Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

30.3.2012

Akranestvímenningur 2012

Fimmtudaginn 29. mars lauk Akranestvímenningnum 2012.  13 pör tóku þátt og úrslit má sjá hér.

30.3.2012

Briddsfélag Selfoss

Höskuldur Gunnarsson og Eyþór Jónsson sigruðu Íslandsbankabarometer briddsfélag Selfoss og nágrennis. Næst verður spilað fimmtudaginn 12. apríl og hefst þá síðasta mót vetarains sem er tveggja kvölda tvímenningur.

Spil og lokastaða

29.3.2012

Sigurđur og Ragnar unnu Páskatvímenning BK

Sigurður Sigurjónsson og Ragnar Björnsson sigruðu Páskatvímenning Bridgefélags Kópavogs sem spilaður var í gærkvöldi og fengu vegleg páskaegg að launum. Öll úrslit má sjá á heimasíðu BK.

28.3.2012

Einstefna hjá Óla Ţór og Arnóri á Suđurnesjum

Fjórða kvöldið í sveitarokki var í kvöld miðvikudag og halda þeir Óli Þór Kjartansson og Arnór Ragnarsson áfram einstefnu sinni og fengu 77 IMPa í kvöld og eru langefstir með 190,3 IMPa. Næstir á eftir þeim eru þeir bræður Árni og Oddur Hannessynir með 121,5 IMPa.

 Ný andlit hafa sést í þessu móti og er það mjög gaman að sjá. Það eru tvö kvöld eftir og gaman verður að sjá hvort þeir félagar halda áfram að strauja í átt að sigri.

Úrslit má sjá hér.

28.3.2012

Bridgehátíđ í Úthlíđ

  
Laugardaginn 31. mars verður tvímenningskeppni í bridge í Úthlíð Biskupstungum.  Þetta er tilvalið tækifæri fyrir áhugasama bridsara til að njóta þessarar göfugu íþróttar í fögru umhverfi og skemmtilegum félagsskap.
Fyrirhuguð dagskrá:  - 
Frá kl. 11:00, Keppendur mæta, koma sér fyrir og fara yfir sagnkerfin.
  - 
Frá kl. 12:00, Boðið upp á súpu og brauð í Réttinni.
  - 
Kl. 14:00, Keppni í tvímenningi hefst (kaffihlé um kl. 16:30)
  - 
Kl. 19:00, Kvöldmatur (lambalærisveisla með desert) og verðlaunaafhending.
  - 
Eftir kvöldmat: etv. rúbertu útsláttarkeppni og annað skemmtilegt.  Barinn opinn.
  - 
Sunnudagur kl. 10:00-11:00,  Léttur morgunmatur í Réttinni.  
 
Verðlaun og vinningar fyrir efstu sætin.   Verð: - 6000 kr. fyrir mótsgjald og mat.   - 10.000 kr. fyrir mótsgjald, mat og gistingu. - Fyrir óspilandi maka kostar 7000 kr. gisting og matur (4000 bara matur). Makar sem ekki spila   eru velkomnir. Geta slappað af eða farið í göngutúra og borðað með hópnum um kvöldið.

Gist verður í góðum sumarhúsum þar sem eru heitir pottar og öll aðstaða. Sjá
www.uthlid.is Ţeir sem vilja geta mætt á föstudegi.  Aukanótt kostar 2000 kr. 
Mótsstjóri: Sigurpáll Ingibergsson.

Skráning á
uthlid@uthlid.is eða í síma 891 6107 (Þorsteinn).   Sendið fullt nafn ykkar og makkers.  Og hvort þið þurfið gistingu.Ath. stakir spilarar mega líka skrá sig og við pörum þá saman þegar nær dregur.
Sjá nánar auglýsingu
 

28.3.2012

Páska-Monrad-barómeter hjá BK annađ kvöld

Fimmtudaginn 29 mars verður eins kvölds Páskatvímenningur með viðeigandi "eggjum" í verðlaun. Spilaður verður Monrad-barómeter, sjö umferðir með fjögur spil í umferð. 

Spilað er í Gjábakka, félagsheimili aldraðra, Fannborg 8 og byrjað kl. 19:00

Allir velkomnir.

27.3.2012

Lögfrćđistofa Íslands er enn í forystu ţegar 1 kvöld er eftir af Ađalsveitakeppni BR

Aðalsveitakeppni BR 2012 Staðan eftir 10 umferðir af 12.

  1. Lögfræðistofu Íslands = 193
  2. Sölufélag Garðyrkjumanna= 188
  3. Garðs Apótek = 181
  4. Málning = 172

Sjá nánar á heimasíðu BR

24.3.2012

Ólafur og Gunnar Björn Suđurlandsmeistarar í tvímenning

Laugardaginn 24. mars var Suðurlandsmótið í tvímenning fyrir árið 2012 haldið að Heimalandi undir Eyjafjöllum. Til leiks í mótið mættu 20 pör, og spiluðu 3 spil á milli para, alls 57 spil. Lokaniðurstaðan varð sú að Ólafur Steinason og Gunnar Björn Helgason urðu Suðurlandsmeistarar með 59,3% skor, í öðru sæti urðu Gísli Þórarinsson og Þórður Sigurðsson með 58,2% og jafnir í 3. - 4. sæti urðu Guðlaugur Sveinsson og Sveinn Rúnar Eiríksson og þeir Halldór Gunnarsson og Kristján Mikkelsen með 54,9% skor. Þeir Guðlaugur og Sveinn unnu innbyrðis viðureignina við Halldór og Kristján og hlutu því 3. verðlaunin. Öll úrslit og spilin má finna á ţessari síðu.

23.3.2012

Briddsfélag Selfoss

Staðan að loknum tveimur kvöldum af þremur í íslandsbankatvímenning Briddsfélags Selfoss.

Spil og staða hér 

23.3.2012

Sveit Gulla Bessa sigrađi Hrađsveitakeppni BK

Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í gærkvöldi þegar fjórða og síðasta lotan var spiluð. Sveit Guðlaugs Bessasonar fékk þriðja besta skor kvöldsins og hélt efsta sætinu nokkuð öruggglega en þeir sigruðu með 73 stiga mun. Hörð barátta var hinsvegar um annað sætið og stökk sveit Eiðs Júlíussonar úr sjötta sæti í það annað með besta skori kvöldsins, 622 stig sem gerir 57,6%.

Öll úrslit má sjá á heimasíðu BK

Næsta fimmtudag verður spilaður Páskatvímenningur með páskaeggjum í verðlaun. Allir velkomnir.

21.3.2012

Óli Ţór og Arnór ađ stinga af í Sveitarokki!!

Ţeir Arnór Ragnarsson og Óli Þór Kjartansson er að stinga af í sveitarokki sem er í fullum gangi á Suðurnesjum. Þeir félagar eru komnir með 113,3 IMPa. Bræðurnir Árni og Oddur Hannessynir er í öðru sæti með 76 IMPa.

Sigurvegarar kvöldisins eru þau Grethe Iversen og Ísleifur Gíslason með 69 IMPa í kvöld og er það stórglæsilegt hjá þeim.

Úrslit og skor má finna hér.

21.3.2012

Suđurlandsmótiđ í tvímenning - Mótiđ er fullt

Suðurlandsmótið í tvímenning 2012 verður spilað laugardaginn 24. mars 2012. Spilað verður í félagsheimilinu að Heimalandi undir Eyjafjöllum. Spilamennska hefst kl. 10:00 stundvíslega. Skráningu í mótið er lokið (lauk fimmtudagsmorguninn 22. mars) þar sem einungis er hægt að hafa 20 pör í mótinu af framkvæmdarlegum ástæðum. Eitt par er þegar komið á biðlista.

Skráning fór fram á netinu á þessari síðu. Upplýsingar um mótið gefa Garðar í síma 844 5209 (Garðar) eða Óli í síma 898 2880.

20.3.2012

Sveit Lögfrćđistofu Íslands er međ nauma forystu

Sveit Lögfræðistofu Íslands er með nauma forystu í Aðalsveitakeppni BR 2012 með 150 stig.  Rétt á eftir koma sveitir SFG og Chile.  Sjá nánar á heimasíðu BR

20.3.2012

BH: Hermann og Jón Guđmar unnu Barómeter BH 2012

Hermann Friðriksson og Jón Guðmar Jónsson unnu Barómeter BH vorið 2012. Næst var 3ja manna par sem samanstóð af Garðari Garðarssyni, Svölu Pálsdóttur og Karli G. Karlssyni.  Því miður áttu sér stað mannleg mistök þannig að heildarúrslit verða ekki sett inn á netið fyrr en á morgun (þriðjudaginn 20. mars).

Heimasíða BH

Næsta keppni BH er tveggja kvölda Páska Butler tvímenningur.

Hið árlega páskamót BH fer fram föstudaginn langa. Allar upplýsingar er að finna hér

16.3.2012

Briddsfélag Selfoss

Íslandsbankatvímenningur Briddsfélags Selfoss hófst fimmtudaginn 25.mars með þáttöku 16 para. Mótið fer fjörlega af stað. Eftir fyrsta kvöld af þremur er staðan hnífjöfn á toppnum. Jafnir og efstir eru þeir Leif Österby og Guðmundur Sæmundsson, Gunnar Þórðarson og Garðar Garðarsson.

Staðan í mótinu hér

16.3.2012

Sveit Gulla Bessa enn í forystu hjá BK

Ţriðja kvöldið af fjórum í Hraðsveitakeppni Bridgeféags Kópavogs var spilað í gærkvöldi. Sveit Guðlaugs Bessasonar hélt forystusætinu og hefur 50 stigum meira en næsta sveit en alls eru sjö sveitir með skor yfir miðlung sem er 1620. Öll úrslit og spilagjöf má sjá á heimasíðu BK.  

15.3.2012

Annađ kvöldiđ af sveitarokki á Suđurnesjum!!

Annað kvöldið af sveitarokki fór fram 14.mars á Suðurnesjum. Efstir í mótinu er þeir Óli Þór Kjartansson og Arnór Ragnarsson með 87,3 IMPa. Yfir síðasta kvöld voru það Guðni Sigurðsson og Kolbrún Guðveigsdóttir sem unnu kvöldið með 29 IMPa.

 Staða mótsins og spil má sjá hér

13.3.2012

Sveit Lögfrćđistofu Íslands er međ nauma forystu ţegar keppnin er hálfnuđ

Að loknum 6 umferðum af 12 í Aðalsveitakeppni BR 2012, er hnífjafnt á toppnum.

Staðan er...
Lögfræðistofa Íslands    = 117  
Sölufélag Garðyrkjumanna = 116
Chile                    = 110
Grant Thornton           = 106

Sjá nánari úrslit og stöður á heimasíðu BR

9.3.2012

Sveit Gulla Bessa efst í Hrađsveitakeppni BK

Sveit Guðlaugs Bessasonar er efst í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs með 1220 stig sem jafngildir 56,5% skori. Búið er að spila tvö kvöld af fjórum og því nægur tími fyrir aðrar sveitir til að reyna við toppsætið. Öll úrslit og spilagjöf má sjá á heimasíður BK.

7.3.2012

Sveitarokk (Ađalsveitakeppni) á Suđurnesjum!

Aðalsveitakeppni á Suðurnesjum hófst í kvöld enn við spilum sveitarokk sem er impa tvímenningur. Eftir fyrsta kvöld eru þeir Óli Þór Kjartansson og Arnór Ragnarsson efstir. Hægt er að fylgjast með keppninni á heimasíðu okkar

Heimasíða Muninn/BS

 

6.3.2012

Karl og Gunnlaugur Tvímenningusmeistarar á suđurnesjum.

Síðustu 4 kvöld hefur farið fram meistaratvímenningur á Suðunesjum. Þeir Karl G. Karlsson og Gunnlaugur Sævarsson áttu feikna gott síðasta kvöld og sigruðu þetta með yfirburðum. Þess má geta að Karl Hermannson spilaði eitt kvöld við Karl G. Úrslit mótsins má sjá á heimasíðu okkar.

 Næstkomandi miðvikudag hefst 4 til 5 kvölda sveitarokk sem er okkar aðalsveitakeppni. Hvetjum alla til að koma og vera með í skemmtilegu móti.

2.3.2012

Briddsfélag Selfoss

Aðalsveitakeppni Briddsfélags Selfoss lauk s.l. fimmtudagskvöld með öruggum sigri sveitar Kristjáns Más. Með honum í sveitinni spiluðu Gísli Þórarinsson, Þórður Sigðursson, Gísli Hauksson og Magnús Guðmundsson. Butlerinn sigraði svo Magnús Guðmundsson.

Ekki verður spilað hjá félaginu næstkomandi fimmtudag (8. mars) vegna íslandsmóts. Næsta mót félagsins hefst því fimmtudaginn 15.mars og er þriggja kvölda tvímenningur.

Aðalsveitakeppni úrslit og butler

2.3.2012

Hrađsveitakeppni BK hófst í gćrkvöldi

Fjögurra kvölda hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hófst í gærkvöldi. Ellefu sveitir mættu til leiks og var mkið af skemmtilegum spilum. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs. Leiðréttingar gerðar á föstudagskvöldinu kl. 32:20

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing