Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Ķslands - Fara į forsķšu

Félög

9.11.2011

Frettir aš noršan

  Vetrarstarf Bridgefélags Akureyrar hefur farið ágætlega í gang en nú er lokið þremur mótum.
Fyrsta mótið var Startmót Sjóvá sem var tveggja kvölda tvímenningur með 15 pörum en efst urðu:
1. Stefán Ragnarsson - Pétur Guðjónsson 59,0%
2. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason 55,8%
3. Valmar Valjaots - Víðir Jónsson 55,4%

Næst var Greifamótið, þriggja kvölda impa tvímenningur, en alltaf er Greifamaturinn góður hvati til árangurs. 14 pör tóku þátt og efstir urðu:
1. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason +86,3 impar
2. Haukur Harðarson - Grétar Örlygsson +35 impar
3. Óttar I. Oddsson - Kristján Þorsteinsson +28,5 impar

Nýlokið er svo þriggja kvölda Hraðsveitakeppni Byrs með 8 sveitum:
1. Sveit Old Boys 1705stig : Pétur Guðjónsson, Stefán Ragnarsson, Hörður Blöndal og Grettir Frímannsson
2. Sveit Gylfa Pálssonar 1574stig : Helgi Steinsson, Ævar Ármannsson og Árni Bjarnason
3. Sveit Ragnheiðar Haraldsdóttur 1513stig : Una Sveinsdóttir, Valmar Valjaots og Víðir Jónsson

Næsta mót er aðaltvímenningur félagsins þar sem Akureyrarmeistarar verða fundnir og baráttan verður án efa hörð.

Að lokum má rifja upp frumlögmálið í bridge sem fram kemur í þessari sígildu limru eftir formann B.A. Stefán Vilhjálmsson:

Ķ briddsinu byrjar oft senna

ef í blindni í sjóinn menn renna.

Við lýsum því öllu

með lögmáli snjöllu:

Žað sem mistekst er makker að kenna!

Kveðja að norðan, Frímann Stefánsson


Višburšadagatal


Hverjir spila ķ dag

Bridgedeild Breiðfirðinga ,Spilað er öll sunnudagskvöld og hefst spilamennska kl. 18:30.
Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.

Skoða alla daga


Olķs

Slóš:

Félög

Myndir


Auglżsing