Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

26.4.2013

Rangćingar -- Lokakvöld....og lagiđ var tekiđ.....

Síðasta vetrardag öxluðu Rangæingar skinn sín og skunduðu á Flúðir, hvar verkefnið var að ljúka vetrarstarfinu.  Þar snæddum við dýrindis kvöldverð á Icelandair hótelinu.  Í lok kvöldverðar voru verðlaun vetrarins afhent en að því loknu var tekið til við spilin, enda vita spilarar fátt skemmtilegra en setjast að spilaborðinu.   Auk okkar Rangæinga mættu innfæddir til leiks (Hrunamenn), 3 pör frá Hornafirði og 2 pör frá Selfossi.   Alls tóku því þátt 24 pör og voru spiluð 28 spil í 7 umferðum (Mondrad).  Líf færðist fljótt í salinn, þó varla gæti heitið að vín sæist á nokkrum manni......alla vega fyrstu 2 umferðirnar, eða svo.  Þá fór nú heldur að glaðna yfir mönnum, enda kaffið úrvalsgott.  Á endanum fór svo að Billi og Helgi sigruðu með hreint ágætu skori, enda piltarnir báðir Rangæingar að langfeðgatali.  Í öðru sæti urðu þeir heiðursmenn Steinnarr og Ragnar frá Höfn með heldur lakara skor og í þriðja sæti Rangæingarnir Bjössi og Eyþór, en þeir enduðu með verra skor en hinir.   Úrslitin man þó varla nokkur maður og því er rétt að vísa á þennan link hér fyrir þá sem vilja rifja upp hvar þeir lentu eða hvort þeir hreinlega voru þarna.

Að lokinni spilamennsku var gítarinn dreginn upp og tekið til við söng í sal. Hraustlega var sungið og þegar búið var að syngja um þær sómakæru stallsystur og nábúa Önnu í Hlíð og Kötu, sem enn er við heyskap á engjunum og hefur verið það áratugum saman, Rósina og fleira þjóðlegt, lá leiðin í HRAUSTA MENN og ekkert slegið af þar. 

Seint var gengið til náða, ef menn gengu á annað borð til náða, því er söng lauk sátu einhverjir enn við spil og sátu þar enn þegar fyrstu menn komu í morgunmat.   Enn aðrir sáust við bænahald undir morgun. 

 Við þökkum hótelinu á Flúðum fyrir góðar mótttökur og afbragðsgott tilboð.

Gleðilegt sumar!


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing