Félög
4.10.2013
Bridgefélag Selfoss: Þröstur og Ólafur efstir í jöfnu Suðurgarðsmóti
Fyrsta mót vetrarins hjá Bridgefélagi Selfoss hófst 3. okt. sl. en mótið nefnist Suðurgarðsmótið. Það mættu 13 pör til leiks, og spiluðu Howell tvímenning, allir við alla með 2 spilum á milli para.
Efstir eru Þröstur Árnason og Ólafur Steinason með 59,6% skor, en á hæla þeirra koma jafnir Anton og Pétur Hartmannssynir ásamt Guðmundir Þór Gunnarssyni og Birni Snorrasyni með 59,2% skor. Síðan koma í 4. sæti Kristján Már Gunnarsson og Vilhjálmur Þór Pálsson með 58,8% skor. Öll úrslit og spilagjöf má finna á þessari síðu.
Viðburðadagatal
Engin skráður viðburður framundan.
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir