Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

19.3.2014

Rangćingar -- Prestakallar og peyjar

Sl. þriðjudagskvöld var 2. umferð í Samverkstvímenningum leikin.   Prestakallarnir fóru rólega af stað, svo rólega að þeir lentu á neyðarfundi inni í kaffistofu í 3ju umferð.   Komu úthvíldir til leiks á ný og hófu príl upp stigatöfluna.  Príluðu alla leið á toppinn, þar sem þeir luku leik með skor upp á 66,3%.  "Mér fannst meðhjálparinn hafa einkar gott af neyðarfundinum" sagði presturinn kampakátur að leikslokum og pantaði yfirsetu í 1. umferð næsta spilakvöld.    "Þarf að fara aðeins betur yfir prestasjónið með piltinum" bætti hann við.

Nýguttarnir okkar sem hófu leik með okkur um síðustu áramót fara mikinn.   "Kallinn er seigur" sagði hótelhaldarinn um leið og hann bauð verkfræðingnum fría gistingu á hótelinu sínu aðfaranótt 29. febrúar á næsta ári.   Þeir félagar eru í 3. sæti eftir tvö kvöld af fimm.  

Meistarakeppnin er í algleymingi!!! Þó sundmaðurinn ógurlegi hafi ekki fengið stig eins lengi og elstu menn muna, sem á annað borð muna eitthvað ennþá, er hann enn á toppnum með sín 218 stig.   Bankastjórarnir eru ekki langt undan, þó enginn muni lengur hvenær þeir voru síðast í verðlaunasæti, með 214 stig hvor.   Prestakallarnir eru svo með 213 stig.    Því er alls óvíst enn hvers nafn verður letrað á bikarinn á vordögum.

Úrslit og spil síðasta kvölds má sjá hér  Heilarstöðuna eftir tvö kvöld af fimm má svo sjá hér


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði
 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing