Félög
21.12.2011
Jólamót BR 30. desember
Hið árlega Jólamót BR fer fram föstudaginn 30. desember. Sérstök athygli er vakin á nýjum spilastað, en spilað verður í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Mótið hefst kl. 17:00 og er spilaður Monrad Barómeter, 4 spil á milli para, alls 11 umferðir, eða 44 spil. Keppnisstjórn er í dyggum höndum Vigfúsar Pálssonar að vanda.
Keppnisgjald er óbreytt frá fyrra ári eða kr. 3.500.- á spilara.
Verðlaunafé hefur verið hækkað í kr. 300.000.-
Veitt eru peningaverðlaun fyrir 10 efstu sætin.
Að venju verða dregnir út fjölmargir aukavinningar í formi flugelda.
Nánar um mótið má sjá hér.
Viđburđadagatal
Engin skráđur viđburđur framundan.
Flýtileiđir
Hverjir spila í dag
Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir