Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

18.3.2010

Bridgefélag Rangćinga

Ţriðja kvöld í aðaltvímenningi Rangæinga var haldið nú rétt liðinn þriðjudag.  Þrettán pör mættu til leiks og því var yfirsetunni leyft að vera með þetta kvöldið.  Svavar og Ólafur stóðu sig með prýði  og unnu kvöldið með 138 stigum og 57.5% skori.  Í heildarkeppninni er spennan enn að aukast og skipta menn á sætum eftir því hvernig reiknað er.  Ef versta kvöldið af þremur er tekið út þá hanga Torfi og Siggi á toppnum með 57.69% en ef öll þrjú eru reiknuð eru Torfi og Ævar efstir með 56.79%.  (Sem bendir til og sannar enn og aftur að það sé góð samsetning að nafnar spili saman).  Þarna rétt á eftir koma Magnúsarnir, Halldór-Kristján o.fl.  Það getur því allt gerst ennþá og menn halda fast í stólanna.  En nánari úrslit má sjá hér.

Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði
 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing