Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

19.3.2015

Rangćingar -- Skotapils

Sl. þriðjudag hittist að vanda fríður hópur manna og kvenna, sérstaklega kvenna, að Heimalandi undir V-Eyjafjöllum til að leika 2. umferð af 5 í Samverkstvímenningnum.  15 pör mættu til leiks og spiluðu 28 spil með Monrad-fyrirkomulagi.

Útlit var fyrir að efsta par fyrsta kvöldsins kæmi vængbrotið til leiks, þar sem helmingur liðsins var staddur á hannyrðasýningu í Skotlandi, þar sem menn kynntu sér nýjustu stefnur og strauma í gerð skotapilsa en ferskir vindar ku leika um þá grein um þessar mundir.  

Nýr spilari var því munstraður í toppliðið, enda samningslaus, og stóð hann sig heldur betur vel.   Svavar Hauksson heitir sá drengur og vakti frammistaða hans strax athygli stórliða í Evrópu og hefur hann nú gert samning við BC Gautaborg og hélt hann strax til æfinga með liðinu og flaug til Gautaborgar á miðvikudagsmorgunn.  Búist er við því að hann verði í byrjunarliði BC Gautaborgar strax í næsta leik. Óvíst er um uppeldisbætur.

Svavar Gauta- og heimsborgari og Sigurður sveitamaður enduðu kvöldið með 66,7% skor.  Næstir í mark urðu flokksbræðurnir Ægir og Árni með 58,3% skor og þriðju, eins og stundum áður, urðu svo Birgir III og Örn III með 55,1% skor.

Úrslitin og spilin má sjá hér og stöðuna í Samverkstvímenningnum eftir 2 kvöld af 5 hér


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge

Sumarbridge á Akureyri  2020   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing