Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

4.12.2013

Rangćingar -- "Ég gaf honum í nefiđ"

Sl. þriðjudagskvöld var 4. umferðin í Butlerkeppni félagsins leikin.   13 pör mættu til leiks. 

"Þá fór nú blóðið loksins að renna í kallinum og við komumst á skrið" sagði Birgir brattur þegar hann sagði frá því þegar hann gaf Erni, makker sínum, í nefið um mitt kvöld og Örn hnerraði hraustlega. Upp úr því fóru þeir félagar að klifra hratt upp stigatöfluna.  Í lokaumferðinni mættu þeir svo Ella og Kalla.  Ellarnir höfðu setið á efsta borði allt kvöldið (Monrad), tekið fast á móti sér yngri mönnum og konum og enginn haft erindi sem erfiði.  Guttarnir ráku alla af höndum sér og sendu aftur niður í miðja töfluna.   En harðar og stöðugar atlögur taka sinn toll.  Því var nokkuð af þeim dregið þegar neftóbakskarlarnir settust við borðið og hnerruðu.   Svo fór að Örn og Birgir náðu efsta sætinu af þeim og enduðu með 193 (Ims across the field).   Elli og Kalli urðu svo í 2. sæti með 166 og 3ju urðu svo bankastjórarnir Sigurður og Torfi með 115,5.

Úrslitin og spilin má sjá hér

Eftir fjögur kvöld af fimm i Butlernum eru Maggarnir efstir með 580,3.   Bjössi og Eyþór með 436 og Sigurður og Torfi með 432,5.  Stöðuna má sjá hér


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing