Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

8.4.2010

Bridgefélag Rangćinga

Aðaltvímenningur Rangæinga lauk síðasta þriðjudagskvöld og fullyrða elstu menn að aðaltvímenningurinn hafi aldrei unnist með eins litlum mun og nú varð.  Það má segja að úrslitin hafi nánast ráðist á einum Impa og því rétt að hafa í huga að betri er einn Impi á blaði en tveir í orði.
Sigurvegararnir náðu 57.85% þegar 4 af 5 bestu kvöldin eru talin saman en það verða sætaskipti á 1 og 2 sæti ef öll kvöld eru talin saman.  Þeir sem enduðu 2. sæti náðu 56.75% heildarskori en 57.60% (4 af 5). 
Með sigur af hólmi fóru Sigurður og Torfi, þeir áttu jafnt og gott mót og sigurinn verðskuldaðan.  Í öðru sæti urðu Halldór og Kristján, en því miður dugði eldmessan ekki að þessu sinni en full trú er á því að þeir komi fílefldir til leiks að ári.  Þessum snillingum er óskað til hamingju með góða spilamennsku og frábæran árangur.  Nánari úrslit má sjá hér.


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag


Bf. Hafnarfjarðar, Flatahrauni 3, hefst kl. 19:00
 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing