Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

25.4.2015

Rangćingar -- "Steypa ćttum strax í brons"

Að kvöldi síðasta vetrardags streymdu spilarar úr öllum landshornum á Selfoss til að spila þar í einhverri lokakeppni og, að því er virtist,  ekki síður til að ræða um hver eigi að greiða kostnaðinn við mótshaldið.   Einhverjir virðast helst á þeirri skoðun að einhver annar eigi bara að gera það og finnst að auki langt á Selfoss.   Við landsbyggðarmenn vitum þó að menn hafa oft farið lengri bæjarleiðir en það til að spila bridge á mótum og ekki kveinkað sér undan, þó leiðin sé löng hjá mörgum og jafnvel farin oft á ári.   Ferðalög og gisting eru kostnaðarsöm, sama í hvora áttina farið er.   Okkur Rangæingum fannst vel til fundið að spila úrslitin á Selfossi.

Enginn fór nú til þessa móts og málfundar héðan úr Rangárþingi, þó einhverjum hafi nú langað.   Menn höfðu líka mikilvægari hnöppum að hneppa, þar sem uppskeruhátíð og lokakvöld Bridgefélags Rangæinga var haldið síðasta vetrardag.   Veitt voru verðlaun fyrir veturinn, m.a. fyrir Meistarakeppnina (flest unnin bronsstig þann veturinn) og á eftir leikinn léttur tvímenningur með léttum verðlaunum í fjölmörgum flokkum. 

Til upprifjunar, sem undirrituðum leiðist auðvitað ekki, urðu úrslitin í Meistarkeppninni þessi:

Sigurður Skagfjörð,  387 bronsstig

Torfi Jónsson, 357 bronsstig

Bjorn Dúason og Eyþór Jónsson, 279 bronsstig hvort.

Kristján B. Snorrason, sveitungi okkar Torfa úr "langaði á Selfoss sveitinni", veitti glæsilegri frammistöðu sigurvegaranna athygli og mælti:

Í bronsstigum menn bregða á leik
bragð er á að horfa.
Og ekki virðist brugðið Bleik
hjá Bankastjóra og Torfa!

Ef sækjum vit til Salómons
og sé hann með í ráðum.
Steypa ættum strax í brons
styttur af þeim báðum!
 

Ekki var sýnt beint frá lokakvöldinu á BBO og biðjumst við velvirðingar á því.  Kannski eins gott, því men, og auðvitað hún Silla okkar, voru kátir, mjúkir og skemmtu sér konunglega við spilamennskuna, eins og vera ber í vetrar- og vertíðarlok.   Diddi vinur okkar mætti til leiks en kenndi sér meins og varð frá að hverfa og halda heim á leið.   Á sama tíma voru kynnt verðlaun kvöldsins og þegar Ægir frændi hans sá hve vegleg þau voru sagði hann við Árna, makker sinn:  "Árni minn, líklega er best að þú farir heim með Didda.   Ég spila við Torfa."    Og leikplanið gekk fullkomlega upp.   Þeir frændur Ægir og Torfi, enduðu efstir með 56,7% skor og fóru heim með fullt fang af bjór (Árni fær auðvitað tíund).   Næstur inn kom okkar ástsæli formaður Bergur og Friðrik fóstri hans með 56,4% skor.  Þriðju í mark urðu svo Sigurður og Torfi með 54,6% skor.  

Úrslitin og spilin má sjá hér

Og nú bíða Vestmannaeyjar okkar en þangað forum við í spila- og skemmtiferð dagana 2. og 3. maí.   Til leiks eru bókaðir um 16 spilarar og vonumst við til að finna einhverja þarlenda sem enn kunna að telja punkta og væru vísir til að etja kappi við okkur.   Ekki er ágreiningur innan félagsins um kostnaðarhliðina.


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing