Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

26.2.2011

Vesturlandsmót í tvímenningi

Vesturlandsmótið í tvímenningi verður spilað á Hótel Borgarnes laugardaginn 12.mars. 

24.2.2011

Júlíus Snorrason og Eiđur Mar Júlíusson sigruđu Barómeterinn í Kópavogi

Feðgarnir Eiður Mar Júlíusson og Júlíus Snorrason eru sigurvegarar í Barómeter Bridgefélags Kópavogs. Þeir náðu enn og aftur besta skori kvöldsins, 61%, þegar fjórða og síðasta lota var spiluð í kvöld. Þeir fengu 68% út úr síðustu umferðinni á meðan Birgir Örn og Ingvaldur fengu aðeins 33%  og tryggðu sér þannig efsta sætið í heildarkeppninni. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

Ţar sést heildarstaðan fyrir framan nöfn spilaranna en fyrir aftan má sjá skor og stöðu kvöldsins undir liðnum "session" 

22.2.2011

Bridgefélag Hafnarfjarđar: Enn eykst spennan í Ađalsveitakeppninni!

Sveit Halldórs Svanbergssonar leiðir Aðalsveitakeppni BH 2011 með 4 stiga forskot þegar 2 umferðir eru eftir af keppninni. Sveit Jón Guðmars Jónssonar er í 2. sæti og 1 stigi þar á eftir er sveitin Nammi.

Heimasíða Bridgefélags Hafnarfjarðar

17.2.2011

Hörku spenna í Barómeternum í Kópavogi

Í kvöld var spiluð þriðja lota af fjórum í Barómeter Bridgefélags Kópavogs. Birgir Örn og Ingvaldur náðu 66% skori í kvöld og eru komnir í toppbaráttuna. Garðar og Gunnlaugur/Karl Grétar halda þó forystunni en staðan er orðin afar jöfn á toppnum og allt getur gerst síðasta kvöldið sem verður spilað næsta fimmtudag. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

Heildarstaðan í mótinu sést fyrir framan nöfn spilaranna en aftan við má sjá skor kvöldsins og í hvaða sæti hvert par lenti í kvöld.

17.2.2011

Dagur og Bjarki unnu butlertvímenninginn á suđurnesjum og fá út ađ borđa á Dinnerinn!

Fimmta og síðast kvöldið í Butlertvímenningi á suðurnesjum lauk í gær. Eftir 150 spil þá stóðu Dagur Ingimundarson og Bjarki Dagsson uppi sem sigurvegarar mótsins með 199 impa. Í öðru sæti komu þeir Garðar og Gulli með 169 impa.

Dinnerinn í Krossmóa gaf glæsileg verðlaun fyrir tvö efstu pörin og fá þau út að borða. Við þökkum þeim kærlega fyrir og hvetjum við alla að fá sér að borða hjá þeim, maturinn þar er frábær.

 Næstu 3 kvöld verður þriggja kvölda tvímenningur þar sem tvö kvöld telja. Enn úrslit má finna hér.

16.2.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Ţorvaldur og Jón Viđar efstir af 24 pörum!

Miðvikudaginn 16. febrúar var spilaður einskvölds tvímenningur hjá Miðvikudagsklúbbnum. 24 pör mættu til leiks og efstir voru Þorvaldur Pálmason og Jón Viðar Jónmundsson með 60,2% skor. Jöfn í 2. sæti voru Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson og Unnar Atli Guðmundsson og Björn Árnason.

Úrslit og öll spil

15.2.2011

Bridgefélag Hafnarfjarđar - ađalsveitakeppni

Mikil spenna er í aðalsveitakeppni Hafnarfjarðar en þegar 13 umferðum af 19 er lokið þá er sveit Jóns Guðmars Jónssonar á toppnum með 239 stig en Nammi í 2.sæti með 236. Margar sveitir eiga möguleika á sigri en aðeins munar 14 stigum á fyrsta og sjötta sæti! Öll úrslit og bötler má sjá hér

13.2.2011

Suđurlandsmótiđ í sveitakeppni - úrslit

Suðurlandsmótinu í sveitakeppni er lokið. Sigurvegarar í mótinu varð sveitin Úlfurinn með 184 stig, í öðru sæti varð sveitin Skýjaborgin með 165 stig og í þriðja sæti sveitin Tryggingamiðstöðin með 152 stig. Þar sem sveit Úlfsins var bara með 1 spilara af 4 frá Suðurlandi, þá varð Skýjaborgin Suðurlandsmeistari, því þar voru 3 spilarar af 4 (50% þurfti til) frá Suðurlandi.

Sjá má lokastöðuna, úrslit leikja og butlerinn á  ţessari síðu.

11.2.2011

Garđar og Gunnlaugur náđu forystunni í Kópavogi

Garðar Garðarsson og Gunnlaugur Sævarsson tóku forustuna í Barómeter Bridgefélags Kópavogs þegar annað kvöldið af fjórum var spilað. Þeir fengu 65,7% skor í gærkvöldi og eru með 60,2% alls og eru þar rúmum þremur prósentum á undan næsta pari sem eru Jón Bjarki Stefánsson og Ólafur Þór Jóannsson. Öl úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

9.2.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Hulda og Halldór efst af 24 pörum međ 59,9%

Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson voru efst af 24 pörum með 59,5%. Í 2. sæti voru Guðlaugur Sveinsson og Guðrún Jörgensen með 59,6% og í 3. sæti með 57,8% voru Jón Bjarki Stefánsson og Unnar Atli Guðmundsson.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

9.2.2011

Ađalsveitakeppni BH: Ćsispennandi á toppnum!

Sveitin Nammi skellti sér á toppinn með því að skora 50 stig í 10. og 11. umferð í Aðalsveitakeppni BH 2011. Þeir hafa 207 stig eftir 11 umferðir og sveit Jóns Guðmars Jónssonar er í 2. sæti með 199 og í 3. sæti er sveit Miðvikudagsklúbbsins með 197 stig. Sveit Halldórs Svanbergssonar er í 4. sæti með 195 stig og í 5. sæti er sveit GSE með 194 stig.

Sveitirnar Halldór Svanbergssonar og Stelpurnar eru í yfirsetu í 12. og 13. umferð næsta mánudag.

Heimasíða BH

8.2.2011

Bridgefélag Rangćinga

 
Undirritaður hefur fengið töluvert af athugasemdum bæði með tölvupóstsendingum sem og símtölum.  Þar sem beðið er um frekari skýringar á fyrirbærinu „Selfoss-herbergi“.  Ekki þótti ástæða til þess að skýra þetta betur út í síðustu skrifum þar sem þetta átti ekki að verða aðalatriði fréttarinnar.  En hlýða verður þörfum lesenda!  Í umtöluðu herbergi voru þær sveitir sem misjafnasta gengin höfðu á hátíðinni og voru í raun stutt frá því að næla sér í yfirsetu með spilamennsku sinni, sumar jafnvel náðu í hana og fengu þ.a.l. gefins eitt gullstig!  Í þessu herbergi söfnuðust saman þær sveitir sem komu yfir fjallið frá Selfossi.  Því var það einhver ónefndur aðili, þó ekki undirritaður, sem gaf herberginu nafnið Selfoss-herbergi.  Ég vona að þetta skýri orðið og hægt verði að skrifa frekar um fréttir frá Bridgefélagi Rangæinga í næstu greinum.
.
En frá Bridgefélagi Rangæinga er það helst að segja að Halldór vann nokkuð örugglega Magnúsana.  Siggi rétt marði að halda jöfnu við Ævar eftir að hafa náð 44-7 forystu en hægt er að sjá nánari úrslit hér.

8.2.2011

BSNE-Svćđamót í tvímenning

Svæðismót Norðurlands eystra
Opinn tvímenningur sunnudag 13.2.

Skipagötu 14, 4.hæð frá kl. 10-17:30.

Keppnisgjald 2000 kr. á mann,

ţó 1500 kr. fyrir lífeyrisþega.

Skráning: Stefán V. sími 898 4475

fyrir kl. 12 fimmtudag 10.2.

8.2.2011

Reykjanesmót í tvímenning

Reykjanesmót í tvímenningi verður haldið laugardaginn 26, febrúar nk, í Hafnarfirði. Skráning hjá Erlu s. 6593013, Garðari s. 8932974 og Lofti s. 8970881. Spilagjald 4000.oo á parið.“

 

8.2.2011

Ađaltvímenningur BR ađ byrja í kvöld!

Í kvöld hefst aðaltvímenningur hjá Bridgefélagi Reykjavíkur, 4 kvölda. Spilað að vanda í Síðumúla 37 og hefst spilamennska kl. 19. Tilvalið að koma sér í gírinn fyrir Íslandsmótið í tvímenningi sem er í byrjun mars.

4.2.2011

Briddsfélag Selfoss

Kristján og Helgi sigruðu þriggjakvölda butlertvímenning sem var að ljúka hjá Briddsfélagi Selfoss. Í öðru sæti voru Þröstur og Ríkharður síðan komu þeir Brynjóljur og Helgi í þriðja sæti. Næst verður spiluð aðalsveitakeppni þar sem raðað verður í sveitir.

Lokastaðan í butler

Skráning í sveitakeppni

4.2.2011

Feđgarnir Dagur og Bjarki efstir eftir ţrjú kvöld á Suđurnesjum!

Feðgarnir Dagur Ingimundarson og Bjarki Dagsson fóru á kostum á þriðja kvöldi butlertvímenningsins á Suðurnesjum og kræktu sér í 68 impa. Þeir leiða því mótið með 128 impa. Næstir á eftir þeim koma þeir Garðar Garðarsson og Gunnlagur Sævarsson með 104 impa. Þess má geta að mótið er fimm kvölda og er spiluð tvöföld umferð.

 Næsta spilakvöld er 9. febrúar og verður gaman að sjá hvort sama sigling verður á þeim feðgum þá. Enn öll úrslit og spil má sjá á heimasíðu okkar.

3.2.2011

Júlíus og Eiđur Mar enn í banastuđi í Kópavogi

Ţann þriðja febrúar hófst fjögurra kvölda Barómeter hjá Bridgefélagi Kópavogs og er spilað á 11 borðum. Júlíus Snorrason og Eiður Mar Júlíusson kunna greinilega vel við sig í Kópavogium því þeir voru enn og aftur með geysigott skor,eða 65,3%. Næstur þrjú pör eru með rúm 60% en aðeins eru búnar 5 umferðir af 21. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

1.2.2011

Bridgefélag Rangćinga

Eins og allir vita þá stendur yfir hörð barátta í sveitakeppni hjá Rangæingum.  Bardaginn er háður í bridge-félags-heimili okkar að Heimalandi sem staðsett er undir Eyjafjöllum.  Frá úrslitum undanfarinna kvölda er ýmislegt merkilegt að segja.  Presturinn skokkar í fararbroddi með glæsilegri spilamennsku og einstakri lipurð að vanda.  En stjörnusveit klúbbsins stóð loks undir væntingum þegar þeir náðu að landa góðum sigri síðasta kvöld.  Hægt er að segja að menn hafi andað léttar þegar þeir Óskar og félagar náðu að hrista af sér og standa loks undir væntingum.

Næstkomandi þriðjudagskvöld (s.s. í kvöld) gæti orðið stormasamt.  Nú mætast Sigurður og Ævar.  En það er skemmst frá því að segja að eina sveit okkar Sunnlendinga sem ekki var föst í Selfoss-herberginu á Bridge-hátíðinni, núna um helgina, samanstóð af pörum úr þessum tveimur sveitum.  Undirritaður lofar því miklum látum og góðri spilamennsku í kvöld.  Nánari úrslit má sjá hér.


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing