Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

11.4.2013

Rangćingar -- Dömukvöld

Ţann 9. apríl sl. var 4. umferð í Aðaltvímenning félagsins (Samverkstvímenningnum) leikin.   12 pör mættu til leiks. Þetta var dömukvöld, því stelpurnar okkar, Sigga og Silla, deildu efsta sætinu með sínum makkerum.   Silla okkar og Eiríkur Landeyjajarl skoruðu 55,4% og sama gerðu Sigga og Örninn haukfráni.   Í 3.-4. sæti, stigi á eftir dömunum, með 55,0% skor urðu svo sægarparnir Torfi og Diddi annars vegar og Ægissíðugreifarnir Ægir og Árni hins vegar en þessir fjórir hafa einmitt stundað stífar næturæfingar að Ægissíðu í vetur.   Annara þátttakenda verður ekki getið hér, enda árangur þeirra þetta kvöldið ekki til útflutnings og sumra vart birtingarhæfur.   Úrslitin og spilin má annars sjá hér.

Stöðuna í Samverkstvímenningnum, eftir 4 umferðir af 5, má svo sjá hér en þar leiða hetjur hafsins, Torfi og Diddi, keppnina.

Af árangri kvöldsins virðist spennan í Meistarakeppninni vera mönnum ofviða, því enginn af 10 efstu spilurnum náði í stig þetta kvöld og staðan í toppnum því óbreytt!  Bréfritari er hreinlega að verða sköllóttur af spenningi nú þegar einungis 1 kvöld er eftir af vetrinum.  Enn hanga bankastjórarnir (Lands- og Kjöt-) á toppnum með sín 232 stigin hvor en einungis 4 stigum á undan frímönnunum, Halldóri og Kristjáni, sem hafa önglað saman sínum 228 bronsstigunum hvor.  Billi Gestur er svo sjónarmun á eftir þeim með 227 stig.   Þá kemur Bjössi Dúa með 226 stig.   Í humátt á eftir þessum höfðingjum öllum kemur svo Eyþór Allsherjargoði með 216 stig.  Aðrir en ofangreindir geta ekki lengur komist á toppinn. 

Félagið lýkur svo vetrinum með glæsilegu lokakvöldi á Hótel Flúðum síðasta vetrardag.  


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing