Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

11.2.2015

Rangćíngar -- Flýgur fiskisalinn

Sl. þriðjudagskvöld settust menn og kona að spilum að Heimalandi að vanda, nú til að koma fyrir róða 5. umferð í sveitakeppni félagsins af sjö slíkum.  Aðeins hefur dregið af Sýslumannsfrúnni og Sigurjóni en á móti hafa fisksalinn og glerskerinn heldur hert hlaupin og tekið við sígandi merki frændanna.   Sigraðir andstæðingar liggja nú sem hráviði út um alla stigatöflu og stefnir í að fátt komi í veg fyrir sigur Varmahlíðarvina, nema ef vera skyldi Tómthúsfólkið eða Moldnúpsmenn.  Þetta er svolítið í anda ensku úrvalsdeildarinnar.  Varmahlíðarvinir eru Chelsea okkar Rangæinga en fjórar sveitir berjast nú hart um tvö laus verðlaunasæti.

Hirðskáldinu er enda nokkuð brugðið og neitar að tjá sig þessa vikuna, líkt og Mourinho eftir tapleik.   Sendi þó frá sér þessa yfirlýsingu:

Grundargæja veik sú von

að vegsemd muni styrkja

heiti Magnús Halldórsson

og hættur er að yrkja!

Úrslit og stöðu í sveitakeppninni má sjá hér.   Butler og spil úr fyrri hálfleik hér og þeim seinni hér.   Stöðuna í Butlernum má svo sjá hér.


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing