Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

26.2.2014

Rangćíngar -- Misheppnađ herbragđ

Sl. þriðjudagskvöld komu einhverjir saman á Austurvelli og mótmæltu.   Aðrir komu saman á Heimalandi en þar var engu mótmælt, þvert á móti glöddu menn sig við spil, þó ekki framsóknarvist.  Þar ríkti eindrægni og samheldni að vanda og almenn ánægja og sátt við störf stjórnarinnar, altsvo stjórnar félagsins.

Leikin var 6. umferð í sveitakeppni félagsins.   Hæst bar innbyrðisviðureign toppsveitanna fyrir umferðina og fóru leikar svo að nú er einungis önnur sveitin á toppnum en leita þarf mun neðar en áður eftir hinni sveitinni.   Torfdísarliðar lögðu á ráðin fyrir leikinn og var talið vænlegt til vinnings að hafa sveitina ófríðari sýnum og freista þess þannig að skjóta Jóvarsmönnum, sem komnir eru nokkuð við aldur, skelk í bringu.   Því var Herdís send til Danmerkur en hennar sæti tók Sigurjón Pálsson.   Sigurjón er góður spilari en verður seint talinn til fríðari manna, ekki fremur en hinir karlkynsmeðlimir sveitarinnar, og töldu menn nú að sveitin yrði óárennileg.   Enda var hún það en einungis útlitslega.   Grandvarir Jóvarsmenn tóku drengjasveitina á hné sér og rassskelltu, einkum í fyrri hálfleik.    Þeir eru því áfram á toppnum, nú með 78,95 stig, en magaþéttir Magríkar nýttu sér illa heppnað herbragð Torfdísarliða og lyftu sér í annað sætið, með 73,84.  Herdís hefur nú verið kölluð heim fyrir næsta leik!

Glerhörðu fisksalarnir áttu hins vegar besta butlerinn og skoruðu 2,085 impa en þann næst besta áttu prestakallarnir Kristján og Halldór, sem lítið hefur spurst til um hríð, með 1,755 impa.

Ţrátt fyrir sneypuför að borði Jóvarsliða hanga trillukarlarnir Sigurður og Torfi enn á toppnum í Butlernum en fast er nú sótt að vist þeirra þar.   Þeir eru með 0,70 impa skoraða að meðaltali en prestakallarnir eru nú komnir með 0,61 impa í 2. sæti. 

Úrslit og stöðu í sveitakeppninni má sjá hér   Butler og spil fyrri hálfleiks hér og þess seinni hér    Staðan í Butlernum er svor


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing