Upplýsingar: Stefán Berndsen, Sími: 452-4531.
Árlegt Þorsteinsmót í bridge fór fram á dögunum
Þann 30. desember fór fram hið árlega Þorsteinsmót í bridge. Mótið fór fram í Félagsheimilinu á Blönduósi að vanda og mættu 10 sveitir til keppni. Mótið hófst með formlegum hætti kl. 11:00 og lauk í mikilli spennu rúmlega 20:00 en fyrir síðustu umferðina gátu þrjár sveitir endað í 2 og 3ja sæti, þvílík var spennan.
Sigurvegari mótsins, annað árið í röð, varð sveit Björns Friðrikssonar með 166 stig, í öðru sæti varð sveit Netskólans með 123 stig, í þriðja sæti varð Veiðisveit G.Þ. með 122 stig og í fjórða sæti varð sveit Gunnars Sveinssonar með 119 stig. Að venju voru verðlaun veitt fyrir fyrstu 3 sætin ásamt því að farandbikar er veittur fyrir sigur. KB banki á Blönduósi gaf verðlaunin líkt og undanfarin ár.
(Af www.huni.is )