Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

23.3.2011

Halldórsmót B.A.

Halldórsmótið var þriggja kvölda sveitakeppni átta sveita með Board-a-Match ívafi. Síðasta kvöldið var gríðarlega spennandi og sveit Frímanns Stefánssonar varð að lúta í gras fyrir sveit Old Boys eftir að hafa leitt fram að lokaumferðinni þar sem Old Boys skaust fram út. Best að toppa á réttum tíma! Í sveit Old Boys spiluðu Pétur Guðjónsson, Hörður Blöndal, Grettir Frímannsson, Stefán Ragnarsson og leynivopnið Sigurbjörn Haraldsson.

Baráttan um 3.sætið var einnig hörð milli fjögurra sveita en sveit Víðis Jónssonar náði því á lokasprettinum.

Staða efstu sveita:

1. Old Boys 221

2. Frímann Stefánsson 219

3. Víðir Jónsson 163

4. Gylfi Pálsson 162

Heildarstaðan er hér

Næstu tvö þriðjudagskvöld verður spilaður einmenningur og eru allir hvattir til að mæta.


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Sumarbridge 2018
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:30

Summer Bridge in Akureyri every Tuesday at 19:30
at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.
Sumarbridge á Akureyri  2018

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing