Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

7.10.2015

Rangćingar -- Nćturćfingar

Sl. þriðjudagskvöld komu Rangæingar, a.m.k. þeir sem vissu af því að vertíðin hæfist það kvöld, saman að Heimalandi.  Meðal þeirra grandalausu var Lykla-Pétur félagsins og áttu gestir því í nokkrum vandræðum með að komast inn úr kuldanum.   Það hafðist þó á endanum, eftir að búið var að sækja lykil í næstu sveit en ekki var nema hálfur sigur unninn, því nú vantaði lykilinn að verðmætageymslunni.    Vildi þá svo vel til að varaformaður kvenfélagsins Hrundsnótar, Karl Sigurjónsson, var með lyklavöld sem slíkur að verðmætageymslunni og gátu spilarar þá tekið til við spilin.   

Ćgissíðugoðinn tók ungan spilara undir sinn verndarvæng í sumar og hefur þjálfað drenginn sleitulaust.   Æfingar hafa oft staðið fram á nótt og með naumindum að menn næðu í morgunmessuna.   "Mér finnst honum hafa farið fram drengnum.  En það þarf að halda honum vel að" mælti Ægissíðugoðinn kampakátur að leikslokum í gær, enda unnu þeir flokksbræður kvöldið næsta örugglega með 66,0% skor.   Næstir inn urðu Sigurður og Torfi með 61,1% skor.  Og í þriðja sæti, eins og svo oft áður, Örn og Birgir með 59,0% skor.

Næstu þrjá þriðjudaga verður leiknir eins kvölds upphitunartvímenningar.

Úrsltin má sjá hér


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing