Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

22.2.2010

Úrslit Suđurlandsmótsins í sveitakeppni

Suðurlandsmótið í sveitakeppni var spilað helgina 20. – 21. febrúar 2010. Í mótinu tóku 10 sveitir þátt og spiluðu 14 spila leiki allir við alla. Keppnisstjórn var í öruggum höndum Þórðar Ingólfssonar.

Sigurvegarar í mótinu varð sveit Sigurðar Vilhjálmssonar, en með honum spiluðu Ragnar Magnússon, Rúnar Magnússon og Kristján Blöndal. Í öðru sæti, og jafnframt Suðurlandsmeistarar (sveit Sigurðar var ekki með nægilegt hlutfall spilara af svæðinu) varð sveit Tryggingamiðstöðvarinar, en fyrir hana spiluðu Kristján Már Gunnarsson, Helgi Grétar Helgason, Björn Snorrason, Vilhjálmur Þór Pálsson, Ríkharður Sverrisson og Þröstur Árnason. Í þriðja sæti varð síðan sveit N1, en þar spiluðu Brynjar Jónsson, Böðvar Magnússon, Ólafur Lárusson og Skúli Sveinsson. Auk  þessara 3 sveita, unnu sveitir Gunnars Björns Helgasonar og Sveitin milli sanda sér inn rétt til að spila í undanúrslitum Íslandsmótsins í sveitakeppni 19.-21. mars nk. Nánar má finna um úrslitin á ţessari síðu.


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing