Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

8.2.2011

Bridgefélag Rangćinga

 
Undirritaður hefur fengið töluvert af athugasemdum bæði með tölvupóstsendingum sem og símtölum.  Þar sem beðið er um frekari skýringar á fyrirbærinu „Selfoss-herbergi“.  Ekki þótti ástæða til þess að skýra þetta betur út í síðustu skrifum þar sem þetta átti ekki að verða aðalatriði fréttarinnar.  En hlýða verður þörfum lesenda!  Í umtöluðu herbergi voru þær sveitir sem misjafnasta gengin höfðu á hátíðinni og voru í raun stutt frá því að næla sér í yfirsetu með spilamennsku sinni, sumar jafnvel náðu í hana og fengu þ.a.l. gefins eitt gullstig!  Í þessu herbergi söfnuðust saman þær sveitir sem komu yfir fjallið frá Selfossi.  Því var það einhver ónefndur aðili, þó ekki undirritaður, sem gaf herberginu nafnið Selfoss-herbergi.  Ég vona að þetta skýri orðið og hægt verði að skrifa frekar um fréttir frá Bridgefélagi Rangæinga í næstu greinum.
.
En frá Bridgefélagi Rangæinga er það helst að segja að Halldór vann nokkuð örugglega Magnúsana.  Siggi rétt marði að halda jöfnu við Ævar eftir að hafa náð 44-7 forystu en hægt er að sjá nánari úrslit hér.

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag


Bf. Hafnarfjarðar, Flatahrauni 3, hefst kl. 19:00
 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing