Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

8.10.2011

Bridgefélag Selfoss - Páll og Sigurđur Reynir efstir í Suđurgarđsmótinu

Keppni hófst í fyrsta móti vetrarins 6. október sl. Mótið nefnist Suðurgarðsmótið, og er 3 kvölda mót, þar sem 2 bestu kvöldin gilda til stiga. Til leiks mættu 11 pör í fyrsta kvöldið, en benda má fólki á að það getur bæst í hópinn á næsta kvöldi sem verður spilað 13. október.

Efstu pör í mótinu eru Páll Skaftason og Sigurður Reynir Óttarsson með 63,1% skor og jafnir í öðru sæti eru annars vegar þeir Karl Þór Björnsson og Leif Österby og hins vegar Þröstur Árnason og Sigurður Vilhjálmsson með 59,4% skor.

Nánar má finna um úrslitin á þessari síðu.

Bridgefélag Selfoss er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg.


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing