Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

22.1.2014

Rangćingar -- Sko stelpuna....og strákana

Sl. þriðjudag hófst sveitakeppni félagsins með þátttöku 8 sveita.   Spilastjóri raðar pörum saman í sveitir með það að markmiði að gera sveitirnar eins jafnar að styrk og kostur er.   Ef marka má 1. kvöld virðist hafa tekist sæmilega til, þar sem stærsti sigurinn var 14,63-5,37 (nýi skalinn) þegar sveitin Torfdís bar sigurorð af sveitinni Friðdidda.   Torfdís er þar með á toppnum eftir fyrstu umferðina.   Sveitina skipa reynsluboltarnir Torfi og Sigurður, ásamt þeim feðginum Rúti og Herdís.   Feðginin áttu stórleik og sáu um að landa þessum sigri en þess má geta að nú er einungis slétt ár síðan þau byrjuðu að spila saman.  Herdís er einungis 22 ára og afar efnileg.  Hins vegar er ekki ástæða til að tíunda árangur sveitarfélaga þeirra, hann er ekki í frásögur færandi.   Reynsluboltarnir rúlluðu hægt yfir og enduðu með slétt 0,00 í Butlerútreikningi.  

Úrslit Butlersins í fyrri og seinni hálfleik má sjá hér, sem og úrsltin í sveitakeppninni og stöðuna hér


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing