Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

31.3.2011

Heimir og Árni Már međ risaskor í Kópavogi

Fyrsta kvöldið í þriggja kvölda Monrad-barómeter hjá Bridgefélagi Kóopavogs var spilað í gærkvöldi. Formaðurinn og gjaldkerinn voru í banastuði og fengu rúm 67% skor. Mikið var um skemmtileg spil og er hægt að skoða herlegheitin á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

29.3.2011

Meistaratvímenningur byrjar á morgun miđvikudag á Suđurnesjum

Meistaratvímenningur (Aðaltvímenningur) byrjar á Suðurnesjum á morgun miðvikudag. Hvetjum alla til að mæta og taka þátt. Heitt á könnunni og keppnisandinn til staðar.

 Heimasíða bridgefélaganna á suðurnesjum.

25.3.2011

Sveit Ingvaldar sigrađi Hrađsveitakeppni BK

Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kóopavogs lauk í gærkvöldi með sigri sveitar Ingvaldar sem fékk 2110 stig úr kvöldunum fjórum. Hjálmar og félagar komu skammt á eftir með 2069 stig. Eiður og félagar hans náðu besta skori kvöldsins, 562 stig sem dugði þeim í þriðja sætið samanlagt. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

21.3.2011

Briddsfélag Selfoss

Sigfinnur Snorrason og Pétur Hartmansson tóku efsta sætið í íslandsbankatvímenningnum þegar tveimur kvöldum af þremur er lokið. Rétt á eftir þeim koma svo Kristján Már og Helgi Grétar.

Ekki verður spilað næstkomandi fimmtudag vegna íslandsmótsins í sveitakeppni. Íslandsbankatvímenningnum líkur því fimmtudaginn 31. mars.

Staðan í mótinu.

18.3.2011

Tvćr efstu héldu sínu striki í Kópavogi

Ţriðja kvöldið af fjórum í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í gærgvöldi. Sveitir Ingvaldar og Hjálmars héldu sínu striki en höfðu þó sætaskipti á toppnum. Sveit Þórðar Jörunds náði besta skori kvöldsins; 537 stig en miðlungur er 486. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

17.3.2011

Vanur - Óvanur á Suđurnesjum!

Tveggja kvölda Vanur - Óvanur byrjaði á Suðurnesjum í gær. Frábært var að sjá spilara sem hafa verið á námskeiði hjá okkur koma á miðvikudagskvöldi og spila. Það var létt yfir öllum og lærðu nýju spilararnir mjög mikið. Það eru allri velkomnir og vil ég hvetja þá sem vilja koma með nýtt fólk að mæta næsta miðvikudag.

Úrslit má finna á heimasíðunni okkar.  Sjámust síðan hress og kát næsta miðvikudag.

16.3.2011

Ađasveitakeppni BR 2011

Aðalsveitakeppni BR 2011. er hafin.  Hnífjafnt er á toppnum.

  1. Sparisjóður Siglufjarðar  = 49 stig
  2. Hlynur Garðarsson = 49 stig
  3. Aron N Þorfinnsson = 47 stig

Sjá nánar á heimasíðu BR

15.3.2011

Bridgefélag Reykjavíkur - Ađalsveitakeppni hefst í kvöld

Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur hefst í kvöld, 5 kvölda keppni. Að vanda er spilað í Síðumúla 37 kl. 19.

15.3.2011

Bridgefélag Hafnarfjarđar - Ađaltvímenningur

3ja kvölda aðaltvímenningur Bridgefélags Hafnarfjarðar hófst mánudaginn 14. mars

Jón Bjarki Stefánsson og Ólafur Þór Jóhannsson eru með góða forystu en þeir skoruðu 65,3%.
Sjá öll úrslit og spil hér

13.3.2011

Briddsfélag Selfoss

Gunnar Þórðarson og Sveinn Ragnarsson eru efstir í Íslandsbankabarómeter Briddsfélags Selfoss. Keppnin er þriggjakvölda barómeter. Skammt á hæla þeirra koma Björn Snorrason og Guðmundur Gunnarsson. Mótið heldur áfram næstkomandi fimmtudag.

Staðan í mótinu

Spil

 

11.3.2011

Spennandi Hrađsveitakeppni hjá Bridgefélagi Kópavogs

Annað kvöld af fjórum í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í gærkvöldi. Sveitir Hjálmars og Ingvaldar hafa náð góðri forystu á aðrar sveitir og virðast ætla að berjast um sigurinn. Keppnin er þó aðeins hálfnuð og nóg eftir. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

9.3.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Eiríkur og Sigurđur langefstir međ 63%

Feðgarnir Eiríkur Sigurðsson og Sigurður Kristjánsson unnu 21 para tvímenning með 63% skor. Þeir voru 5% fyrir ofan næsta par sem var Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson. Í 3ja sæti voru Örn Einarsson og Jens Karlsson. Eiríkur og Sigurður unnu sér inn sitthvora rauðvínsflöskuna.

 Öll úrslit og spil

9.3.2011

BH: Allur butlerinn kominn úr Ađalsveitakeppninni

Ţá er kominn butler úr 19. umferð og heildarstaðan í butlernum líka komin í lag.

Næsta keppni félagsins er 3ja kvölda Aðaltvímenningur þar sem spilaður verður Barómeter.

Úrslitasíða BH

8.3.2011

Hlynur og Stefán rótburstuđu upphitunartvímenning BR fyrir ađalsveitakeppnina

Upphitun fyrir aðalsveitakeppni BR 2011

Hlynur og Stefán rótburstuðu tvímenninginn.  Lokastaðan

1.Hlynur Angantýsson - Stefán Jónsson  = 85 stig
2.Birna Stefnisdóttir - Aðalsteinn Steinþórsson = 45 stig
3.Egill Darri Brynjólfsson - Örvar óskarsson = 38 stig

Sjá nánar á heimasíðu BR

8.3.2011

Bötlertvímenningur hjá BR í kvöld - Ađalsveitakeppni eftir viku

Í kvöld verður eins kvölds bötlertvímenningur hjá Bridgefélagi Reykjavíkur.

Næsta þriðjudag hefst svo 5 kvölda aðalsveitakeppni. Tilvalið að fara að tékka á sveitarfélögunum og koma sér í gírinn fyrir undanúrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni!

8.3.2011

BH: Sveit Halldórs Svanbergssonar vann Ađalsveitakeppnina

Sveit Halldórs Svanbergssonar vann aðalsveitakeppni BH 2011.

Öll úrslit og butler fyrstu 18 umferðirnar er að finna á heimasíðu félagsins.

Butler úr síðustu umferð kemur inn á morgun..

Keppnisstjóri biður afsökunar á þessu sem varð vegna mistaka við innslátt á lyklaborði.

Heimasíða BH

7.3.2011

Bridgefélag Selfoss: Sveit Antons vann sveitakeppnina

Aðalsveitakeppninni lauk 3. mars sl. Sveit Antons vann keppnina, en með Antoni Hartmannssyni spiluðu Pétur Hartmannsson, Kjartan Jóhannsson og Sigfinnur Snorrason. Kjartan og Sigfinnur unnu síðan butlerinn.

Lokastöðuna, töfluna í mótinu og butlerinn má sjá á ţessari síðu.

Næsta mót verður 3 kvölda tvímenningur, Íslandsbankatvímenningurinn, sem spilaður verður 10., 17. og 31. mars. Skráning í mótið er á ţessari síðu.

4.3.2011

Bridgefélag Kópavogs Hrađsveitakepni fyrsta kvöld

Hrapðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hófst í gærkvöldi. Tiu sveitir mættu til leiks og er sveit Ingvaldar með nauma forystu eftir fyrsta kvöld af fjórum. Þeir félagar eru með 533 stig en miðlungur er 486. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

2.3.2011

Tvö kvöld búin af ţrem á suđurnesjum

Annað kvöldið í þriggja kvölda tvímenningi unnu þeir Oddur Hannesson og Sigurjón Ingibjörnsson með 62,3%.

Tvö kvöld telja af þrem svo þetta er ennþá æsispennandi og engin leið að sjá út hver mun sigra þetta mót.  Úrslit og spil má sjá hér.

Ţess má geta að sigur parið fær úttekt í Nettó að verðmæti 5000 kr.

2.3.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Baldur og Guđlaugur unnu sér inn rauđvín!

Baldur Bjartmarsson og Guðlaugur Sveinsson unnu 19 para tvímenning með 60,4% skor. Í 2. sæti voru Erla Sigurjónsdóttir og Guðni Ingvarsson með 2,4 stigum minna og í þriðja sæti voru Gróa Guðnadóttir og Sigríður Friðriksdóttir.

Úrslitasíða Miðvikudagsklúbbsins

1.3.2011

Hrólfur og Oddur sigruđu ađaltvímenning BR 2011

Jón og Þorlákur gáfu eftir á lokasprettinum, en Oddur og Hrólfur höfðu betru

Lokastaðan

  1     Oddur Hjaltason - Hrólfur Hjaltason          1742,1 stig
  2     Haukur Ingason - Jón Þorvarðarson          1727,3 stig
  3    Jón Baldursson - Þorlákur Jónsson              1699,8 stig

Sjá nánari úrslit á heimasíðu BR

1.3.2011

Hrađsveitakeppni ađ hefjast í Kópavogi

Fjögurra kvölda Hraðsveitakeppni hefst fimmtudaginn 3ja mars kl. 19:00 hjá Bridgefélagi Kópavogs. Enn er pláss fyrir nokkrar sveitir og nokkur pör eru á lausu. Aðstoðum við að mynda sveitir. Spilað er í Gjábakka, félagsheimili aldraðra, að Fannborg 8, á bak við Landsbankann við Hamraborg.

Skráning hjá Heimi s.698-1319 og Þórði s. 862-1794 og thorduring@gmail.com.


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge

Sumarbridge á Akureyri  2020  
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing