Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

24.5.2012

Sumarbridge: Hermann og Gunnlaugur međ 64,8%

Hermann Friðriksson og Gunnlaugur Sævarsson skoruðu 64,8% í 20 para tvímenning miðvikudaginn 23. maí. Þetta er hæsta skor í Sumarbridge þetta árið.

Sumarbridge er spilað mánudaga og miðvikudaga og byrjar spilamennska kl 19:00. ALLIR spilarar eru velkomnir og er tekið vel á móti öllum. Reynt er eftir fremsta megni að finna spilafélaga fyrir þá sem koma stakir.

Föstudaginn 1. júní verður spilaður ALheimstvímenningur í Sumarbridge. Spilað verður með samanburði við allann heiminn og verða veitt silfurstig.

Sumarbridge 2012

17.5.2012

Bridgefélag Selfoss: Magnús Guđmundsson bronsstigakóngur vorsins 2012

Komin eru inn yfirlit yfir brons- og silfurstig sem skoruð voru hjá félaginu vorið 2012. Bronsstigakóngur vorsins 2012 varð Magnús Guðmundsson með 177 bronsstig. Í öðru sæti varð Gísli Hauksson með 161 bronsstig og í þriðja sæti varð Kristján Már Gunnarsson með 143 bronsstig. Bronsstigakóngur vetrarins (samanlagt haust og vor) varð hins vegar Kristján Már Gunnarsson með 290 bronsstig. Í öðru sæti Magnús Guðmundsson með 214 bronsstig og jafnir í þriðja sæti urðu Björn Snorrason og Guðmundur Þór Gunnarsson með 206 bronsstig.

17.5.2012

Jón Steinar Ingólfsson Bronsstigameistari BK 2011-2012

Jón Steinar Ingólfsson er Bronsstigameistari Bridgefélags Kópavogs veturinn 2011-2012 með 305 stig. Öll bronsstig vetrarins má sjá á heimasíðu félagsins

Jón Steinar Ingólfsson er Bronsstigameistari 2011-2012

16.5.2012

Oddur og Árni efstir í Sumarbridge

Góð þáttaka var á öðru spilakvöldi í Sumarbridge þann 16 maí en spilað var á 12 borðum. Bræðurnir Árni og Oddur Hannessynir sigruðu með þriggja prósenta mun og geta valið um bridgebók eða frítt næst í verðlaun. Þeir náðu 60,7% skori. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Sumarbridge.

16.5.2012

AĐALFUNDUR BK FÖSTUDAGINN 18 MAÍ

Aðalfundur Bridgefélags Kópavogs fer fram föstudaginn 18 maí kl. 20:00 á heimili Þorsteins Berg að Fjallalind 7. Almenn aðalfundarstörf.

Stjórnin.

14.5.2012

Sumarbridge: Jón Bjarki og Ţórđur fyrstu sigurvegarar!

Ţórður Sigurðsson og Jón Bjarki Stefánsson unnu fyrsta spilakvöld í Sumarbridge 2012. Þeir enduðu með 58,9% og annað sæti féll í hlut Halldórs Þorvaldssonar og Magnúsar Sverrissonar með 57,7%. Halldóra Magnúsdóttir og Soffía Daníelsdóttir urðu í 3ja sæti með 56,5%.

Sumarbridge er spilað mánudags og miðvikudagskvöld og byrjar kl. 19:00. Allir spilarar eru velkomnir og er tekið vel á móti öllum, vönum og óvönum.

Heimasíða Sumarbridge 2012

11.5.2012

Gulli Bessa og Jón Steinar unnu Vortvímenning BK

Síðasta spilakvöld vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs var spilað í gærkvöldi og var það seinna kvöldið í Vortvímenningi. Jón Steinar Ingólfsson og Guðlaugur Bessason náðu besta skori kvöldsins með 57,7% skori sem dugði þeim til sigurs samanlagt. Jón Steinar varð jafnframt Bronsstigameistari vetrarins. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs. 

Bridgefélag Kóopavogs þakkar öllum þeim er spilað hafa hjá félaginu í vetur vonast til að sjá sem flesta aftur um miðjan september þegar vetrarstarfið hefst að nýju.

8.5.2012

Haraldur Ingason er Einmenningsmeistari BR 2012

Einmenningur BR 2012

Haraldur Ingason rótburstaði einmenninginn

  1. Haraldur Ingason = 332
  2. Ólafur Steinason = 288
  3. Svala K. Pálsdóttir =287

 Sjá nánari úrslit á heimasíðu BR

6.5.2012

Árshátíđ Bridgekvenna 2012

Helga Bergmann og Kristín Þórarinsdóttir sigruðu tvímenninginn af öryggi með 67% skor

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu mótsins

3.5.2012

Loftur og Valdimar efstir í Kópavogi

Síðasta keppni vetrarins hófst nú í kvöld og er það tveggja kvölda vortvímenningur. Loftur Þór Pétursson og Valdimar Sveinsson sigruðu þessa fyrri lotu með 58,5% skori en Gísli Tryggvason og Þorsteinn Berg urðu aðrir með 55,4%. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

Síðasta kvöld vetrarins verður næsta fimmtudag og er hægt að bæta inn pörum sem hafa áhuga á að ljúka þessum skemmtilega vetri með okkur.

1.5.2012

Hrannar og Hlynur sigruđu Vortvímenning BR

Eftir jafna og spennandi keppni, sigruðu Hrannar og Hlynur Vortvímenning BR

Sjá nánar á heimasíðu BR


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing