Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

30.9.2009

Startmóti BA lokiđ

Ţá er fyrsta móti af vetrardagskrá Bridgefélags Akureyrar lokið en þar lauk tveggja kvölda startmóti. Eftir fyrra kvöldið voru efstir þeir Pétur Guðjóns og Toni með 62,9% skor. Nokkuð á eftir þeim komu svo Frímann og Reynir með 56,7% og Hörður og Grettir þar á eftir með 55,8% skor. Seinna kvöldið hófst svo með látum þar sem Stefán Vilhjálms og Örlygur Örlygs fóru mestann. Það fór svo að þeir félagar sigldu fram úr Pétri, Tona og Jónasi Róberts, sem hafði bæst við sem þriðji maður í stað Tona, í tveimur síðustu setunum og höfðu af þeim toppsætið. Þriðja sætið kom svo í hlut Frímanns og Reynis. Aðrir gerðu sér að góðu kaffi og dýrindis súkkulaði. Eins og að ofan var ritað var þetta aðeins fyrsta mótið af spengilegri vetrardagskrá en næstu þrjú þriðjudagskvöld verður spilaður hinn geysivinsæli Greifatvímenningur. Sem fyrr er spilað að Skipagötu 14, 4. hæð og eru allir hvattir til að mæta og vera með.

Allar frekari upplýsingar og skráning eru hjá Víði keppnisstjóra í síma 897-7628.

Öll úrslit má nálgast hér. 


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Sumarbridge 2018
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:30

Summer Bridge in Akureyri every Tuesday at 19:30
at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.
Sumarbridge á Akureyri  2018

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing