Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

28.2.2013

Rangćingar -- Góđglađir höfđu jólasveinana undir

Ţriðjudaginn 26. febrúar lauk sveitakeppni félagsins.   Sveitakeppnin er þannig upp sett að spilastjóri raðar pörum saman í sveitir með það að markmiði að sveitir verði sem jafnastar.   Ein gestasveit fékk þó að vera með en hún var skipuð fjórum yngissveinum, tveimur frá Selfossi og tveimur úr Rangárþingi ytra.    Svo fór að gestasveitin Góðglaðir gestir unnu með 130 stigum en Jói og jólasveinarnir hans urðu í öðru sæti með 127 stig.   Þar sem góðglaðir voru gestasveit eru Jói og hans menn félagsmeistarar.   í 3. sæti urðu svo Eyji og peyjarnir með 116 stig.    Sveitakeppnin var jöfn og spennandi og fyrir síðstu umferð gátu 4 sveitir af 8 unnið mótið.        Efstir í Butler urðu þeir góðglöðu drengir Brynjólfur Gestsson og Helgi Hermannsson með 1,55 impa skoraða að meðaltali.   Í öðru sæti urðu jólasveinarnir Bergur Pálsson og Friðrik Þórarinsson með 0,66 impa að meðaltali og í 3ja sæti drengirnir Sigurður Skagfjörð og Torfi Jónsson með 0,54 impa að meðaltali.

Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju!!!

 Butlerinn úr fyrri hálfleik má sjá hér og úr þeim seinni hér.    Úrslitin í Butlernum eru svo hér og úrslitin í sveitakeppninni hér.

Næsta þriðjudag spilum við eins kvölds Barómeter með votlegum en notadrjúgum verðlaunum.

28.2.2013

Miđvikudagsklúbburinn: Óskar og Gunnar Helgi efstir međ 61,7%

Óskar Jónsson og Gunnar Helgi Hálfdánarson unnu einskvölds tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum með 61,7% skor. Í 2. sæti voru Jón Hákon Jónsson og Sigtryggur Jónsson með 56,7% og 3. sætið varð hlutskipti Eiríks Sigurðssonar og Sigurðar Kristjánssonar.

Úrslitasíða Miðvikudagsklúbbsins

27.2.2013

Sveitakeppnismeistarar á Suđurnesjum

Ţeir Gunnar Guðbjörnsson og Jóhannes Sigurðsson komu, sáu og sigruðu í Sveitarokki á Suðurnesjum. Svavar Jensen var með þeim í pari. Þeir leiddu nánast allan tíman og unnu að lokum með 25 impa mun. Næstir á eftir þeim komu þeir Þorgeir Ver Halldórsson og Garðar Þór Garðarsson og Einar Guðmundsson spilaði síðasta kvöldið.

Öll úrslit má sjá hér.    Næstu 4 kvöld æltum við að spila Meistaratvímenning. Allir að mæta

26.2.2013

Jón og Ţorlákur sigruđu Ađaltvímenning BR 2013

Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson unnu sannfærandi sigur í Aðaltvímenning BR. En aldrei hefur verið minni munur í baráttunni um annað sætið. Aðeins skildu 1,4 stig milli 2 og 5 sætis. Lokastaðan.

1. Jón Baldursson - Þorlákur Jónsson 2224,8
2. Guðmundur Snorrason - Sveinn Rúnar Eiríksson 2177,3
3. Gunnlaugur Karlsson - Kjartan Ingvarsson 2177,2
4. Stefán Jóhannsson - Kjartan Ásmundsson 2176,8
5. Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason 2175,9

Sjá nánar á heimasíðu BR

26.2.2013

BH: Ísak og Stefán/Vignir leiđa Ađaltvímenninginn eftir 3 kvöld af 4

Ísak Örn Sigurðsson og Stefán Jónsson/Vignir Hauksson leiða Aðaltvímenning BH þegar 3 kvöld eru búin af 4.  Þeir eru með 60,6%. Í 2. sæti eru Hlynur Angantýsson og Helga Bergmann/Guðný Guðjónsdóttir með 57,6% og í 3ja sæti Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson með sama prósentuskor.

Öll úrslit og spil

24.2.2013

Hrađsveitakeppni ađ hefjast í Kópavogi

 

Næsta keppni hjá Bridgefélagi Kópavogs er fjögurra kvölda Hraðsveitakeppni sem hefst næsta fimmtudag. Skráning hjá Hjálmari s. 898-3181 og Þórði s. 862-1794. Hér má sjá skráningarlista.

22.2.2013

Bridgefélag Selfoss: Sveit Gunnars Ţ. efst eftir 6 umferđir

Nú eru 6 leikir af 8 búnir í aðalsveitakeppni Bridgefélags Selfoss. Spilaðir eru 2 14 spila leikir á kvöldi.

Efstir í mótinu er sveit Gunnars Þ. með 122 stig, en hana skipa Gunnar Þórðarson, Garðar Garðarsson, Gísli Hauksson, Magnús Guðmundsson og Ríkharður Sverrisson. Í öðru til þriðja sæti eru síðan sveitir Guðmundar Þórs og Antons 101 stig.

 

Efstur í butler er Garðar Garðarsson er með 1,32 impa eftir 56, í öðru sæti eru Magnús Guðmundsson og Gísli Hauksson, báðir með 1,05 impa eftir 84 spil  og í þriðja sæti er Gunnar Þórðarson með 0,96 impa eftir 56 spil spil.

 

 Nánar um mótið, úrslit leikja, spilagjöf og butlerútreikning má finna á ţessari síðu. Athugið að það getur þurft að ýta á Refresh (F5) á síðunum til að sjá uppfærð úrslit (6 leikir búnir en ekki 4).

 

Sjöunda og síðasta umferðin í tölfuröðinni verður spiluð fimmtudaginn 28. febrúar og síðan verður dregin ein umferð af handahófi og mæta menn þá þeim andstæðingum aftur  í áttundu umferðinni.

21.2.2013

Kristján Snorra og Ásmundur Örnólfs eru tvímenningsmeistarar BK

 

Fjórða og síðasta kvöldið í Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Kristján B Snorrason og Ásmundur K Örnólfsson náðu besta skori kvöldsins með 63,6% sem dugði þeim í efsta sætið samanlagt og eru þeir þvi Kópavogsmeistarar í tvímenningi 2013. Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson urðu að sætta sig við annað sætið eftir að hafa leitt mótið lengst af. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

Næsta keppni er hraðsveitakeppni og hefst hún fimmtudaginn 28 febrúar. Skráning hjá Hjálmari s. 898-3181 og Þórði s. 862-1794

21.2.2013

Miđvikudagsklúbburinn: Halldór og Baldur unnu međ 61,4%

23 pör spiluðu einskvölds tvímenning.  Halldór Þorvaldsson og Baldur Bjartmarsson unnu með 61,4%.  Næstir voru Guðmundur Skúlason og Þorsteinn Guðbjörnsson mðe 60,4%.

Öll úrslit og spil

20.2.2013

Rangćingar -- Góđglađir tóku gleđi sína á ný!

žriðjudaginn 19. febrúar var 6. umferð sveitakeppninnar, af 7, leikin.     Og ekki minnkaði spennan.  Góðglaðir gestir hafa nú tekið gleði sína á ný, enda tylltu þér sér á toppinn með því að leggja Drengina og dísina að velli.   Þeir eru nú með 105 stig, þremur stigum á undan Jóa og jólasveinunum sem eru með 102 stig.    Eyji og peyjarnir eru svo í þriðja sæti með 101 stig.    Þessar þrjár sveitir munu trúlega slást um sigurinn í keppninni í lokaumferðinni, þó ekki sé hægt að útiloka að Diddarnir og daman blandi sér í leikinn en sú sveit er nú í 4. sæti með 95 stig.   Aðrir eru með minna og einhverjir talsvert mikið minna.

Butlerinn úr fyrri hálfleik má sjá hér og úr þeim seinni hér.    Heildarstaðan í Butlernum er svo hér og staðan í sveitakeppninni hér.

Gaman er að segja frá því að 11 þátttakendur eru nú á bridgenámskeiði fyrir byrjendur, sem Bridgefélagið heldur í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands.   6 þessara nemenda mættu á spilakvöldíð í gær og spiluðu sömu spil og keppendur.   Við bjóðum þessa verðandi félaga okkar velkomna og hlökkum til að fá þá til okkar á næsta kvöldi.

20.2.2013

Bilun í Tölvukerfi hjá BR

Af einhverjum ástæðum þá rofnaði allt netsamband í gærkvöldi, svo ekki var hægt að senda úrslit kvöldsins á netið.  Vonandi lagast þetta fyrir kvöldið

18.2.2013

BH: Ísak og Stefán leiđa eftir 2 kvöld af 4 í Ađaltvímenning BH.

Ísak Örn Sigurðsson og Stefán Jónsson skutust á toppinn eftir 2 kvöld af 4 í Aðaltvímenning BH 2013.

Ţeir félagar voru með hæsta skor kvöldins, 66%.  Helga og Hlynur voru í 2. sæti yfir kvöldið með 56% og Ólafur og Pétur í 3ja sæti með 55,7%

Öll úrslit og spil er að finna á úrslitasíðu BH

18.2.2013

Paramótiđ. Ungu dömurnar úr BH

Að sjálfsögðu skipuðu sér spilarar úr BH í efstur sætin

Svala næstum því BH ingur allavega spilar alltaf hjá okkur sigraði með glæsibrag

Unga daman Erla klikkaði ekki og tók annað sætið, og sýndi það að hún er í hörku formi núna

og svo Hrund Einarsdóttir endaði í 4 sæti

Ţað má fylgja með haminguóskir til drengjanna en ég held að þeir hafi verið meira til ógagns en gagns. :)

Til hamingju stúlkur, þið eruð BH til sóma

15.2.2013

Bridgefélag Selfoss: sveit Gunnars Ţ. efst

Nú er keppni hálfnuð í aðalsveitakeppni Bridgefélags Selfoss. Spilaðir eru 2 14 spila leikir á kvöldi.

Efstir í mótinu er sveit Gunnars Þ. með 84 stig, en hana skipa Gunnar Þórðarson, Garðar Garðarsson, Gísli Hauksson, Magnús Guðmundsson og Ríkharður Sverrisson. Í öðru sæti er síðan sveit Ólafs með 76  stig, og sveit Antons í þriðja með 67 stig.

Efstur í butler er Gunnar Þórðarson með 1,71 eftir 28 spil og annar er Garðar Garðarsson er með 1,32 eftir 56 spil.

 Nánar um mótið, úrslit leikja, spilagjöf og butlerútreikning má finna á ţessari síðu. Athugið að það getur þurft að ýta á Refresh (F5) á síðunum til að sjá uppfærð úrslit (4 leikir búnir en ekki 2).

Næstu 2 umferðir verða spilaðar fimmtudagskvöldið 21. febrúar.

14.2.2013

Gísli og Leifur enn í forystu í Kópavogi

 

Ţriðja kvöldið af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld og hefur staðan á toppnum jafnast mikið og nú eru forystusauðirnir Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson með aðeins 56,1% skor. Í kvöld náðu Jón Páll og Guðmundur besta skorinu með 62,3%  og Heimir og Árni Már voru með 61,1%. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kóavogs.

Keppninni lýkur næsta fimmtudag en þann 28 febrúar hefst svo hraðsveitakeppni.

13.2.2013

Helgi Jónsson og Helgi Sigurđsson međ forystu í Ađaltvímenningi BR 2013

Ţétt er á toppnum hjá BR.  Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson hafa forystu þegar mótið er hálfnað.

Sjá nánar á heimasíðu BR

11.2.2013

BH: Halldór og Magnús leiđa eftir 1. kvöld í Ađaltvímenning BH

Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson eru efstir eftir 1. kvöld í Aðaltvímenning BH 2013.  Þeir eru með 62,3% og í 2. sæti eru Svala Pálsdóttir og Garðar Garðarsson með 61,8%. Í 3ja sæti eru Friðþjófur Einarsson og Guðbrandur Sigurbergsson með 58,3%.

Öll úrslit og spil

10.2.2013

Vinir Reykjanesmeistarar en Garđs Apótek vann undankeppnina til Íslandsmóts

 

Reykjanesmótið í sveitakeppni fór fram nú um helgina að Gullsmára 13 í Kópavogi. Tíu sveitir keppu um sjö sæti í Undanúrslitum Íslandsmótsins auk þess sem Reykjanes á fyrstu varasveit sem fyllir upp í sætið sm Reykjavík notaði ekki. Sex sveitir voru síðan löglega skipaðar til að berjast um titilinn Reykjanesmeistari 2013.

Reykjanesmeistarar árið 2013 er sveit Vina úr Kópavogi með 136 stig en GSE úr Hfnafirði varð í öðru sæti með 133 stig og Bólsturverk með 122 og hafði betur í innbyrðis viðureign við sveit Bernódusar.

Garðs Apótek vann hinsvegar Reykljanesmótið, undankeppni íslandsmótsins, eftir harða keppni við Sigtrygg vann sem vann þó ekki nema einn af síðustu fjórum leikjunum. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgesamband Reykjaness

10.2.2013

Sveit MS Selfossi Suđurlandsmeistarar

Suðurlandsmótið í sveitakeppni var spilað í Tryggvaskála á Selfossi nú um helgina. Átta sveitir tóku þátt í mótinu, og var keppnisstjóri Vigfús Pálsson. Suðurlandsmeistari varð sveit MS Selfossi með 141 stig, í öðru sæti varð Tryggvaskálasveitin með 137 stig og í þriðja sæti varð sveit Gísla og Hásetanna með 122 stig. Í sveit MS Selfossi spiluðu Garðar Garðarsson, Gunnar Þórðarson, Anton Hartmannsson, Pétur Hartmannsson, Stefán Garðarsson og Sigurjón Karlsson.

Efstir í butler urðu bræðurnir Anton og Pétur Hartmannssynir með 1,25, í öðru sæti urðu Kristján Már Gunnarsson og Þröstur Árnason með 1,18 og í þriðja sæti varð Vilhjálmur Þór Pálsson með 1,14. Þeir þrír síðasttöldu voru allir úr Tryggvaskálasveitinni. Af sveitunum 8 sem kepptu voru 4 að spila um rétt til að fara á Íslandsmótið í sveitakeppni og þar sem Suðurland átti einmit 4 sæti þá komust þær allar áfram. Þessar sveitir voru MS Selfossi, TM Selfossi, Billarnir og Sunnan 5.

Nánar má finna um öll úrslit mótsins ásamt butler og spilagjöf  á þessari síðu hér .

9.2.2013

Sigtryggur vann í forystu eftir fyrri dag á Reykjanesmótinu

 

Reykjanesmótið í sveitakeppni fer fram nú um helgina í Gullsmára 13 í Kópavogi. Tíu sveitir keppa um sjö sæti í Undanúrslitum Íslandsmótsins sem spiluð verða helgina 8-10 mars. Sigtryggur Sigurðsason og félagar hafa 15 stiga forystu eftir fjórar umferðir af níu. Úrslitin má sjá hér  og á heimasíðu Bridgesambands Reykjaness

8.2.2013

Gísli og Leifur leiđa Ađaltvímenning BK

 

Ţegar búið er að spila tvö kvöld af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs hafa Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson  forystu með 60,1% skor og hafa hátt í þriggja prósenta forskot á Hjördísi Sigurjónsdóttur og Kristján Blöndal. Besta skori kvöldsins náðu hinsvegar Hallgrímur Hallgrímsson og Sigmundur Stefánsson með 61,5%. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs

7.2.2013

Reykjanesmótiđ í sveitakeppni 9-10 febrúar

 

Reykjanesmótið í sveitakeppni fer fram helgina 9-10 febrúar í Gullsmára, félagsheimili aldraðra, beint vestur af Smáralind (sami spilastaður og á afmælismóti BK).

Mótið hefst kl. 11:00 á laugardeginum. Spiluð verða a.m.k. 120 spil og spilað um 7 sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins. Þátttökugjald er 20.000,- á sveit. Skráning hjá Erlu s. 659-3013, Garðari s. 893-2974 og Lofti s. 897-0881. Skráningu lýkur fimmtudagskvöldið 7 febrúar kl. 22:00.

Sveitir og nöfn spilara þarf síðan að senda á thorduring@gmail.com

                           Skráningarlisti  

5.2.2013

BH: BÓ öruggur sigurvegari í Ađalsveitakeppninni 2013

BÓ var með 232 stig í 11 umferðum sem er rúmlega 20 stig í leik.  Sveitir Gabríels Gíslasonar og Svölu Pálsdóttir voru jafnar í 2. sæti með 192 stig. Sveit Svölu endar í 2. sæti því hún vann innbyrðisviðureignina.

Öll úrslit, spil og butler er að finná á heimasíðu BH

Að sveitakeppninni lokinni var spilaður 16 spila monrad-tvímenningur. Sigurjón Karlsson og Baldur Bjartmarsson unnu hann með 63,3% skor.

Næsta keppni félagsins er Aðaltvímenningur. Reiknað er með að hann standi í 3 kvöld.

4.2.2013

Suđurlandsmótiđ í sveitakepni: Skráningu er lokiđ

Bridgesamband Suðurlands heldur Suðurlandsmótið í sveitakeppni helgina 9. - 10. febrúar 2013. Spilamennska hefst kl. 10:00 báða dagana. Spilað verður um 4 sæti á Íslandsmóti, auk Suðurlandsmeistaratitilsins. Allir velkomnir, en til að verða Suðurlandsmeistari þarf sveitin að innihalda meirihluta spilara skráða í félög á Suðurlandi. Spilað verður í Tryggvaskála á Selfossi og verður keppnisstjóri Vigfús Pálsson. Þátttökugjald verður 25.000 kr. á sveit. Skráning fór fram á ţessari síðu. Skráningarfrestur rann út miðvikudagskvöldið 6. febrúar.

Heimasíða mótsins er hér 

Ţess má geta að bridgenefnd HSK hefur ákveðið að Suðurlandsmeistarar 2013 hafi forgang í vali á annari sveit HSK á Landsmóti UMFÍ, sem verður haldið á Selfossi 4.-7. júlí í sumar. HSK mun senda 2 sveitir á mótið eins og heimilt er.

Nánari upplýsingar: Ólafur Steinason í síma 898 2880 eða með tölvupósti ost@ms.is, eða Garðar Garðarsson í síma 844 5209.

1.2.2013

Briddsfélag Selfoss

Guðjón Einarsson og Vilhjálmur stóðu uppi sem sigurvegarar í þriggjakvölda butler sem lauk fimmtudaginn 31.janúar. Næsta mót félagsins er sveitakeppni, þar sem Garðar formaður skipar mönnum í sveitir og sér til þess að menn mæti.

 Spil og úrslit


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing