Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

3.4.2012

BH: Halldór Úlfar og Hermann eru Butlerkóngar BH 2012!

Halldór Úlfar Halldórsson og Hermann Friðriksson unnu 2ja kvölda Butler tvímenning BH. Þeir enduðu með 95,2 impa í plús sem var tæpa 26 impa á undan næsta pari.  Páll Þórsson og Stefán Stefánsson/Ómar Olgeirsson enduðu í 2. sæti með 69,5 impa í plús. Þrátt fyrir að vera með 79,5 impa í plús síðasta kvöldið þá náðu þeir ekki að næla sér í 1. sætið. 3. sætið féll í hlut Guðbrands Sigurbergssonar og Friðþjófs Einarssonar.

Dregin voru út 3 páskaegg fyrir fyrstu slemmuna sem sem stóð, fyrsta bút doblaðan staðinn og hæstu töluna eftir að hafa doblað andstæðinginn. Þessi aukaverðlaun féllu í skaut Maríu Haraldsdóttur og Sverris Þórissonar (slemman) , Hulda Hjálmarsdóttir og Unnar Atli Guðmundsson (bútur doblaður) og Kristínar Þórarinsdóttir og Óðinn Þórarinsson (+1400).

Öll úrslit og staða

Páskamót BH föstudaginn langa


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag


Bf. Hafnarfjarðar, Flatahrauni 3, hefst kl. 19:00
 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing