Félög
17.12.2008
KEA hangikjöt er best
Það segja allavega matgæðingar Bridgefélags Akureyrar en síðasta spilakvöld fyrir jól var KEA-hangikjötstvímenningur þar sem það var í boði auk magáls.
Það voru Frímann og Reynir sem nældu sér í stærsta bitann en þetta var lokastaðan:
1. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason 67,3%
2. Pétur Guðjónsson - Jónas Róbertsson 62,7%
3. Þórarinn B. Jónsson - Páll Pálsson 59,3%
4. Sveinbjörn Sigurðsson - Gissur Jónasson 55,6%
5. Örlygur Örlygsson - Björn Þorláksson 53,4%
Við minnum á hið árlega jólamót sem að þessu sinni er styrkt af KEA Hótelum . Það verður haldið þar sunnudaginn 28.desember og hefst klukkan 10. Gott er að forskrá pör hjá Víði Jónssyni í síma 8977628 eða mæta tímanlega. Skemmtileg flugeldaverðlaun í boði að sjálfsögðu.
Viðburðadagatal
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Bridgefélag Reykjavíkur. Síðumúla 37. Byrjar kl 19:00
Bf. Akureyrar, Skipagata 14, 4.hæð kl. 19:00
Bridgefélag Rangæinga, Heimalandi, kl. 19:30
Bf. Hrunamanna, Flúðir kl. 19:30