Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Ķslands - Fara į forsķšu

Félög

18.12.2013

Rangęingar -- "Vešurhręddir vesalingar"

Sl. þriðjudag var spilaður Landsbankabarómeter.  13 pör mættu til leiks.  Veitt voru notadrjúg verðlaun, til margra hluta nytsamleg, og dreift um stigatöfluna eftir ýmsum reglum, mest þó á efri endann.   M.a. voru veitt verðlaun fyrir efsta sætið í kvennaflokki, heiðurssætið, Tottenhamsætið (efstir í neðri hlutanum) og bestu spilamennskuna undanfarið, þó ekki verðlaunakvöldið.

Kvöldið var afar jafnt, menn einhvern veginn óstyrkir þar sem verðlaunahillan blasti við.   Efstir urðu Birnirnir brosmildu, Björn og Eyþór með 166 (59,3% skor).  Þá komu nafnarnir Ólafsson og Hauksson með 162 en mr. Hauksson kom beint úr æfingabúðum í Svíþjóð, þar sem hann hefur dvalið við æfingar í haust, með hljómsveitinni ABBA.   Í 3ja sæti urðu svo að vanda þeir ernu kappar Örn og Birgir með 161.  

Spilin og úrslitin að öðru leyti má sjá hér 

Į þetta spilakvöld höfðu boðað komu sína góðir gestir úr einu af nágrannasveitarfélögum okkar Rangæinga.  Þegar á reyndi treystu þeir þó ekki til ferðalaga, enda spáði allt að 7 metra vindi og niður undir 5 stiga hita.   Það er auðvitað aldrei of varlega farið þegar menn eru komnir nokkuð við aldur, ekki skal gert lítið úr því.

Fyrir um 10 árum síðan felldum við Rangæingar niður spilakvöld vegna veðurs.   Skal tekið fram að veður og veðurspá var mun verra en vænta mátti á þriðjudaginn.  Ýmsum þótti þá lítið leggjast fyrir afkomendur Gunnars á Hlíðarenda og Skarphéðins Njálssonar.   Þeirra á meðal var Magnús Halldórsson, vinur okkar og félagi.   Honum mæltist þannig:

Hér áður voru hetjur slyngar

harðskeyttar við land og sæ.

En veðurhræddir vesalingar

vepjast nú á hverjum bæ!

Síðan hefur spilamennska ekki verið felld niður í Rangárþingi!!!

Minni loks á jólamótið okkar, sem haldið verður laugardaginn 28. desember nk., þann merka dag.   Spilum í golfskálunum á Strönd og byrjum kl. 11,00.   Spiluð verða 44 spil.   Muna að tilkynna þátttöku hjá Bergi (frami@simnet.is eða í síma 894 0491).   Gestir eru velkomnir!


Višburšadagatal

Engin skrįšur višburšur framundan.

Hverjir spila ķ dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olķs

Slóš:

Félög

Myndir


Auglżsing