Félög
23.9.2014
Bridgefélag nýliða - úrslit 22. september
Inga Dóra Sigurðardóttir og Ingveldur Bragadóttir og Guðrún Indriðadóttir og Dagný Jónsdóttir enduðu efstar og jafnar á spilakvöldinu 22. sept. Öll úrslit og spil hér
Spennandi stigakeppni í gangi þar sem veitt verða vegleg verðlaun á síðasta spilakvöldi ársins.
Staðan hér í stigakeppninni - Spilað verður alla mánudaga fram að 15. desember.
________________
Dagskrá Bridgefélags nýliða fram að áramótum: Spilað á mánudögum kl. 19 í Síðumúla 37
Spilakvöld verða alla mánudaga til 15. des.
Setjum af stað skemmtilegan leik með veglegum verðlaunum (nánar um verðlaun síðar)
Stigagjöf: 5 stig fyrir mætingu +bronsstig. Lögð saman stig úr 8 kvöldum.
Bronsstig eru háð þátttöku, sem dæmi ef spilað á 4 borðum þá 1.sæti 12 stig og 2.sæti 8 stig. Ef spilað á 6 borðum þá 1.sæti 16 stig, 2.sæti 11 stig og 3.sæti 8 stig. Ef fleiri borð þá fer 4ða sætið að detta inn líka með stig.
Vanir spilarar mega gjarnan mæta og fá bronsstig en þá skilyrði að makker sé óvanur (minna en 15 meistarastig). Staðan verður reglulega uppfærð á heimasíðunni.
Aðalmálið að vera með en svo aukabónus að vera ofarlega líka
____________________________________________
Spilað var á 4 borðum í kvöld og mjótt var á munum en Jón Sigtryggsson og Sigtryggur Jónsson náðu toppsætinu og Þorbergur Einarsson og Ásbjörn Snorrason 2.sæti.
Nánar hér: http://bridge.is/files/2014-09-09_259362135.htm
Nú mun bridgefélag nýliða færa sig yfir á mánudaga og spilað næsta mánudag 15. september, en vetrardagskrá bridgefélags Reykjavíkur hefst næsta þriðjudag.
Viðburðadagatal
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Bridgefélag Reykjavíkur. Síðumúla 37. Byrjar kl 19:00
Bf. Akureyrar, Skipagata 14, 4.hæð kl. 19:00
Bridgefélag Rangæinga, Heimalandi, kl. 19:30
Bf. Hrunamanna, Flúðir kl. 19:30