Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

5.5.2012

BR - Einmenningur

Jæja þá er komið að því, síðasta spilakvöldið í BR í vetur.  Eins og venja er verður spilaður einmenningur.  Stjórn BR ákvað að breyta útaf fyrirhugaðri dagskrá og því þarf ekki að hafa spilað 75% af spilakvöldum vetrarins til að fá að vera með.  Öllum sem hafa spilað í BR í vetur er velkomið að mæta og spila og ekki er rukkað keppnisgjald.  Þeir sem hafa ekki spilað í BR í vetur greiða 1500 kr. 

Boðið verður uppá kaffi meðan á spilamennsku stendur og boðið verður uppá veitingar síðar um kvöldið.  Um leið og spilarar gæða sér á einhverju góðgæti þá ætlar formaður BR að fara yfir það helsta í rekstri síðast liðinn vetur.  Ekki er um aðalfund að ræða, heldur frekar kynningarfund.

Ţeir sem ætla að vera með og ekki eru búnir að skrá sig nú þegar er bennt á að skrá sig sem allra fyrst á br@bridge.is eða hringja í Rúnar í s: 820-4595 eða Dennu í s: 864-2112.  Ekki er hægt að tryggja að þeir sem skrá sig á staðnum geti verið með (erum að spila einmenning og ekki hægt að vera með 3 yfirsetur).

Sjáumst á þriðjudaginn,

Kveðja, Stjórnin. 


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing