Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

10.12.2014

Rangćingar --- "Sýslumannsfrúin var sein í gang"

Sl. þriðjudagskvöld komu menn og konur úr Rangárþingi saman að Heimalandi, heimavelli okkar Rangæinga, til að leika 5. og síðustu umferð í BUTLER-keppni félagsins.    15 pör mættu til leiks og spiluðu að vanda 28 spil í 7 umferðum með Monrad fyrirkomullagi.

Kær vinur okkar og bróðir í spilum, Sigurður Jakob Jónsson, er óðalsbóndi í Varmahlíð undir Eyjafjöllum.   Í hjáverkum gegnir hann stöðu Sýslumannsfrúar í Vík í Mýrdal og er um þessar mundir að bæta á sig fleiri verkefnum, því frá næstu áramótum verður hann Sýslumannsfrú á Suðurlandi.  Þar sem sjaldan er messað á þriðjudögum henta þeir dagar nafna einkar vel til spilamennsku og spilar hann við fóstbróður sinn, Sigurjón Pálsson frá Steinum.   Þeir fóstbræður fóru mikinn sl.þriðjudag.   Fóru hægt af stað en þegar á skriðið var komið urðu engin pör þeim nein fyrirstaða.   Enduðu með 497 impa skoraða (imps across the field).  Magnús Halldórsson, hirðskáld félagsins og siðameistari, tók vel eftir þessu og varð að orði:

Sigurjón rann vítt um vang

og virtist þá heldur skrýtið,

hvað sýslumannsfrúin var sein í gang

en síðan var höktið lítið! 

Næstir inn urðu verkfræðingarnir Runólfur og Óli Jón með 194,8 impa á bakinu.  Þriðju í mark komu svo íhaldspungarnir Sigurður og Torfi með 160 impa í handraðanum. 

Glöggir menn, og jafnvel einstaka kona, hafa tekið eftir slæmu gengi nafnanna Halldórssonar og Bjarnasonar undanfarið og velt fyrir sér hvað veldur.  Báðir eru að vísu farnir að reskjast nokkuð en hafa þó enn fótaferð og klæðast að mestu sjálfir.   Halldórsson varð sextugur á dögunum og töldu einhverjir að aldurinn gæti verið farinn að há honum nokkuð við spilaborðið, einkum meintur þvagleki.   Nafni hans Bjarnason, sem kominn er yfir sjötugt, hughreysti nafna sinn: 

Ţó fatan leki, þá samt vil.
ţínum létta á kvíða
ţú ert ungur þangað til
ţig langar ekki að.............sinna þínum áhugamálum
 !!!!

Úrslit og spil kvöldsins má sjá hér

Lokastöðuna í BUTLERnum (að öllum kvöldum meðtöldum) má svo sjá hér.   Hins vegar leggja pörin af sér lakasta kvöldið og að því athuguðu eru úrslitin þessi:

1.  Sigurður - Torfi                    871

2. Eyþór - Björn                        841

3. Friðrik - Bergur                     528


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing