Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

3.5.2010

Fréttabréf frá BSA

Fréttabréf frá Bridgesambandi Austurlands.

Starfsári BSA lauk laugardaginn 1. maí.

Austurlandsmót í sveitakeppni lauk þá á Vopnafirði með þátttöku 6 sveita.

Sveit Suðurfjarðamanna sigraði, en sveitina skipuðu; Björn Hafþór Guðmundsson, Óttar Ármannsson, Ævar Ármannsson, Magnús Valgeirsson og Jónas Ólafsson.

Í öðru sæti urðu Sláturfélag Vopnfirðinga og í 3. sæti sveitin Já Sæll frá Borgarfirði eystra.

Aðalfundur BSA var haldinn við sama tækifæri og var stjórn sambandsins endurkjörin, en hana skipa Jón H Guðmundsson forseti, Óttar Ármannsson gjaldkeri, Magnús Valgeirsson ritari og Þorsteinn Bergsson meðstjórnandi.

Sambandið hefur haldið mörg mót á liðnum vetri, paratvímenning, aðaltvímenning, Einmenningskeppni, jólatvímenning, úrtökumót í sveitakeppni, hraðsveitakeppni, bikarkeppni og loks Austurlandsmót í sveitakeppni.

F h stjórnar.

Jón H Guðmundsson


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag


Bf. Hafnarfjarðar, Flatahrauni 3, hefst kl. 19:00
 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing