Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Félög

5.10.2011

Briddsfélag Selfoss - úrslit og fleira

Regluleg spilamennska hjá Briddsfélagi Selfoss hefst fimmtudaginn 6. október. Þá hefst þriggjakvölda tvímenningskeppni þar sem tvö bestu kvöldin telja. Spilamennska hefst kl 19:30 í Tryggvaskála. Hvetjum við menn til að skrá sig fyrirfram.

Skráning hér

Föstudaginn 30. september sl. fór fram aðalfundur félagsins, og var kjörinn nýr formaður, Garðar Garðarsson, en Þröstur Árnason lauk störfum eftir 2 ár. Aðrir í stjórninni voru endurkjörnir, þeir Kristján Már Gunnarsson gjaldkeri, Guðmundur Þór Gunnarsson ritari, Björn Snorrason varaformaður, og Brynjólfur Gestsson og Ríkharður Sverrisson meðstjórnendur.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum var spilaður tvímenningur með 10 pörum, 2 spil á milli para. Þar urður sigurvegarar Kristján Már Gunnarsson og Þröstur Árnason með 62,5% skor. Nánar um úrsltin á þessari síðu.

Bridgefélag Selfoss er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg.


Viðburðadagatal

Engin skráður viðburður framundan.

Hverjir spila í dag


Bf. Hafnarfjarðar, Flatahrauni 3, hefst kl. 19:00
 

Skoða alla daga


Olís

Slóð:

Félög

Myndir


Auglýsing