Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

30.9.2011

Reykjavíkurdeildin: Hulduherinn og Skessuhorn leiđa eftir 1. kvöld!

Sveitir Hulduhersins og Skessuhorns eru efstar með 18 stig eftir 1. kvöldið í Reykjavíkur Deildinni.

Leik Sparisjóðs Siglufjarðar og VÍS var frestað og sveit Hulduhersins var í yfirsetu sem reynt verður að fylla upp í.

Vegna óvæntrar þátttökuaukningu á síðustu metrunum þá verður tekin endanleg ákvörðun um fyrirkomulag mjög fljótlega.

Stuðst verður við 32 spila leik með 1 hálfleik

Heimasíða Reykjavíkur Deildarinnar

29.9.2011

Hjálmar og Kristján leiđa í Kóopavogi

Eftir tvö kvöld af þremur í Hausttvímenningi Bridgefélags Kóopavogs eru Kristján B Snorrason og Hjálmar S Pálsson efstir með 108,6 stig sem er samanlögð prósentuskor beggja kvöldanna. Á hæla þeim koma Guðni Ingvars og Erla Sigurjóns/Óli Björn Gunnars með 108,2 stig. Besta skori kvöldsins náðu Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson með 67,6%.

Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

28.9.2011

Tvímenningskeppnir á BBO

Bridgefélag Reykjavíkur stendur fyrir 4 stuttum tvímenningsleikjum á BBO næsta föstudag.

Spilamennska er skipulögð kl. 19:00,  20:00, 21:00 og 22:00

Hver lota er sjálfstæð.  Allir velkomnir.  Leiðbeiningar veitir Vigfús Pálsson í síma 693-1061

Sjá www.bridgebase.com

28.9.2011

Cavendis tvímenningur BR 2011

Jón Þorvarðarson og Haukur Ingason unnu mótið með nokkrum yfirburðum.  Besta skor kvöldsins fengu Guðbrandur Sigurbergsson og Friðþjófur Einarsson, 1267 stig

Lokastaðan

Haukur Ingason - Jón Þorvarðarson             2458 stig
Egill Darri Brynjólfsson - Örvar Óskarsson    2001 stig
Ragna Briem - Þóranna Pálsdóttir              1951 stig
Sveinn Rúnar Eiríksson - Júlíus Sigurjónsson  1863 stig
Jón Sigurbjörnsson - Björk Jónsdóttir         1413 stig

Sjá nánar á heimasíðu BR 

Næsta mót er hraðsveitakeppni, þrjú kvöld


Allir velkomnir.

27.9.2011

Briddsfélag Selfoss og nágrennis

Vetrarstarf Briddsfélags Selfoss og nágrennis hefst föstudaginn 30. september með aðalfundi. Fundurinn hefst kl.20:00 í Tryggvaskála. Að loknum aðalfundarstörfum verður svo tekið í spil.

27.9.2011

BR - Aron međ fyrirlestur kl. 18 í dag um sagnvenjur

Aron Þorfinnsson mun í dag kl. 18 vera með fyrirlestur og umræður um sagnvenjur. 
Til dæmis ýmsar lebensohl-stöður og algengar sagnvenjur. Meðal annars út frá því sjónarmiði að pör eru oft að nota sagnvenjur sem koma mjög sjaldan upp og eru þar af leiðandi að missa af ýmsum tækifærum fyrir algengari stöður. Auk þess sem hætta er á að gleyma hlutum sem koma upp bara einu sinni á ári!
Kíkið á þetta í Síðumúla 37 kl. 18, fyrir lokakvöldið í Cavendish-tvímenningnum!

27.9.2011

BH: Svala og Garđar byrja međ 66,1% í Gamla vínhús mótinu!

Svala Pálsdóttir og Garðar Garðarsson eru efst með 66,1% eftir 1. kvöldið af 3 í Gamla vínhús móti Bridgefélags Hafnarfjarðar. Næst eru María Haraldsdóttir og Sverrir Þórisson með 56,5% og í 3ja sæti eru Sigurjón Harðarson og Haukur Árnason með 55,6%.

Öll spil og úrslit er að finna á heimasíðu BH

22.9.2011

Guđmundur Aldan og Stefán í forystu í Haust-Monrad BK

Guðmundur Aldan Grétarsson og Stefán R Jónsson tóku forystuna á fyrsta kvöldi af þremur í Hausttvímenningi Bridgefélags Kópavogs. Spilað var á 7 borðum en þar sem spilaður er Monrad-barómeter hvert kvöld fyrir sig er hægt að bæta inn pörum en þau geta þó ekki unnið til verðlauna. Öll úrslit má sjá á Heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

22.9.2011

Miđvikudagsklúbburinn og Muninn: 21. september samreiknađur

Miðvikudaginn 21. september spiluðu Miðvikudagsklúbburinn og Muninn Sandgerði sömu spil og er komin niðurstaða úr samreiknuðum útreikning:

 Þorgeir Ver Halldórsson og Garðar Þór Garðarsson enduðu efstir með 61,8% og næstir voru Runólfur Guðmundsson og Sveinn Ragnarsson með 59,4%. Runólfur og Sveinn enduðu í 3. sæti í hjá Miðvikudagsklúbbnum svo þeir fagna öllum samreikningum með Muninn í framtíðinni!

Öll úrslit er að finna á úrslitasíðum félaganna:

Miðvikudagsklúbburinn   -    Muninn

21.9.2011

Fyrsta keppni vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs ađ hefjast

Fyrsta keppni vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs hefst fimmtudaginn 22 sept kl. 19:00  (á morgum)

Ţað er þriggja kvölda Monrad-barómeter þar sem allir spila spil 1-4 í fyrstu setu osfrv. Fastagestum sem ekki komu síðasta fimmtudag er bent á að taka kvöldið frá. Skráning á staðnum. 

Nýjir félagar einnig velkomnir.

Dagskrá vetrarins má sjá á heimasíðu BK

Spilað er í Gjábakka, félagsheimili aldraðra að Fannborg 8 á bakvið Landsbankann.

20.9.2011

Kjartan og Stefán leiđa Cavendish tvímenning naumlega

Að loknum 2 kvöldum er staðan þessi.  Hnífjafnt á toppinum

1. Kjartan Ásmundsson - Stefán Jóhannsson      = 1571 stig
2. Jón Þorvarðarson - Haukur Ingason           = 1569 stig
3. Sveinn R. Eiríksson - Júlíus Sigurjónsson   = 1519 stig
4. Egill Darri Brynjólfsson - Haraldur Ingason = 1452 stig

Guðmundur Páll Arnarson og Ásmundur Pálsson skoruðu mest þetta kvöldið.  1106 stig.

Sjá nánar á heimasíðu BR

20.9.2011

Ţá er lokiđ öđru spilakvöldi BH međ risaskori

Ţá er lokið öðru spilakvöldi BH með risaskori hjá hjónunum Dröfn og Ásgeiri en þau enduðu með 71% skor.

hér má sjá heildarstöðuna

Næsta mánudag hefst 3 kvölda Barometer Gamla vínhús mótið þar sem vegleg verðlaun verða í boði.

15.9.2011

Heimir og Árni Már efstir í Kópavogi

Heimir Tryggvason og Árni Már Björnsson sigruðu á fyrsta spilakvöldi Bridgefélags Kópavogs þetta haustið. Spilaður var Monrad-barómeter. Öll úrslit má sjá hér

15.9.2011

Spilakvöld hjá Miđvikudagsklúbbnum og Muninn 14. september voru samreiknuđ!

Hæsta skorið lækkaði aðeins við samreikninginn en efstir voru Arnór Ragnarsson og Oddur Hannesson með 58,6%. Guðrún Jörgensen og Guðlaugur Sveinsson voru í 2. sæti með 58,3% og í 3ja sæti voru Halldór Ármansson og Gísli Sigurkarlsson með 57,1%.

Hægt er að sjá öll úrslit og spil á heimasíðum félaganna:

 Miðvikudagsklúbburinn

Muninn Sandgerði

14.9.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Guđlaugur og Guđrún unnu fyrsta kvöldiđ

Miðvikudagsklúbburinn byrjaði vetrarstarfsemina 14. september.

Guðlaugur Sveinsson og Guðrún Jörgensen unnu fyrsta kvöldið með 59,2% skor.

Öll úrslit og spil og lifandi úrslit á spilakvöldum félagsins er að finna á heimasíðu félagsins:

www.bridge.is/MID

14.9.2011

Vetrarstarf Bridgefélags Kópavogs ađ hefjast

Vetrarstarf Bridgefélags Kópavogs hefst fimmtudaginn 15 september með eins kvölds MONRAD-tvímenningi.

Spilastaður: Gjábakki, félagsheimili aldraðra, Fannborg 8, á bak við Landsbankann við Hamraborg.

Tími: Fimmtudagar kl. 19:00

Vetrardagskráin er í smíðum en fyrsta keppni vetrarins hefst þann 22 sept.

13.9.2011

Cavendish tvímenningur BR

Jón Þorvarðarson og Haukur Ingason eru með góða forystu eftir fyrsta kvöld af þremur í Cavendish Tvímenningi BR.  44 pör taka þátt. 

Sjá nánari úrslit á heimasíðu BR

13.9.2011

BH Úrslit

 

Hérna má sjá úrslitin frá fyrsta kvöldinu hjá okkur. 

http://www.bridge.is/files/12-09-11_773371313.htm 

Spilað var á 8 1/2 borði sem verður að teljast ágætt svona fyrsta kvöldið

Næsta mánudag er síðan einskvölda tvímenningur

Sjáumst hress :) 

 

12.9.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Vetrarstariđ byrjar miđvikudaginn 14. september

11.9.2011

Vetrarstaf á Suđurnesjum ađ hefjast

Vetrarstaf bridgefélaganna á Suðurnesjum hefst miðvikudaginn 14. september n.k.

Fystu kvöldin verður spilaður eins kvölds tvímenningur, þar sem spiluð verða sömu spil og miðvikudagsklúbburinn og skor klúbbanna sett saman.

Hvet alla til að mæta og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.

 

10.9.2011

Lokamót Sumarbridge: Björn og Sverrir unnu sér keppnisgjald á Bridgehátíđ

Björn Friðriksson og Sverrir Þórisson unnu 34 para lokamót Sumarbridge 2011. Enduðu þeir 3 stigum fyrir ofan Garðar Garðarsson og Gunnlaug Sævarsson. Í 3ja sæti voru Árni Hannesson og Oddur Hannesson.

Heimasíða Sumarbridge 2011

6.9.2011

Páll og Sverrir burstuđu fyrsta tvímenninginn hjá BR

Fyrsta spilakvöld BR fór rólega af stað.
Páll Valdimarsson og Sverrir Kristinsson tóku risaskor í síðustu umferð og unnu mótið.

1. Páll Valdimarsson - Sverrir Kristinsson 137 stig
2. Helgi Sigurðsson - Ísak Örn Sigurðsson 128 stig
3. Vigfús Pálsson - Björgvin Víglundsson 127 stig

Nánari úrslit er að finna á heimasíðu BR

Næst er þriggja kvölda Cavendish tvímenningur, þar sem hægt er að skora stórt.

2.9.2011

Lokamót Sumarbridge 2011 - föstudaginn 9. september kl 18:00

Lokamót Sumarbridge 2011 fer fram föstudaginn 9. september og byrjar kl 18:00. Spilaðar verða 10 umferðir með 4 spilum á milli para. Spilað verður um silfurstig. Keppnisgjald er 1500 kr. á spilara og veitt verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin:

  • 1. verðlaun:   Keppnisgjald fyrir 1 par á Bridgehátíð 2012
  • 2. verðlaun:   Keppnisgjald fyrir 1 par á Íslandsmótið í Butler tvímenning 2012
  • 3-5. verðlaun: Keppnisgjald fyrir 2 spilara á Íslandsmótið í einmenning 2011.

Jafnframt verða veitt verðlaun fyrir 3 bronsstigahæstu karl og kvenspilara sumarsins.

1.9.2011

Ađalfundur Bridgefélags Kópavogs 8. sept.

Aðalfundur Bridgefélags Kópavogs verður haldinn fimmtudaginn 8 sept. kl. 19:00 í Gjábakka, félagsheimili eldri borgara, Fannborg 8. (á bakvið Landsbankann við Hamraborg)

Venjuleg aðalfundarstörf. 

Veitingar


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge

Sumarbridge á Akureyri  2020  
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing