Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

29.11.2012

Briddsfélag Selfoss

Staðan á toppnum breyttist ekkert á þriðja kvöldið aðaltvímenningsins. Eitt kvöld er eftir sem spilað verðu næstkomandi fimmtudag.

Spil og staða

29.11.2012

Háspenna fyrir lokaumferđina í Kópavogi

 

Ţegar aðeins er eftir að spila síðustu umferðina í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs geta enn fjórar sveitir unnið mótið en til þess þarf sveit Sveins Símonarsonar að vinna sveit Björns Halldórssonar 25-2. Efstu tvær sveitirnar töpuðu báðar í tíundu umferð og þannig hélst spennan fram í lokaumferðina sem verður spiluð næsta fimmtudag. Öll úrslit og stöðu má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

28.11.2012

Rangćingar -- öflugir Árnesingar

Ţriðjudaginn 28. nóvember var 3ja kvöld af 5 í Butler spilað.   Þeir yngissveinar Brynjólfur Gestsson og Garðar Garðarsson, frá Selfossi, sem heiðrað hafa okkur Rangæinga með þátttöku sinni undanfarin kvöld, áttu langbesta skorið þetta kvöld, heila 63 impa í 26 spilum.   Þó Óskar Pálsson Afríkufari kæmi með líflækni sinn, Guðmund Benediktsson, til leiks dugði það ekki nema í 33 impa skor og 2. sæti.  Úrslit kvöldsins má sjá hér

4 bestu kvöldin af 5 telja til úrslita og þegar 3 kvöld eru búin er staða eftstu para þannig þegar lakasta kvöldið af þessum þremur er tekið út:

1. Magnús Bjarnason - Magnús Halldórsson            1,636 impar að meðaltali úr spili. 

2. Óskar Pálsson - Guðmundur Benediktsson           1,521 impar að meðaltali úr spili.

3. Brynjólfur Gestsson - Garðar Garðarsson            1,439 impar að meðaltali úr spili.

 Ef öll kvöldin þrjú eru talin saman, svona til gamans, er röð eftstu para þannig:

1. Brynjólfur Gestsson - Garðar Garðarsson            1,050 impar að meðaltali úr spili.

2. Magnús Bjarnason - Magnús Halldórsson             0,463 impar að meðaltali úr spili. 

3. Óskar Pálsson - Guðmundur Benediktsson           0,453  impar að meðaltali úr spili.

26.11.2012

BH: Stefán og Ísak međ hćsta samanlagđa skor úr 2 Mitchell tvímenningum

Hulda Hjálmarsdóttir og Andrés Þórarinsson voru efst í NS með 63,4% og Ísak Örn Sigurðsson og Stefán Jónsson voru efstir í AV með 65,9%.  Þetta skor dugði Ísak og Stefáni til að enda efstir í samanlögðu skori úr 2 Mitchell tvímenningum.  Þeir voru með 122,6% samanlagt skor úr báðum kvöldunum. Næstir voru Sigurður Páll Steindórsson og Stefán Freyr Guðmundsson með 114,8%

ll úrslit og spil er að finna á rslitasíðu BH

Næsta mánudag hefst síðan Aðalsveitakeppni BH

25.11.2012

Afmćlismót BK: Skorblöđ paranna komin á heimasíđuna

 

Skorblað hvers pars fyrir sig er nú komið á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

Einnig var gerð leiðrétting hjá pörum 11 og 23 í spili 41 sem var skrað í ranga átt.

24.11.2012

Anton og Sigurbjörn unnu Afmćlismót BK

Fimmtíu ára afmælismót Bridgefélags Kópavogs fór fram í Gullsmára 13 í dag. 45 pör mættu til leiks og spiluðu mjög skemmtilegt og vel heppnað mót. Spilaðar voru 11 umferðir eftir monrad, 44 spil alls. Bræðurnir Anton og Sigurbjörn Haraldssynir sigruðu með eins og hálfs prósenta mun á parið í öðru sæti sem voru þeir Friðjón Þórhallsson og Sigtryggur Sigurðsson. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

Bridgefélag Kópavogs þakkar öllum þátttakendum fyrir skemmtilegt mót og Félagshemili aldraðra fyrir frábæra aðstöðu og veitingar. Vonandi finnst eitthvert tilefni til að halda álíka mót í komandi framtíð.

23.11.2012

Briddsfélag Selfoss

Björvin Már tók forystuna á Selfossi á öðru kvöldi Sigfúsartvímennings. Mótið er hálfnað svo það er allt opið ennþá. Mótinu verður framhaldið æstkomandi fimmtudagskvöld.

Spil og staða

22.11.2012

Björn Halldórs enn međ 12 stiga forystu

 

Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hélt áfram í gærkvöldi og er nú lokið átta umferðum af ellefu. Sveit Björns Halldórssonar er enn með 12 siga forystu og hafa unnið alla leiki nema einn. Enn eru það fimm sveitir sem berjast um verðlaunasætin þrjú en næstu tvo fimmtudaga verður barist til síðasta slags til að fá úr því skorið hverjir eru bestir. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridefélags Kópavogs

21.11.2012

Góđir gestir í heimsókn hjá Rangćingum

Ţriðjudagskvöldið 20. nóvember tókum við Rangæingar á móti Hrunamönnum á heimavelli okkar að Heimalandi.  Hrunamenn og Rangæingar hafa um árabil mæst við bridgeborðið og att kappi íliðakeppni (sveitakeppni).   Leikar hafa farið á ýmsa vegu í gegnum árin og framan af skipust liðin á um að varðveita bikarinn.   Heldur höfum við Rangæingar þó haft yfirhöndina síðustu ár.   Í gær mættu til leiks sex sveitir frá hvorum og fóru leikar svo að Rangæingar unnu með 119 vinningsstigum gegn 53 vinningsstigum Hrunamanna.    Butlerárangur para var einnig reiknaður út og verðlaunaður sérstaklega með votlegum en notadrjúgum verðlaunum.   Úrslitin úr Butlernum og spilin má sjá hér.  

Við þökkum Hrunamönnum skemmtilega heimsókn, góða og drengilega keppni.   Þá færum við stelpunum okkar, Guðbjörgu og Önnu Maríu, sem sáu um kaffiveitingar kærlega fyrir frábærar góðgjörðir!

21.11.2012

Austurlandsmót í tvímenning

Efstu pör.

1. Guttormur Kristmannsson og Magnús Ásgrímsson 48.

2. Pálmi Kristmannsson og Þorsteinn Bergsson 21.

3. Cecil Haraldsson og Sigfinnur Mikaelsson 15.

4.-5. Jóhanna Gísladóttir og Vigfus Vigfusson 14.

4. 5. Unnar Ingimundur Jósepsson og Jon Halldór Gudmundsson 14.

16.11.2012

Björn Halldórs enn í forystu í Kópavogi

Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hélt áfram í gærkvöldi en þá voru spilaðar fimmta og sjötta umferð. Björn Halldórsson og félagar halda enn toppsætinu en nú eru aðeins 10 stig í næstu tvær sveitir. All nokkurt bil er á milli fimmta og sjötta sætis og því virðast fimm sveitir ætla að berjast um þrjú verðlauna sæti næstu þrjá fimmtudaga. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

15.11.2012

Briddsfélag Selfoss

Sigfúsar tvímenningur briddsfélags Selfoss hófst fimmtudagskvöldið 15. nóv. Þetta er fjögura kvöldatvímenningur tvöföld umferð allir við alla. Björn Snorrason og Guðmundur Þór eru efstir eftir fyrsta kvöldið en það er nóg eftir af mótinu.

Spil og staða

14.11.2012

Óstöđvandi Brćđur!!!

Ţeir bræður Árni og Oddur Hannessynir fengu ótrúlegt skor í þriggja kvölda butler tvímenningi á Suðurnesjum. Þeir skoruðu hvorki meira né minna en 150 stig. Næstir á eftir þeim eru þeir Sigurður Albertsson og Jóhann Benediktsson með 64 stig.

Næstu þrjú kvöld verða svo hraðsveitakeppni þar sem dregið verður í sveitir og er það alltaf gaman að taka þátt í því.

Úrslit og spil

13.11.2012

Sveit Lögfrćđistofu Íslands hefur forystu ţegar sveitakeppnin er hálfnuđ

Haustsveitakeppni Þriggja Frakka er háflnuð.  Fjórum kvöldum af átta er lokið.  Staðan er...

1. Sveit Lögfræðistofu Íslands  = 235 stig
2. Sveit Vís = 218 stig.
3. Sveit Hermanns Friðrikssonar = 213 stig.

Nú er mótinu skipt í 2 deildir, og flytjast 3 sveitir milli deilda í lok hvers kvölds.

Sjá nánar á heimasíðu BR

13.11.2012

Ísak og Stefán í stuđi í Hafnarfirđi

Ísak Örn Sigurðsson og Stefán Jónsson gerðu sér lítið fyrir og unnu báða Madeirabötlertvímenningana sem voru spilaðir í Hafnarfirði, þann seinni með miklum yfirburðum. Það þarf einhver að stoppa þá svo þeir fái ekki meira rauðvín í verðlaun, rauðvín er jú bara gott í hófi!
Næsta mánudag, 19. nóv. hefst tveggja kvölda mitchell tvímenningur.

Nánar á heimasíðu B. Hafn

9.11.2012

Bridgefélag Selfoss: Guđjón og Vilhjálmur unnu Málarabutlerinn međ fádćma yfirburđum

Keppni lauk í Málarabutlernum hjá Bridgefélagi Selfoss fimmtudaginn 8. nóvember sl. Úrslit urðu þau að Guðjón Einarsson og Vilhjálmur Þ. Pálsson unnu mótið með fádæma yfirburðum eða 150,6 impum í plús. Nánar má finna um úrslitin og spil síðasta kvöldsins á ţessari síðu og öll úrslit vetrarins eru á heimasíðu félagsins.

9.11.2012

BK: Björn Halldórs og félagar enn í forystu

Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hélt áfram í gærkvöldi en þá voru spilaðar 3ja og 4ða umferð. Sveit Björns Halldórssonar hélt áfram sigurgöngu sinni en þeir hafa fengið 19 stig eða meira í öllum leikjum sínum og hafa 14 stiga forystu. Síðan koma fimm sveitir þar sem munar aðeins 8 stigum frá öðru til sjötta sætis. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

6.11.2012

Ţétt á toppnum í sveitakeppni Ţriggja Frakka hjá BR

Sveit Lögfræðistofu Íslands er með nauma forysti í sveitakeppni Þriggja Frakka hjá BR.  Staðan á toppnum er...

1. Sveit Lögfræðistofu Íslands = 172 stig
2. Sveit Grant Thornton = 169 stig
3. Sveit Vís = 166 stig.

Sjá nánar á heimasíðu BR

3.11.2012

Vinamót á Selfossi

Föstudagskvöld 2.nóv í hávaðaroki mættu 14 pör í Tryggvaskála á Selfossi og spiluðu og borðuðu Pizzu, og sumir enn að borða pizzuna

en hér má nálgast spil og úrslit

2.11.2012

Tólf sveitir í Kópavogi

 

Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hófst í gærkvöldi með metþátttöku. Tólf sveitir mættu til leiks og er sveit Guðlaugs Bessasonar efst með 45 stig. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavigs


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing