Félög
14.9.2011
Fimmtudagsmót BR - Sveitakeppni
BR hefur ákveðið að bjóða uppá nýtt mótafyrirkomulag í vetur ef næg þátttaka fæst. Spilað verður á fimmtudagskvöldum í vetur ca. einn fimmtudag í mánuði. Spiluð verður sveitakeppni, 32 spila leikir með hálfleik. Stilla þarf upp fyrir báða hálfleiki. Keppnisstjóri mun mæta á staðinn og starta kvöldinu, setja spilin á sinn stað og síðan er það spilaranna að sjá um restina. Ef upp koma ágreiningsmál eða kærur sem ekki er hægt að leysa á staðnum þá verður það lagt fyrir keppnisstjóra BR og hann úrskurðar eftirá í málum.Keppnisgjald verður kr. 28.000.- á sveit (sem gera 1000 kr. á pr. Spilara fyrir hvert spilakvöld). Kaffi er innifalið í keppnisgjöldum, en spilarar þurfa sjálfir að sjá um að hella uppá.Spilað verður í húsnæði BSÍ í Síðumúla.Lágmarksfjöldi sveita er 8 sveitir til þess að mótið geti farið fram. Ef þátttökufjöldi fer yfir 8 sveitir þá mun mótið vera spilað í deildum og mun stjórn BR styrkleikaraða sveitum í deildir. 12 sveitir þarf til að hægt sé að spila í tveimur deildum. Ef spilað er í fleiri en einni deild þá munu tvær neðstu sveitirnar falla og spila í 2. deild að ári og 2 efstu í annarri deild flytjast upp. Spilað verður á fimmtudögum og áætlaðir spiladagar eru eftirfarandi: 1. umferð 29. september 2. umferð 20. október3. umferð 10. nóvember4. umferð 2. desember5. umferð 16. febrúar6. umferð 5. apríl7. umferð 3. maí Heimilt verður að hafa allt að 8 spilara í sveit og jafnvel hægt að sækja um undanþágu fyrir fleiri spilara ef illa stendur á. Varamenn mega spila spila í fleiri en einni sveit, en ekki gegn sömu sveitinni tvisar sinnum.
Ţeir sem hafa áhuga á þáttöku sendi þátttökutilkynningu á br@bridge.is
Nánari upplýsingar veitir Rúnar í síma 820-4595
Viđburđadagatal
Engin skráđur viđburđur framundan.
Flýtileiđir
Hverjir spila í dag
Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir