Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

9.4.2014

Rangćingar -- Slátrarinn eđa presturinn

Nú hallar vetri og lítið eftir ógert þennan veturinn nema spila um nokkur páskaegg nk. þriðjudagskvöld, ljúka svo hefðbundnu starfsári síðasta vetrardag með lúðrablæstri, glaum og gleði, og loks halda lítið afmælismót í byrjun maí í tilefni af níræðisafmæli okkar góða vinar og félaga Ólafs Ólafssonar, fyrrv. kaupfélagsstjóra.

Um þessar mundir sýnir Leikfélag Eyfellinga leikrit um Önnu í Stóruborg, við fádæma vinsældir.   Vegna leiksýningar að Heimalandi spilum við því í Hvolnum nk. þriðjudag. Nágrannar Önnu og jafnaldrar, grallararnir Halldór og Kristján, hafa spilað einkar vel eftir áramót og lönduðu sannfærandi sigri í Samverkstvímenningnum, sem lauk sl. þriðjudag.   Pörin lögðu lakasta kvöldið af sér og með þeim útreikniaðferðum koma þeir félagar í mark með uppsöfnuð 241,6%.   Næstir inn urðu svo gleðigosarirnir Sigurður og Torfi með 227,9%.  Þriðju í mark leiddust Tottenhamtröllið og formaðurinn okkar með 226,1%, eftir glæsilegan sigur á lokakvöldi mótsins.   Innilega til hamingju allir!!

En aðalmálið er auðvitað Meistarakeppnin og þvílík spenna!!!  Hvers nafn verður letrað á bikarinn að leikslokum, til ævarandi minningar um snilld og skarpleik????  Prestakallarnir voru með 8 stiga forystu fram eftir þriðjudeginum en fóru að tapa forystunni fljótlega upp úr kvöldmat og misstu svo sveindóminn endanlega um miðnættið til slátraranna glaðbeittu sem nú hafa 4ra stiga forskot á þá, þegar einungis eitt kvöld er eftir af þeirri keppni .   Reglur bikarsins kveða svo á um að verði tveir eða fleiri spilarar jafnir að bronsstigum í vertíðarlok skuli sá hljóta bikarinn og sæmdarheitið sem ofar lenti  í í TOPP16 mótinu fyrr veturinn.   Þar með eru bankastjórinn og bókarinn úr leik, þar sem presturinn og slátrarinn urðu ofar en þeir í einmenningnum.   

Úrslt og spilin síðasta kvöldið má sjá hér og lokastöðuna í Samverkstvímenningnum hér (þegar öll kvöldin eru talin saman)


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing