Félög
6.11.2010
Kristján og Helgi óstöðvandi!!!
Þeir kumpánar Kristján Már og Helgi Grétar eru óstöðvandi þessa dagana á Suðurlandi. Þeir sigruðu tvímenning þar sem leiddu saman hesta sína félagar í Briddsfélagi Selfoss og Briddsfélagi Rangæinga. Spilaður var tvímenningur sjö umferðir monrad fjögur spil á milli para. Á eftir þeim Kristjáni og Helga voru Guðmundur og Björn.
Tilþrif kvöldsins átti þó Rangæingurinn Sigurður Skagfjörð við verðlauna afhendinguna þegar hann gengisfelldi þriðjuverðlaun þeirra Þrastar og Ríkharðs á einstaklega laglegan hátt. Minnstu mátti muna að kappinn kæmist upp með verknaðin.
Viðburðadagatal
Engin skráður viðburður framundan.
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði