Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

3.1.2014

Ómar og Gunnar Björn HSK meistarar í tvímenningi 2014

HSK mótið í tvímenningi 2014 var haldið 2. janúar á Selfossi. Það var húsfyllir í Selinu, eða 19 pör sem mættu til leiks. Eftir æsispennandi baráttu þá enduðu Ómar Olgeirsson og Gunnar Björn Helgason efstir með 414 stig. Í öðru sæti urðu Sigfinnur Snorrason og Ríkharður Sverrisson með 412 stig og í þriðja sæti urðu Björn Snorrason og Guðmundur Þór Gunnarsson með 409 stig. Öll úrslit og spilagjöf ásamt skorkorti para má finna á ţessari síðu.

 Verðlaunahafar í HSK mótinu 2014
Verðlaunahafar frá vinstri: Guðmundur Þór, Björn, Ómar, Gunnar Björn, Garðar form. bridgenefndar HSK, Ríkharður og Sigfinnur 

Næsta mót hjá Bridgefélagi Selfoss verður 3 kvölda butler tvímenningur, sem spilaður veðrur 9., 16. og 30. janúar. Skráning er á netinu á ţessari síðu, eða hjá Garðari í síma 844 5209. Þá viljum við minna á skráningu í Suðurlandsmótíð í sveitakeppni, en nánar um það mót hér.


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing