Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

13.5.2010

Bridsfélag Kópavogs lauk tímabilinu 6. maí.

Fimmtudaginn 6. maí var síðasta spilakvöldið á þessum vetri hjá bridgefélagi Kópavogs.
Fyrr um kvöldið var haldinn aðalfundur félagsins og þar steig formaðurinn Loftur Pétursson niður eftir 10 farsæl ár og vill félagið þakka honum fyrir mjög vel unnin störf. Heimir Þór Tryggvason tók við sem formaður félagsins.
Eftir fundinn var haldinn skemmtilegur tvímenningur þar sem dregið var saman í pör og allir spiluðu sama kerfi sem var mjög, mjög einfaldur standard.
Nokkuð öryggir sigurvegarar urðu Guðni og Heimir en úrslitin urðu þessi.
1. Guðni Ingvason-Heimir Þór Tryggvason 144
2. Hjálmar S Pálsson-Bernódus Kristinsson 113
3. Erla Sigurjónsdóttir-Sigurður Sigurjónsson 112
3. Ragnar Örn Jónsson-Arnar Arngrímsson 112
Eftir spilamennsku var bronsstigameistari félagsins krýndur. Fyrir lokakeppnina voru makkerarnir Sigurður Sigurjónsson og Ragnar Björnsson efstir og jafnir með 473 stig. Þegar búið var að reikna síðasta tvímenninginn kom í ljós að hann gerði útslagið því Sigurður Sigurjónsson náði sér í 3,5 stig fyrir þriðja sætið á móti systur sinni henni Erlu og þessi dýrmætu stig færðu Sigurði sigurinn og var hann því krýndur bronsstiga meistari Bridgefélags Kópavogs 2009.
Til hamingju Siggi með árangurinn.

Félagið vill þakka öllum þeim sem komu og settu svip sinn á skemmtilegan vetur og vonumst við til að allt áhugafólk um bridge leggi leið sína í kópavoginn og taki spil með okkur þegar vetrarstarfið fer aftur af stað næsta haust.


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag


Bf. Hafnarfjarðar, Flatahrauni 3, hefst kl. 19:00
 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing