1/2 borði sem verður að teljast ágætt svona fyrsta kvöldið

Næsta mánudag er síðan einskvölda tvímenningur

Sjáumst hress :) 

 

12.9.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Vetrarstariđ byrjar miđvikudaginn 14. september

11.9.2011

Vetrarstaf á Suđurnesjum ađ hefjast

Vetrarstaf bridgefélaganna á Suðurnesjum hefst miðvikudaginn 14. september n.k.

Fystu kvöldin verður spilaður eins kvölds tvímenningur, þar sem spiluð verða sömu spil og miðvikudagsklúbburinn og skor klúbbanna sett saman.

Hvet alla til að mæta og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.

 

10.9.2011

Lokamót Sumarbridge: Björn og Sverrir unnu sér keppnisgjald á Bridgehátíđ

Björn Friðriksson og Sverrir Þórisson unnu 34 para lokamót Sumarbridge 2011. Enduðu þeir 3 stigum fyrir ofan Garðar Garðarsson og Gunnlaug Sævarsson. Í 3ja sæti voru Árni Hannesson og Oddur Hannesson.

Heimasíða Sumarbridge 2011

6.9.2011

Páll og Sverrir burstuđu fyrsta tvímenninginn hjá BR

Fyrsta spilakvöld BR fór rólega af stað.
Páll Valdimarsson og Sverrir Kristinsson tóku risaskor í síðustu umferð og unnu mótið.

1. Páll Valdimarsson - Sverrir Kristinsson 137 stig
2. Helgi Sigurðsson - Ísak Örn Sigurðsson 128 stig
3. Vigfús Pálsson - Björgvin Víglundsson 127 stig

Nánari úrslit er að finna á heimasíðu BR

Næst er þriggja kvölda Cavendish tvímenningur, þar sem hægt er að skora stórt.

2.9.2011

Lokamót Sumarbridge 2011 - föstudaginn 9. september kl 18:00

Lokamót Sumarbridge 2011 fer fram föstudaginn 9. september og byrjar kl 18:00. Spilaðar verða 10 umferðir með 4 spilum á milli para. Spilað verður um silfurstig. Keppnisgjald er 1500 kr. á spilara og veitt verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin:

 • 1. verðlaun:   Keppnisgjald fyrir 1 par á Bridgehátíð 2012
 • 2. verðlaun:   Keppnisgjald fyrir 1 par á Íslandsmótið í Butler tvímenning 2012
 • 3-5. verðlaun: Keppnisgjald fyrir 2 spilara á Íslandsmótið í einmenning 2011.

Jafnframt verða veitt verðlaun fyrir 3 bronsstigahæstu karl og kvenspilara sumarsins.

1.9.2011

Ađalfundur Bridgefélags Kópavogs 8. sept.

Aðalfundur Bridgefélags Kópavogs verður haldinn fimmtudaginn 8 sept. kl. 19:00 í Gjábakka, félagsheimili eldri borgara, Fannborg 8. (á bakvið Landsbankann við Hamraborg)

Venjuleg aðalfundarstörf. 

Veitingar

25.8.2011

Hauststarf BH

Ţá er haust starfið að hefjast sjá dagskrá hérna 

17.8.2011

Sumarbridge: Jón Bjarki og Ólafur efstir međ 65,3%

Jón Bjarki Stefánsson og Ólafur Þór Jóhannsson unnu 31 para tvímenning í Sumarbridge, miðvikudaginn 17. ágúst.

Heimasíða Sumarbridge 2011

4.7.2011

Landmót UMFÍ 50+

UMSS vann Bridgekeppni 1. Landsmóts UMFÍ 50+ sem fram fór á Hvammstanga. Nánari úrslit er að finna hér.

1.7.2011

Bill Hughes Alheimstvímenningur: Ómar og Páll efstir á Íslandi

Ómar Olgeirsson og Páll Þórsson voru efstir í Bill Hughes Alheimstvímenningnum. Jöfn í 2. sæti voru Erla Sigurjónsdóttir og María Haraldsdóttir og Guðmundur Snorrason og Ragnar Hermannsson.

Staðan á Heimsvísu

Staðan á Íslandi eftir samanburð í heiminum

Sumarbridge 2011

16.6.2011

Sumarbridge: Alheimstvímenningur 1. júlí!

Spilaður verður Alheimstvímenningur í Sumarbridge föstudaginn 1. júlí.

Spilasnið verður með svipuðu fyrirkomulagi og í Alheimstvímenningnum í júní, nema að í staðinn fyrir að vera Alheimstvímenningur á vegum WBF þá heitir þetta Bill Hughes pairs. Yfir 60 klúbbar hafa tilkynnt þátttöku nú þegar.

Spilamennska hefst kl. 19:00 og verður spilað um silfurstig.

Sumarbridge 2011

4.6.2011

Sumarbridge: ALHEIMSTVÍMENNINGUR 3. júní

Ísak Örn Sigurðsson og Helgi Sigurðsson voru efstir í Reykjavík föstudaginn 3. júní þegar Alheimstvímenningur var spilaður. 31 par töku þátt og voru þeir hæstir með 60,3% skor.

HEIMASÍÐA SUMARBRIDGE

STAÐAN Á HEIMSVÍSU

1.6.2011

Ađalfundur BR 15. júní kl. 18

Boðað er til aðalfundar Bridgefélags Reykjavíkur þann 15. júní 2011.  Fundurinn verður haldinn í Síðumúla 37 kl. 18:00

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Aðalfundarstörf skv. 5. gr. laga Bridgefélags Reykjavíkur.

Eftirfarandi tillögur um lagabreytingar hafa komið fram og verða afgreiddar á fundinum.
Tillaga um fækkun stjórnarmanna úr 5 í 3.  
Tillaga um að breyta boðun aðalfundar.

31.5.2011

Bridgefélag Selfoss: Kristján Már Gunnarsson bronsstigakóngur vetrarins

Komin eru inn á heimasíðu Bridgefélag Selfoss yfirlit yfir bronsstig vetrarins. Bronsstigakóngur vorsins var Sigfinnur Snorrason með 186 bronsstig. Bronsstigakóngur haustsins var Helgi Grétar Helgason með 160 bronsstig, og bronsstigakóngur alls vetrarins var Kristján Már Gunnarsson með 248 bronsstig.

Nánar má sjá þetta á ţessari síðu.

28.5.2011

Golf og Bridge-spilagjöf og golf komiđ inn

Ţá er lokið Golf og bridge móti 2011 í frábæri veðri

Reiknimeistari Golfsins misreiknaðisig aðeins og bjó til nýja reglu í golfi, sem hann að vísu lofaði að hann skildi aldrei nota aftur :)

en hann fékk fékk niðurstöðu sem allir sættu sig við, en þá er fundin út % skor hjá golfurum og bridgerum það lagt saman og deilt með 2 

En úrslit í golf og bridge var eftirfarandi

1 sæti
Halldór Svanbergsson
Valur B.Sigurðsson

2.sæti
Sigurður Skagfjörð
Sigurjón Harðarson

3.sæti
Atli Hjartarson
Hafþór Krisjánsson

Hér má sjá spilagjöf 

Hér að neðan er úrslit úr golfinu

Atli – Hafþór  44 60%
Valur- Halldór  41 59,8%
Sigurjón – Sigurður 39 58,5%
Friðþjófur-Guðbrandur   38      57,2%
Pétur –Karl  37 55,9%
Örn – Loftur  37 55,9%
Guðlaugur-Guðni  37 55,9%
Árni – Svavar  36 54,6%
Steinberg – Guðmundur 34 52,6%
Jón – Kristinn  33 51,3%
Sigurjón –Gunnar 33 51,3%
Halldór _ Skafti 32 48,2%
Jens – Jón Steinar 29 46,6%
Ólafur – Ingvaldur 28 44,8%
Dröfn – Edda  26 42,2%
Erla – Bernódus  23 40%

 Sjáumst hress að ári í þessu skemmtilega móti :)

26.5.2011

Garđar Garđarsson bronsstigameistari!

Bronsstigameistari á Suðurnesjum er Garðar Garðarsson með 455 bronsstig. Annar varð Gunnlaugur Sævarsson með 329 bronssig og svo komu feðgarnir Dagur og Bjarki með 302 bronsstig. Óskum þessum spilurum til hamngju með veturinn og sjáumst hress næsta vetur.

Bronsstigatafla

21.5.2011

Árshátíđ kvenna 2011

Árshátið kvenna fór fram 21.maí í veislusalnum skútan í Hafnarfirði. Hátíðin hófst kl. 11 með fordrykk og svo var borinn fram dýrindis matur. Spilamennska hófst um 13:30.

Sigurvegarar dagsins eru þær Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir með 60,9% skor

Dagurinn heppnaðis vel í alla staði og á árshátíðarnefndin hrós skilið fyrir þetta. Vonandi sjáumst við hressar á næsta ári.

Öll úrslit og spil eru á heimasíðu Muninns eða hægt er að smella hér til að komast þangað.

18.5.2011

Sumarbridge: Ísak og Helgi unnu 2. kvöldiđ af 2 !

Ísak Örn Sigurðsson og Helgi Sigurðsson eru með 100% árangur í Sumarbridge. Þeir hafa unnið bæði kvöldin sem hefur verið spilað og má búast við þeim fyrnasterkum næsta mánudag.

Ţví ákvað Sumarbridge 2011 að gera þeim aðeins erfiðara fyrir og býður hverju því pari sem spilar gegn þeim og fær +, að spila frítt næst þegar það kemur að spila!

SUMARBRIDGE 2011

17.5.2011

Sumarbridge: Ísak og Helgi fyrstu sigurvegarar Sumarbridge 2011

Ísak Örn Sigurðsson og Helgi Sigurðsson unnu fyrsta spilakvöld Sumarbridge. Þeir gerðu sér lítið fyrir og skoruðu tæplega 64%. Næsta spilakvöld Sumarbridge er miðvikudagurinn 18. maí.

Hægt er að fylgjast með stöðunni live eða sjá öll spil og úrslit eftir spilamennsku á heimasíðu Sumarbridge:

www.bridge.is/sumar

13.5.2011

Júlíus Snorrason er Bronsstigameistari BK

 

Júlíus Snorrason er Bronsstigameistari Bridgefélags Kópavogs veturinn 2010-2011. Hann var um eitt hundrað stigum fyrir ofan næsta mann eins og sjá má á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.  Hann er hér á myndinni ásamt Heimi Þór Tryggvasyni formanni BK.

                                        

12.5.2011

Ađalfundur BH

Aðalfundur Bridgefélags Hafnarfjarðar verður haldin 15.maí á A Hansen í Hafnarfirði fundurinn hefst kl:18:00

Fundurinn verður með hefðbudnu sniði þ.e.skemmtilegur.

Veitt verða verðlaun fyrir:

Aðalsveitakeppni 1-2-3 sæti, aðalatvímenning 1-2-3 sæti  og einmenning.1 sæti

Boðið verður upp á 3 rétta máltíð (Villisveppasúpa,Piparsteik og ís) Félagsmönnum að kostnaðarlausu. Hvet alla til að mæta og taka maka með í notalega kvöldstund.

Vinsamlegast látið (Sigurjón 8980970) vita um mætingu fyrir föstudaginn 13.maí.

10.5.2011

Einmenningsmeistarakeppni BR 2011

Einmenningsmeistari BR 2011 er Björn Eysteinsson.  Hann burstaði einmenninginn  með 59 stig.

Sjá nánar á heimasíðu BR

10.5.2011

Harpa og Svala tóku síđustu rauđvínsflöskunar í vetur

ţær sigruðu þetta með glæsibrag og leiddu allt mótið

annar urðu úrslit þessi

http://www.bridge.is/files/09-05-11_2122102447.htm

Minni á aðalfundinn á sunnudaginn og skrá sig hjá Sigurjóni

Sjáumst hress í haust aftur :)

9.5.2011

Briddsfélag Selfoss

Ţórður Sigurðsson og Gísli Þórarinsson sigruðu lokamót Briddsfélags Selfoss, með góðum spretti á lokakvöldinu.

Nú er spilamennsku lokið hjá Briddsfélagi Selfoss þennan veturinn, reiknað er með því að byrja aftur í september.

Lokastaðan

5.5.2011

Jens og Jón Steinar sigruđu síđustu keppni BK

Síðasta keppni vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs var tveggja kvölda Monrad-tvímenningur sem lauk í gærkvöldi. Þórður Jörundsson og Jörundur Þórðarson náðu besta skori kvöldsins, 59,4% en sigurvegarar samanlagt urðu Jón Steinar Ingólfsson og Jens Jensson með 117,2 stig sem er samanlögð prósentuskor kvöldanna tveggja. Öll úrslit á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs. 

Ţetta var síðasta spilakvöld vetrarins en aðalfundur+létt spilamennska verður auglýst fljótlega.

4.5.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Guđlaugur og Halldór međ 68.1%

Guðlaugur Sveinsson og Halldór Þorvaldsson unnu með 68.1%. Fengu þeir í verðlaun gjafabréf í hádegisverð á veitingahúsinu UNO . Þar taka feðgarnir Gísli Steingrímsson og Gabríel Gíslason sérstaklega vel á móti bridge spilurum.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins 

3.5.2011

Magnús og Halldór tóku ţetta á endasprettinum

28.4.2011

Ţórđur og Björn efstir í Kópavogi.

Ţórður Jónsson og Björn Jónsson náðu besta skori á fyrra kvöldinu í tveggja kvölda Monrad-barómeter hjá Bridgefélagi Kópavogs í gærkvöldi. Þeir fengu 195 stig eða 58% skor. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kóopvogs.

Seinna kvöldið verður fimmtudaginn 05 maí og er hægt að bæta inn pörum þar sem hvort kvöld er spilað sjálfstætt en samanlagðurr árangur gildir þó til verðlauna.

27.4.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Sigurđur og Eiríkur unnu međ 60,7%

Feðgarnir Sigurður Kristjánsson og Eiríkur Sigurðsson unnu einskvölds tvímenning miðvikudaginn 27. apríl.

Svo er búið að setja inn rétt spil og úrslit frá spilakvöldinu 20. apríl.

Úrslitasíða Miðvikudagsklúbbsins

21.4.2011

Páskatvímenningur Úrslit

Takk fyrir frábært mót, sájumst að ári

Hérna má sjá úrslitin

19.4.2011

Briddsfélag Selfoss

Ţegar tveimur kvöldum af þremur er lokið í lokamóti Briddsfélags Selfoss eru þeir Björn Snorrason og Guðmundur Gunnarsson efstir. Ekki verður spilað á skírdag, því verður lokakvöldið fimmtudaginn 28. apríl.

Staðan í mótinu

14.4.2011

Sveinn og Hjálmar sigruđu 3ja kv. Vor-monrad hjá BK

Ţriggja kvölda Monradbarómeter lauk hjá Bridgefélagi Kópavogs í gærkvöldi. Sveinn R Þorvaldsson og Hjálmar S Pálsson héldu sýnu striki og sigruðu nokkuð örugglega með 172,8 stig sem er samanlögð prósentuskor úr kvöldunum þremur. Efstir síðasta kvöldið urðu Júlíus Snorrason og Eiður Mar Júlíusson með 56,9%. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

Breyting verður á auglýstri dagskrá félagsins eftir páska. Einmenningurinn fellur niður en þess í stað verður tveggja kvölda tvímenningur með monrad-sniði, 28 apríl og 05 maí. Allir Velkomnir.

12.4.2011

Ađalsveitakeppni BR 2011 er lokiđ

Aðalsveitakeppni BR 2011.   Sparisjóður Siglufjarðar vann með yfirburðum. Fékk 209 stig

Sjá nánari úrslit á heimasíðu BR

10.4.2011

2 kvölda butlertvímenningur ađ hefjast

2 kvölda butlertvímenningur er að hefjast hjá BH  mánudaginn 11.apríl,

Sumarið lætur einhvað standa á sér þannig að ég hvet alla að koma á skemmtilegt mót hjá okkur

Veitt er verðlaun fyrir 2 efstu sætin :)

Spilamennska hefst stundvíslega kl 19:00

10.4.2011

Briddsfélag Selfoss

Kristján Már og Sigfinnur eru efstir í lokamóti Briddsfélags Selfoss. Mótinu verður framhaldið næstkomandi fimmtudag.

Staðan í mótinu

9.4.2011

Suđurlandsmótiđ í tvímenning: Brynjólfur og Helgi meistarar

Suðurlandsmótið í tvímenning 2011 var haldið í Tryggvaskála 9. apríl. Til leiks mættu 18 pör og voru spiluð 3 spil á milli para, alls 51 spil. Suðurlandsmeistarar urðu Brynjólfur Gestsson og Helgi Hermannsson með 62,0 % skor. Í öðru sæti urðu Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson með 61,6 % skor og í þriðja sæti urðu Páll Þórsson og Sverrir Þórisson með 57,3 % skor.

Öll úrslit og loka stöðuna má sjá á ţessari síðu.

8.4.2011

Sveinn og Hjálmar međ nauma forystu í Kópavogi

í gærkvöldi var spilað annað kvöldið af þremur í Monradbarómeter hjá Bridgefélagi Kópavogs. Hjálmar S Pálsson og Sveinn Þorvaldsson náðu forystunni af Heimi og Árna Má en þeir eru aðeins rúmu prósenti á eftir.Baráttan verður örugglega hörð á lokakvöldinu sem fer fram þann 14 apríl. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

6.4.2011

Ađalsveitakeppni BR 2011 fyrir lokasprettinn

Aðalsveitakeppni BR 2011.  

Sparisjóður Siglufjarðar með nokkra forystu, en alls ekki nóg.

 1. Sparisjóður Siglufjarðar  = 163stig
 2. Garðs Apótek= 151 stig
 3. Málning = 148 stig

Sjá nánar á Heimasíðu BR

3.4.2011

Briddsfélag Selfoss

Pétur Hartmansson og Sigfinnur Snorrason sigruðu íslandsbankabarometerinn nokkuð auðveldlega. En á eftir þeim komu þeir Kristján Már og Helgi Grétar. Lokamót vetarins verður verður þriggja kvölda tvímenningur.

Lokastaðan í íslandsbankabarometer

Skráning í lokatvímenning

1.4.2011

Suđurlandsmótiđ í tvímenning 2011

Suðurlandsmótið í tvímenning 2011 verður haldið laugardaginn 9. apríl í Tryggvaskála á Selfossi. Spilamennska hefst kl. 10:00. Skráning er á ţessari síðu. Spilarar eru beðnir um að skrá sig sem fyrst. Þátttökugjald verður 4.000 kr. á parið.

31.3.2011

Heimir og Árni Már međ risaskor í Kópavogi

Fyrsta kvöldið í þriggja kvölda Monrad-barómeter hjá Bridgefélagi Kóopavogs var spilað í gærkvöldi. Formaðurinn og gjaldkerinn voru í banastuði og fengu rúm 67% skor. Mikið var um skemmtileg spil og er hægt að skoða herlegheitin á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

29.3.2011

Meistaratvímenningur byrjar á morgun miđvikudag á Suđurnesjum

Meistaratvímenningur (Aðaltvímenningur) byrjar á Suðurnesjum á morgun miðvikudag. Hvetjum alla til að mæta og taka þátt. Heitt á könnunni og keppnisandinn til staðar.

 Heimasíða bridgefélaganna á suðurnesjum.

25.3.2011

Sveit Ingvaldar sigrađi Hrađsveitakeppni BK

Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kóopavogs lauk í gærkvöldi með sigri sveitar Ingvaldar sem fékk 2110 stig úr kvöldunum fjórum. Hjálmar og félagar komu skammt á eftir með 2069 stig. Eiður og félagar hans náðu besta skori kvöldsins, 562 stig sem dugði þeim í þriðja sætið samanlagt. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

21.3.2011

Briddsfélag Selfoss

Sigfinnur Snorrason og Pétur Hartmansson tóku efsta sætið í íslandsbankatvímenningnum þegar tveimur kvöldum af þremur er lokið. Rétt á eftir þeim koma svo Kristján Már og Helgi Grétar.

Ekki verður spilað næstkomandi fimmtudag vegna íslandsmótsins í sveitakeppni. Íslandsbankatvímenningnum líkur því fimmtudaginn 31. mars.

Staðan í mótinu.

18.3.2011

Tvćr efstu héldu sínu striki í Kópavogi

Ţriðja kvöldið af fjórum í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í gærgvöldi. Sveitir Ingvaldar og Hjálmars héldu sínu striki en höfðu þó sætaskipti á toppnum. Sveit Þórðar Jörunds náði besta skori kvöldsins; 537 stig en miðlungur er 486. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

17.3.2011

Vanur - Óvanur á Suđurnesjum!

Tveggja kvölda Vanur - Óvanur byrjaði á Suðurnesjum í gær. Frábært var að sjá spilara sem hafa verið á námskeiði hjá okkur koma á miðvikudagskvöldi og spila. Það var létt yfir öllum og lærðu nýju spilararnir mjög mikið. Það eru allri velkomnir og vil ég hvetja þá sem vilja koma með nýtt fólk að mæta næsta miðvikudag.

Úrslit má finna á heimasíðunni okkar.  Sjámust síðan hress og kát næsta miðvikudag.

16.3.2011

Ađasveitakeppni BR 2011

Aðalsveitakeppni BR 2011. er hafin.  Hnífjafnt er á toppnum.

 1. Sparisjóður Siglufjarðar  = 49 stig
 2. Hlynur Garðarsson = 49 stig
 3. Aron N Þorfinnsson = 47 stig

Sjá nánar á heimasíðu BR

15.3.2011

Bridgefélag Reykjavíkur - Ađalsveitakeppni hefst í kvöld

Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur hefst í kvöld, 5 kvölda keppni. Að vanda er spilað í Síðumúla 37 kl. 19.

15.3.2011

Bridgefélag Hafnarfjarđar - Ađaltvímenningur

3ja kvölda aðaltvímenningur Bridgefélags Hafnarfjarðar hófst mánudaginn 14. mars

Jón Bjarki Stefánsson og Ólafur Þór Jóhannsson eru með góða forystu en þeir skoruðu 65,3%.
Sjá öll úrslit og spil hér

13.3.2011

Briddsfélag Selfoss

Gunnar Þórðarson og Sveinn Ragnarsson eru efstir í Íslandsbankabarómeter Briddsfélags Selfoss. Keppnin er þriggjakvölda barómeter. Skammt á hæla þeirra koma Björn Snorrason og Guðmundur Gunnarsson. Mótið heldur áfram næstkomandi fimmtudag.

Staðan í mótinu

Spil

 

11.3.2011

Spennandi Hrađsveitakeppni hjá Bridgefélagi Kópavogs

Annað kvöld af fjórum í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í gærkvöldi. Sveitir Hjálmars og Ingvaldar hafa náð góðri forystu á aðrar sveitir og virðast ætla að berjast um sigurinn. Keppnin er þó aðeins hálfnuð og nóg eftir. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

9.3.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Eiríkur og Sigurđur langefstir međ 63%

Feðgarnir Eiríkur Sigurðsson og Sigurður Kristjánsson unnu 21 para tvímenning með 63% skor. Þeir voru 5% fyrir ofan næsta par sem var Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson. Í 3ja sæti voru Örn Einarsson og Jens Karlsson. Eiríkur og Sigurður unnu sér inn sitthvora rauðvínsflöskuna.

 Öll úrslit og spil

9.3.2011

BH: Allur butlerinn kominn úr Ađalsveitakeppninni

Ţá er kominn butler úr 19. umferð og heildarstaðan í butlernum líka komin í lag.

Næsta keppni félagsins er 3ja kvölda Aðaltvímenningur þar sem spilaður verður Barómeter.

Úrslitasíða BH

8.3.2011

Hlynur og Stefán rótburstuđu upphitunartvímenning BR fyrir ađalsveitakeppnina

Upphitun fyrir aðalsveitakeppni BR 2011

Hlynur og Stefán rótburstuðu tvímenninginn.  Lokastaðan

1.Hlynur Angantýsson - Stefán Jónsson  = 85 stig
2.Birna Stefnisdóttir - Aðalsteinn Steinþórsson = 45 stig
3.Egill Darri Brynjólfsson - Örvar óskarsson = 38 stig

Sjá nánar á heimasíðu BR

8.3.2011

Bötlertvímenningur hjá BR í kvöld - Ađalsveitakeppni eftir viku

Í kvöld verður eins kvölds bötlertvímenningur hjá Bridgefélagi Reykjavíkur.

Næsta þriðjudag hefst svo 5 kvölda aðalsveitakeppni. Tilvalið að fara að tékka á sveitarfélögunum og koma sér í gírinn fyrir undanúrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni!

8.3.2011

BH: Sveit Halldórs Svanbergssonar vann Ađalsveitakeppnina

Sveit Halldórs Svanbergssonar vann aðalsveitakeppni BH 2011.

Öll úrslit og butler fyrstu 18 umferðirnar er að finna á heimasíðu félagsins.

Butler úr síðustu umferð kemur inn á morgun..

Keppnisstjóri biður afsökunar á þessu sem varð vegna mistaka við innslátt á lyklaborði.

Heimasíða BH

7.3.2011

Bridgefélag Selfoss: Sveit Antons vann sveitakeppnina

Aðalsveitakeppninni lauk 3. mars sl. Sveit Antons vann keppnina, en með Antoni Hartmannssyni spiluðu Pétur Hartmannsson, Kjartan Jóhannsson og Sigfinnur Snorrason. Kjartan og Sigfinnur unnu síðan butlerinn.

Lokastöðuna, töfluna í mótinu og butlerinn má sjá á ţessari síðu.

Næsta mót verður 3 kvölda tvímenningur, Íslandsbankatvímenningurinn, sem spilaður verður 10., 17. og 31. mars. Skráning í mótið er á ţessari síðu.

4.3.2011

Bridgefélag Kópavogs Hrađsveitakepni fyrsta kvöld

Hrapðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hófst í gærkvöldi. Tiu sveitir mættu til leiks og er sveit Ingvaldar með nauma forystu eftir fyrsta kvöld af fjórum. Þeir félagar eru með 533 stig en miðlungur er 486. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

2.3.2011

Tvö kvöld búin af ţrem á suđurnesjum

Annað kvöldið í þriggja kvölda tvímenningi unnu þeir Oddur Hannesson og Sigurjón Ingibjörnsson með 62,3%.

Tvö kvöld telja af þrem svo þetta er ennþá æsispennandi og engin leið að sjá út hver mun sigra þetta mót.  Úrslit og spil má sjá hér.

Ţess má geta að sigur parið fær úttekt í Nettó að verðmæti 5000 kr.

2.3.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Baldur og Guđlaugur unnu sér inn rauđvín!

Baldur Bjartmarsson og Guðlaugur Sveinsson unnu 19 para tvímenning með 60,4% skor. Í 2. sæti voru Erla Sigurjónsdóttir og Guðni Ingvarsson með 2,4 stigum minna og í þriðja sæti voru Gróa Guðnadóttir og Sigríður Friðriksdóttir.

Úrslitasíða Miðvikudagsklúbbsins

1.3.2011

Hrólfur og Oddur sigruđu ađaltvímenning BR 2011

Jón og Þorlákur gáfu eftir á lokasprettinum, en Oddur og Hrólfur höfðu betru

Lokastaðan

  1     Oddur Hjaltason - Hrólfur Hjaltason          1742,1 stig
  2     Haukur Ingason - Jón Þorvarðarson          1727,3 stig
  3    Jón Baldursson - Þorlákur Jónsson              1699,8 stig

Sjá nánari úrslit á heimasíðu BR

1.3.2011

Hrađsveitakeppni ađ hefjast í Kópavogi

Fjögurra kvölda Hraðsveitakeppni hefst fimmtudaginn 3ja mars kl. 19:00 hjá Bridgefélagi Kópavogs. Enn er pláss fyrir nokkrar sveitir og nokkur pör eru á lausu. Aðstoðum við að mynda sveitir. Spilað er í Gjábakka, félagsheimili aldraðra, að Fannborg 8, á bak við Landsbankann við Hamraborg.

Skráning hjá Heimi s.698-1319 og Þórði s. 862-1794 og thorduring@gmail.com.

26.2.2011

Vesturlandsmót í tvímenningi

Vesturlandsmótið í tvímenningi verður spilað á Hótel Borgarnes laugardaginn 12.mars. 

24.2.2011

Júlíus Snorrason og Eiđur Mar Júlíusson sigruđu Barómeterinn í Kópavogi

Feðgarnir Eiður Mar Júlíusson og Júlíus Snorrason eru sigurvegarar í Barómeter Bridgefélags Kópavogs. Þeir náðu enn og aftur besta skori kvöldsins, 61%, þegar fjórða og síðasta lota var spiluð í kvöld. Þeir fengu 68% út úr síðustu umferðinni á meðan Birgir Örn og Ingvaldur fengu aðeins 33%  og tryggðu sér þannig efsta sætið í heildarkeppninni. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

Ţar sést heildarstaðan fyrir framan nöfn spilaranna en fyrir aftan má sjá skor og stöðu kvöldsins undir liðnum "session" 

22.2.2011

Bridgefélag Hafnarfjarđar: Enn eykst spennan í Ađalsveitakeppninni!

Sveit Halldórs Svanbergssonar leiðir Aðalsveitakeppni BH 2011 með 4 stiga forskot þegar 2 umferðir eru eftir af keppninni. Sveit Jón Guðmars Jónssonar er í 2. sæti og 1 stigi þar á eftir er sveitin Nammi.

Heimasíða Bridgefélags Hafnarfjarðar

17.2.2011

Hörku spenna í Barómeternum í Kópavogi

Í kvöld var spiluð þriðja lota af fjórum í Barómeter Bridgefélags Kópavogs. Birgir Örn og Ingvaldur náðu 66% skori í kvöld og eru komnir í toppbaráttuna. Garðar og Gunnlaugur/Karl Grétar halda þó forystunni en staðan er orðin afar jöfn á toppnum og allt getur gerst síðasta kvöldið sem verður spilað næsta fimmtudag. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

Heildarstaðan í mótinu sést fyrir framan nöfn spilaranna en aftan við má sjá skor kvöldsins og í hvaða sæti hvert par lenti í kvöld.

17.2.2011

Dagur og Bjarki unnu butlertvímenninginn á suđurnesjum og fá út ađ borđa á Dinnerinn!

Fimmta og síðast kvöldið í Butlertvímenningi á suðurnesjum lauk í gær. Eftir 150 spil þá stóðu Dagur Ingimundarson og Bjarki Dagsson uppi sem sigurvegarar mótsins með 199 impa. Í öðru sæti komu þeir Garðar og Gulli með 169 impa.

Dinnerinn í Krossmóa gaf glæsileg verðlaun fyrir tvö efstu pörin og fá þau út að borða. Við þökkum þeim kærlega fyrir og hvetjum við alla að fá sér að borða hjá þeim, maturinn þar er frábær.

 Næstu 3 kvöld verður þriggja kvölda tvímenningur þar sem tvö kvöld telja. Enn úrslit má finna hér.

16.2.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Ţorvaldur og Jón Viđar efstir af 24 pörum!

Miðvikudaginn 16. febrúar var spilaður einskvölds tvímenningur hjá Miðvikudagsklúbbnum. 24 pör mættu til leiks og efstir voru Þorvaldur Pálmason og Jón Viðar Jónmundsson með 60,2% skor. Jöfn í 2. sæti voru Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson og Unnar Atli Guðmundsson og Björn Árnason.

Úrslit og öll spil

15.2.2011

Bridgefélag Hafnarfjarđar - ađalsveitakeppni

Mikil spenna er í aðalsveitakeppni Hafnarfjarðar en þegar 13 umferðum af 19 er lokið þá er sveit Jóns Guðmars Jónssonar á toppnum með 239 stig en Nammi í 2.sæti með 236. Margar sveitir eiga möguleika á sigri en aðeins munar 14 stigum á fyrsta og sjötta sæti! Öll úrslit og bötler má sjá hér

13.2.2011

Suđurlandsmótiđ í sveitakeppni - úrslit

Suðurlandsmótinu í sveitakeppni er lokið. Sigurvegarar í mótinu varð sveitin Úlfurinn með 184 stig, í öðru sæti varð sveitin Skýjaborgin með 165 stig og í þriðja sæti sveitin Tryggingamiðstöðin með 152 stig. Þar sem sveit Úlfsins var bara með 1 spilara af 4 frá Suðurlandi, þá varð Skýjaborgin Suðurlandsmeistari, því þar voru 3 spilarar af 4 (50% þurfti til) frá Suðurlandi.

Sjá má lokastöðuna, úrslit leikja og butlerinn á  ţessari síðu.

11.2.2011

Garđar og Gunnlaugur náđu forystunni í Kópavogi

Garðar Garðarsson og Gunnlaugur Sævarsson tóku forustuna í Barómeter Bridgefélags Kópavogs þegar annað kvöldið af fjórum var spilað. Þeir fengu 65,7% skor í gærkvöldi og eru með 60,2% alls og eru þar rúmum þremur prósentum á undan næsta pari sem eru Jón Bjarki Stefánsson og Ólafur Þór Jóannsson. Öl úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

9.2.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Hulda og Halldór efst af 24 pörum međ 59,9%

Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson voru efst af 24 pörum með 59,5%. Í 2. sæti voru Guðlaugur Sveinsson og Guðrún Jörgensen með 59,6% og í 3. sæti með 57,8% voru Jón Bjarki Stefánsson og Unnar Atli Guðmundsson.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

9.2.2011

Ađalsveitakeppni BH: Ćsispennandi á toppnum!

Sveitin Nammi skellti sér á toppinn með því að skora 50 stig í 10. og 11. umferð í Aðalsveitakeppni BH 2011. Þeir hafa 207 stig eftir 11 umferðir og sveit Jóns Guðmars Jónssonar er í 2. sæti með 199 og í 3. sæti er sveit Miðvikudagsklúbbsins með 197 stig. Sveit Halldórs Svanbergssonar er í 4. sæti með 195 stig og í 5. sæti er sveit GSE með 194 stig.

Sveitirnar Halldór Svanbergssonar og Stelpurnar eru í yfirsetu í 12. og 13. umferð næsta mánudag.

Heimasíða BH

8.2.2011

Bridgefélag Rangćinga

 
Undirritaður hefur fengið töluvert af athugasemdum bæði með tölvupóstsendingum sem og símtölum.  Þar sem beðið er um frekari skýringar á fyrirbærinu „Selfoss-herbergi“.  Ekki þótti ástæða til þess að skýra þetta betur út í síðustu skrifum þar sem þetta átti ekki að verða aðalatriði fréttarinnar.  En hlýða verður þörfum lesenda!  Í umtöluðu herbergi voru þær sveitir sem misjafnasta gengin höfðu á hátíðinni og voru í raun stutt frá því að næla sér í yfirsetu með spilamennsku sinni, sumar jafnvel náðu í hana og fengu þ.a.l. gefins eitt gullstig!  Í þessu herbergi söfnuðust saman þær sveitir sem komu yfir fjallið frá Selfossi.  Því var það einhver ónefndur aðili, þó ekki undirritaður, sem gaf herberginu nafnið Selfoss-herbergi.  Ég vona að þetta skýri orðið og hægt verði að skrifa frekar um fréttir frá Bridgefélagi Rangæinga í næstu greinum.
.
En frá Bridgefélagi Rangæinga er það helst að segja að Halldór vann nokkuð örugglega Magnúsana.  Siggi rétt marði að halda jöfnu við Ævar eftir að hafa náð 44-7 forystu en hægt er að sjá nánari úrslit hér.

8.2.2011

BSNE-Svćđamót í tvímenning

Svæðismót Norðurlands eystra
Opinn tvímenningur sunnudag 13.2.

Skipagötu 14, 4.hæð frá kl. 10-17:30.

Keppnisgjald 2000 kr. á mann,

ţó 1500 kr. fyrir lífeyrisþega.

Skráning: Stefán V. sími 898 4475

fyrir kl. 12 fimmtudag 10.2.

8.2.2011

Reykjanesmót í tvímenning

Reykjanesmót í tvímenningi verður haldið laugardaginn 26, febrúar nk, í Hafnarfirði. Skráning hjá Erlu s. 6593013, Garðari s. 8932974 og Lofti s. 8970881. Spilagjald 4000.oo á parið.“

 

8.2.2011

Ađaltvímenningur BR ađ byrja í kvöld!

Í kvöld hefst aðaltvímenningur hjá Bridgefélagi Reykjavíkur, 4 kvölda. Spilað að vanda í Síðumúla 37 og hefst spilamennska kl. 19. Tilvalið að koma sér í gírinn fyrir Íslandsmótið í tvímenningi sem er í byrjun mars.

4.2.2011

Briddsfélag Selfoss

Kristján og Helgi sigruðu þriggjakvölda butlertvímenning sem var að ljúka hjá Briddsfélagi Selfoss. Í öðru sæti voru Þröstur og Ríkharður síðan komu þeir Brynjóljur og Helgi í þriðja sæti. Næst verður spiluð aðalsveitakeppni þar sem raðað verður í sveitir.

Lokastaðan í butler

Skráning í sveitakeppni

4.2.2011

Feđgarnir Dagur og Bjarki efstir eftir ţrjú kvöld á Suđurnesjum!

Feðgarnir Dagur Ingimundarson og Bjarki Dagsson fóru á kostum á þriðja kvöldi butlertvímenningsins á Suðurnesjum og kræktu sér í 68 impa. Þeir leiða því mótið með 128 impa. Næstir á eftir þeim koma þeir Garðar Garðarsson og Gunnlagur Sævarsson með 104 impa. Þess má geta að mótið er fimm kvölda og er spiluð tvöföld umferð.

 Næsta spilakvöld er 9. febrúar og verður gaman að sjá hvort sama sigling verður á þeim feðgum þá. Enn öll úrslit og spil má sjá á heimasíðu okkar.

3.2.2011

Júlíus og Eiđur Mar enn í banastuđi í Kópavogi

Ţann þriðja febrúar hófst fjögurra kvölda Barómeter hjá Bridgefélagi Kópavogs og er spilað á 11 borðum. Júlíus Snorrason og Eiður Mar Júlíusson kunna greinilega vel við sig í Kópavogium því þeir voru enn og aftur með geysigott skor,eða 65,3%. Næstur þrjú pör eru með rúm 60% en aðeins eru búnar 5 umferðir af 21. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

1.2.2011

Bridgefélag Rangćinga

Eins og allir vita þá stendur yfir hörð barátta í sveitakeppni hjá Rangæingum.  Bardaginn er háður í bridge-félags-heimili okkar að Heimalandi sem staðsett er undir Eyjafjöllum.  Frá úrslitum undanfarinna kvölda er ýmislegt merkilegt að segja.  Presturinn skokkar í fararbroddi með glæsilegri spilamennsku og einstakri lipurð að vanda.  En stjörnusveit klúbbsins stóð loks undir væntingum þegar þeir náðu að landa góðum sigri síðasta kvöld.  Hægt er að segja að menn hafi andað léttar þegar þeir Óskar og félagar náðu að hrista af sér og standa loks undir væntingum.

Næstkomandi þriðjudagskvöld (s.s. í kvöld) gæti orðið stormasamt.  Nú mætast Sigurður og Ævar.  En það er skemmst frá því að segja að eina sveit okkar Sunnlendinga sem ekki var föst í Selfoss-herberginu á Bridge-hátíðinni, núna um helgina, samanstóð af pörum úr þessum tveimur sveitum.  Undirritaður lofar því miklum látum og góðri spilamennsku í kvöld.  Nánari úrslit má sjá hér.

25.1.2011

Miđvikudagsklúbburinn spilar á Bridgehátíđ!

Miðvikudagsklúbburinn spilar á sama tíma og Stjörnutvímenningurinn á Bridgehátíð 2011.

Spiluð verða sömu spil og í Stjörnutvímenningnum og fá sigurvegarar keppnisgjald í tvímenning Bridgehátíðar í verðlaun.

Ţetta er tilvalið tækifæri til að kynna sér nýja spilastað Bridgehátíðar!

Allir spilarar eru velkomnir og spilað er í Síðumúla 30, 2. hæð, með inngangi bakatil.

24.1.2011

BR - Eins kvölds tvímenningur í Síđumúla 37 ţriđjudag 25.jan

Spilaður verður eins kvölds tvímenningur í Síðumúla 37 þriðjudaginn 25. janúar, daginn fyrir Bridgehátíð!

24.1.2011

Eins kvölds tvímenningur miđvikudaginn 26.jan á suđurnesjum

Vegna bridgehátiðar verður eins kvölds tvímenningur miðvikudaginn 26.janúar hjá bridgfélögunum á suðurnesjum. Keppni í butlertvímenningnum heldur svo áfram eftir bridgehátið. Allir velkomnir sem vilja spila.

23.1.2011

Briddsfélag Selfoss

Guðmundur Gunnarssoon og Björn Snorrason náðu forystu í sveitakeppnístvímenning hjá Briddsfélagi Selfoss þegar tvö kvöld af 3 eru búin. Staðan á toppnum er þétt og verður síðasta kvöldið æsispennandi. Ekki er spilað næsta fimmtudag vegna briddshátíðar. Næsta spilakvöld briddsfélags Selfoss er því fimmtudaginn 5. febrúar.

 Staðan í keppninni

22.1.2011

Reykjavíkurmót í sveitakeppni 2011

Reykjavíkurmeistarar í sveitakeppni 2011 er sveit Sparisjóðs Siglufjarðar, en í þeirri sveit spiluðu Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson, Steinar Jónsson, Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni H Einarsson.

Sjá nánar á heimasíðu mótsins.

20.1.2011

Eiđur Már og Júlíus unnu ţriggja kv. monrad-barómeter í Kópavogi

Feðgarnir Júlíus Snorrason og Eiður Már Júlíusson sigruðu örugglega í þriggja kvölda Monrad-barómeter Bridgefélags Kópavogs. Þeir voru í álíka stuði og Íslaenska Landsliðið í handbolta í gærkvöldi og fengu 63% skor þegar síðasta kvöldið var spilað. Öll úrslit og heildar lokastöðu má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs. 

Ekki verður spilað næsta fimmtudag vegna Bridgehátíðar. Þriðja febrúar hefst síðan 3-4 kvölda Barómeter. Nánar aulýst síðar hér á síðunni.

20.1.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Lilja og Ólöf hćstar af 22 pörum

Lilja Kristjánsdóttir og Ólöf Ólafsdóttir voru efstar af 22 pörum í Miðvikudagsklúbbnum, 19. janúar. Þær skoruðu 61,4%. Næstir voru Björn Arnarson og Erlingur Þorsteinsson og í 3ja sæti Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson.

Miðvikudaginn 26. janúar verður spilað í sama húsnæði og Bridgehátíðin fer fram í, Síðumúla 32, 2. hæð. Spiluð verða sömu spil og í Stjörnutvímenningnum og í 1. verðlaun er keppnisgjald í tvímenninginn á Bridgehátíð.

Miðvikudagsklúbburinn - úrslit og öll spil

18.1.2011

Bridgefélag Selfoss: Helgi og Brynjólfur efstir

Búið er að spila 1 kvöld af 3 í nýja sveitakeppnistvímenningnum hjá Bridgefélagi Selfoss. Efstir eru Helgi og Brynjólfur með 50 impa í plús, í 2. sæti eru Kristján Már og Helgi Grétar með 47,8 impa í plús og í 3. sæti eru Anton og Pétur með 46 impa í plús. Sautján pör taka þátt og er spiluð tvöföld umferð.

 Nánar um úrslitin ásamt spilagjöf er að finna hér.

17.1.2011

Bridgefélag Rangćinga

Hér koma úrslitin úr jólamóti okkar Rangæinga sem haldið var í golfskálanum á Strönd 15.01.    Mótið tókst í alla staði afar vel.   Strönd er frábær spilastaður og viðurgjörningur Kötu veitingastjóra, eins og best verður á kosið.   Þá á Ólafur Steinason skilið bestu þakkir fyrir sitt framlag en hann sá um bridgemate búnaðinn.    Verðlaunin voru svo gefin af Kaupás (Kjarval, Nóatún o.fl. búðir), Sláturfélagi Suðurlans og MS.    Við færum þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Ţumalputtaregla hvað úrslit varðar var sú að eftir því sem menn komu lengra að, því betur gekk.    Þó er vert að nefna árangur nýliðanna okkar, sem stóðu sig afar vel og skutu fjórum pörum aftur fyrir sig á þessu móti sem verður að teljast með þeim sterkari sem spiluð eru austan Þjórsár.  Vel gert drengir og munum að æfingin skapar meistarann.

17.1.2011

Bridgefélag Rangćinga


Fyrsta umferð í sveitakeppni félagsins var spiluð síðastliðin þriðjudag.    Allsráðandi einvaldur raðaði í sveitir og eru þær sjö talsins.    Þá er Butlerárangur para reiknaður út og verður verðlaunaður sérstaklega með notadrjúgum verðlaunum.  Úrlit má sjá hér.

15.1.2011

Reykjanesmótiđ í Sveitakeppni

Reykjanesmótið í Sveitakeppni er í fullum gangi og keppnisstjóri uppfærir úrslit og spil eftir hverja umferð sem tekur ca. eina og hálfa klukkustund. Þið getið fylgst með á heimasíðu svæðissambands Reykjaness. Keppni lýkur í dag um hálf átta og byrjar aftur á morgun kl 10:00.

Heimasíða Reykjaness

13.1.2011

Fimm kvölda butlertvímenningur hafinn á suđurnesjum

16 pör mættu til leiks í fimm kvölda butlertvímenningi. Spiluð verður tvöföld umferð, 5 spil milli para og 30 spil á kvöldi. Efstir eftir fyrsta kvöld er þeir Jóhannes Sigurðsson og Karl Hermannsson með 49 Impa. Svolítið á eftir þeim koma þeir Svavar Jensen og Arnór Ragnarsson með 34 Impa.

Mótið heldur áfram næstu 4 miðvikudaga og hefst spilamennska kl 19:00

Úrslit og spil

13.1.2011

Ţórđur Björns og Birgir Örn međ nauma forystu í Kópaogi

Ţórður Björnsson og Birgir Örn Steingrímsson hafa eins stigs forystu á Sigurð Sigurjóns og Ragnar Björnsson eftir tvö kvöld af þremur í Monrad-tvímenningi Bridgefélags Kópavogs. Úrslit kvöldsins og heildarstöðuna má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kóavogs.

10.1.2011

Bridgehátíđ Vesturlands: Birkir Jón og Anton unnu tvímenninginn

Birkir Jón Jónsson og Anton Haraldsson stóðu uppi sem sigurvegarar í tvímenningskeppni Bridgehátíðar Vesturlands með skor upp á 61,5%.  Í öðru sæti enduðu Harpa Fold Ingólfsdóttir og Svala K Pálsdóttir og í 3. sæti enduðu þeir Bjarni Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen.

 Sjá nánar á heimasíðu mótsins.

10.1.2011

Bridgefélag Rangćinga

Fyrsta þriðjudag þessa árs hittust topp 16 spilarar síðasta spilaárs í félagsheimili Bridgefélags Rangæinga og öttu kappi í einmenningi.  Sláturhúsið á Hellu gefur vegleg verðlaun sem og sárabætur.  Í verðlaun er saltkjötssoðning sem og í sárabótum.  Eftir æsispennandi kvöld þar sem menn skiptust á að leiða hópinn var það snillingurinn Sigurjón Pálsson sem náði að landa titlinum í ár.  Nánari úrslit hér.

Framundan:


 

8.1.2011

HSK mót Úrslit

Kristján Már Gunnarsson og Helgi Grétar Helgason sigruðu HSK mótið sem fór fram föstudaginn 7. janúar. Þeir tóku snemma forystu og létu hana ekki af hendi eftir það.

Næsta mót briddsfélagss Selfoss er þriggjakvölda butler tvímenningur.

Skráning í butlertvímenning

Úrslit og spil HSK mót

8.1.2011

Bridgehátíđ Vesturlands: Sveit Bjarna Einarssonar vann sveitakeppnina!

Sveit Bjarna Einarssonar vann sveitakeppni Bridgehátíðar Vesturlands 2011. Með Bjarna spiluðu Aðalsteinn Jörgensen, Júlíus Sigurjónsson og Þröstur Ingimarsson. Í öðru sæti var sveit Snorra Karlssonar og í þriðja sæti sveit USA. 

Öll úrslit, spil og butler er að finna á Heimasíðu Bridgehátíðar Vesturlands 2011

7.1.2011

Ţórđur og Birgir í forystu í ţriggja kvölda Monrad-tvímenningi.

Ţriggja kvölda monrad-barómeter hófst hjá Bridgefélagi Kópavogs í gærkvöldi. Þórður Björnsson og Birgir Örn Steingrímsson eru efstir eftir fyrsta kvöld með 61,6% skor. Öll úrslit og spil má sjá hér.

Hvert kvöld er spilað sem sér keppni en verðlaun veitt fyrir heildarárangur úr öllum þremur kvöldunum.

Hægt er að bæta inn fleiri pörum seinni tvö kvöldin en þau eiga þó ekki rétt á verðlaunum.

3.1.2011

Reykjavíkurmót í sveitakeppni 2011

 

REYKJAVÍKURMÓT Í SVEITAKEPPNI 2011-HEIMASÍÐA 

Búið er að ákveða spiladaga fyrir Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 2011.

 Þriðjudagur 4. janúar: 2 umferðir
Miðvikudagur 5. janúar: 2 umferðir
Fimmtudagur 6. janúar: 2 umferðir
Mánudagur 10. janúar: 2 umferðir
Ţriðjudagur 11. janúar: 2 umferðir
Miðvikudagur 12. janúar: 2 umferðir
Ţriðjudagur 18. janúar: 2 umferðir
Laugardagur 22. janúar: 3 umferðir

Ţessi dagskrá miðast við 18 sveitir. Fyrsti dagur út er mánudagurinn 10. janúar. Ef þátttaka verður meiri þá bætist við föstudagurinn 14. janúar.

11 efstu sveitir í Reykjavík vinna sér rétt í Undanúrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni 2011. Spilaðir eru 16 spila leikir og eru veitt silfurstig fyrir hvern leik og uppbótarstig skv. lög um veitingu meistarastiga BSÍ. Keppnisgjald er 30,000 kr. á sveit.

Keppnisstjóri er Vigfús Pálsson

Tekið er við skráningu hjá BSÍ í síma 587-9360 eða í tölvupósti bridge@bridge.is

svo er hægt að skrá á netinu:

Skrá í Reykjavíkurmót í sveitakeppni

Skráningarlisti

Dregið verður í umferðarröð kl. 17:00 þriðjudaginn 4. janúar

3.1.2011

ATH. EKKI er spilađ í Hafnarfirđi í dag, Sjáumst hress nćsta mánudag


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge

Sumarbridge á Akureyri  2020   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing