Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Ķslands - Fara į forsķšu

Félög

19.11.2014

Rangęingar -- Góšir gestir ķ heimsókn en "Reynast haršdręg Rangęsk miš"

Sl. þriðjudag urðu fagnaðarfundir á Heimalandi, heimavelli okkar Rangæinga, þegar góðir gestir úr uppsveitum Árnessýslu komu í heimsókn.  Í þessari árlegu sýslukeppni öttum við Rangæingar kappi við Hrunamenn í sveitakeppni og sendi hvort félag 6 sveitir til leiks.  Úrslitin urðu þau að Rangæingar unnu sigur á 5 borðum af 6 og urðu heildarstigin 84,53 gegn 35,47, Rangæingum í vil.  Hirðskáldi okkar Rangæinga, Magnúsi Halldórssyni fannst við Rangæingar gleyma gestrisni og gefa meira við kaffiborðið en við spilaborðið sjálft og mælti: 

Reynast harðdræg Rangæsk mið,

ráðum grimmdar beita.

Žeir gleymdu nær þeim góða sið,

gestunum að veita.

Śrsltin í sveitakeppninni má sjá hér.   

Til að krydda spilamennskuna og með tilbreytingu í huga var BUTLER árangur para reiknaður út  og verðlaunaður sérstaklega með blautlegum verðlaunum í anda jólanna.   Veitt voru fljótandi verðlaun fyrir efstu fjögur sætin, efsta sætið í kvennaflokki (önnur konan var reyndar skeggjuð og sagðist heita Baldur Garðarsson), fyrir minnsta mínusinn, fyrir að vera elstir og loks fyrir heiðurssætið að sjálfsögðu.

Efstir í BUTLERnum urðu fiskikóngarnir Torfi Sig. og Diddi.   Magnúsi fannst þeir vel að sigrinum komnir og mælti:

Skiluðu drengir skori stóru,

skarplega hirtur margur slagur.

Žeir á kostum þarna fóru

og það heitir meistarabragur.

BUTLER-árangur para og spil í fyrri hálfleik má sjá hér, í seinni hálfleik hér og loks úrsltiin í BUTLERnum í heild hér     


Stjórnborš

Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Višburšadagatal

Engin skrįšur višburšur framundan.

Hverjir spila ķ dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olķs

Slóš:

Félög

Myndir


Auglżsing