Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

12.9.2011

Fyrirlestur um Bridgebase 13. september kl. 18:00. Allir velkomnir

BR verður með fyrirlestur um forritið www.bridgebase.com í húsnæði BSÍ í Síðumúla þann 13. september kl. 18:00.  Sveinn Rúnar Eiríksson sér um kennsluna og þar verður farið ofan í saumana á því hvernig maður spilar bridge á netinu.  Farið verður yfir Bridgebase frá grunni allt frá því hvernig maður stofnar aðgang og til þess að skrá sig í mót á netinu.  Ekki má gleyma að farið verður yfir partnership bidding sem er frábært tæki fyrir alla sem vilja æfa sig í kerfinu með makker.

Fyrirlesturinn tekur ca. 45 mínútur.  Allir velkomnir og boðið verður uppá kaffi.


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing