Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

4.3.2015

Rangćingar --"Fannst ţó svona fremur skítt"

Í gærkvöldi komu fáeinir framsóknarmenn, og fleiri góðir menn, saman að Heimalandi og tóku til við spil.   Leikinn var eins kvölds barómeter 28 spil með Monrad fyrirkomulagi.   15 pör mættu til leiks.

Notadrjúg og vot verðlaun voru í boði í hinum ýmsu flokkum.  Skástu verðlaunin fengust vitaskuld fyrir þrjú efstu sætin í opnum flokki en einnig var keppt um efra og neðra sætið í kvennaflokki (bæði sæti verðlaunuð), efsta sæti í nýliðaflokki, fjórða sætið var verðlaunað, sem og heiðurssætið en það bar þó til tíðinda þar að annað tveggja paranna sem þar urðu jöfn, vildi ekki kannast við verðlaunasætið, færðist undan verðlaunum, sögðust eiga uppvaskinu ólokið heima fyrir og hlupu út. 

Nafnarnir Halldórsson og Bjarnason komu sér strax vel fyrir í efsta sæti, fannst gott að sitja sem fastast á efsta borði og þurfa ekki að hlaupa mikið um salinn í leit að sætum.   Kom sér vel, enda báðir aðeins illa fyrirkallaðir þetta kvöld, hálflasnir.   Bjarnason er nýbyrjaður í geislum og nafna hans fannst að skýringin á góðu gengi þeirra kynni að liggja í því hve geislarnir hefðu góð áhrif á nafna sinn og hafði það á orði við hann.   "Ja, kann nú vel að vera en þeim er nú beint að mér heldur sunnar" sagði þá Bjarnason

Eftir gott gengi framan afkvöldi voru nafnarnir orðnir bjartsýnir á að drjúgur hluti verðlaunafjárins kæmi í þeirra hlut og mátti greina nokkra eftirvæntingu í liðinu.  En einbeitingin tapaðist í tilfinningarótinu og þeir nafnar sigu niður í 3ja sætið í síðustu tveimur setunum.

Skáldinu þótti þetta eðlilega súrt í broti og varð að orði við mótttöku verðlaunafjárins fyrir 3ja sætið:

Af fyrsta borði færðumst lítt

og framan af með kæti.

En fannst þó svona fremur skítt

að falla í þriðja sæti!! 

Bjorn og Eyþór tóku fyrsta sætið með 62,2% skor.  Í öðru urðu Sigurður og Torfi með 59,8% skor og þriðju svo nafnarnir með 56,8% skor.     

Úrslit og spil kvöldsins má sjá hér


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing